Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 18:32 Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum segir erlenda fjárfesta hafa boðið margfalt markaðsverð fyrir jörð með vatnsréttindum. Hann neitaði og vill stífari reglur. Margrét Ágústa Sigurðardóttir formaður Bændasamtakanna segir spákaupmennsku ríkja með jarðir hér á landi. Kristján Geirsson forstjóri Orkustofnunar segir vaxandi áhuga á vatni. Stofnunin hafi þurft að spyrna við fótum vegna þess. Erlendir fjárfestar buðu nýlega margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda og ásældust fjölda annarra jarða í sömu sveit að sögn bónda. Bóndinn neitaði og vill fá ábúðaskyldu á jarðir. Orkustofnun hefur þurft að bregðast við vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina. Bændasamtökin hafa miklar áhyggjur af ásókn innlendra og erlendra fjárfesta í jarðir á landinu á meðan hefðbundinn landbúnaður hefur dregist mikið saman síðustu ár. Af 6500 lögbýlum hér á landi er stundaður hefðbundinn landbúnaður á fjórðungi þeirra, ferðaþjónusta, skógrækt eða hlunnindanýting á fimmtungi þeirra, búseta er á 15% jarða en fjórar af hverjum tíu eru í eyði.Vísir/Rúnar Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir fjárfesta sækja í vatns- og orkuauðlindir. Jarðaverð hafi margfaldast í verði vegna þróunarinnar sem hafi þau áhrif að erfitt sé fyrir fólk sem vilji gerast bændur að kaupa. Neitaði erlendum fjárfesti sem bauð margfalt verð Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum í Austur-Húnavatnssýslu tekur undir áhyggjurnar. Hann segir að fulltrúi á vegum erlends fyrirtækis hafi nýlega haft samband við hann og viljað kaupa jörð vegna vatnsauðlinda þar. Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum og flutningabílstjóri.Vísir „Það var útsendari fyrir erlent fyrirtæki sem hafði samband við mig vegna jarðar í okkar eigu. Það sem þeir voru fyrst og fremst að hugsa um voru vatnsréttindin sem tilheyra henni. Þeir fyrirhugðu líka skógrækt til að kolefnisjafna rekstur sinn. Þeir höfðu áhuga á að kaupa tuttugu jarðir í Húnavatnssýslu, helst þar sem landið hækkaði því þar væru mestu möguleikarnir að ná fersku vatni,“ segir Birgir. Birgir kveðst hafa neitað boðinu þrátt fyrir margfalt markaðsverð. „Þeir buðu miklu hærra verð en gengur og gerist hér á landi,“ segir hann. „Stórhættulegt“ Hann varar við slíkum uppkaupum. „Mér finnst það stórhættulegt ef við gerum ekkert í slíkum uppkaupum. Við getum við tapað landinu á örfáum árum verði ekki komið í veg fyrir þetta . Önnur lönd setja mun meiri kvaðir á slíka fjárfestingu en gert er hér á landi. Það þarf að bregðast við þessu t.d. með því að setja ábúðaskyldu á jarðir,“ segir hann. Jarðasöfnun víða áhyggjuefni Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði skýrslu um áhrif jarðasöfnunar á byggð árið 2021. Þar kom fram að jarðasöfnun sé áhyggjuefni víða um heim. Aðrar Evrópuþjóðir sporni við jarðakaupum erlendra ríkisborgara og spákaupmennsku. Grannþjóðir Íslendinga beiti ýmsum ráðum til þess að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fáar hendur. Norðmenn geri kröfu um búsetu á jörðum og nýta verður land undir venjulegan búrekstur. Í Danmörku verða menn að hafa átt heima í landinu í fimm ár til þess að fá að eignast jarðir og aðrar fasteignir. Þá kemur fram að Evrópusambandið telur jarðasöfnun ógna fjölskyldubúskap í sambandinu. Lagt er til að ríkjum sambandsins verði gefnar meiri heimildir til þess að hafa áhrif á viðskipti með land. Vaxandi ásókn í vatn Orkustofnun sér um leyfisveitingar vegna nýtingar á auðlindum. Kristján Geirsson settur forstjórinn segir sífellt fleiri fyrirtæki ásælast vatnsauðlindina. Kristján Geirsson forstjóri Orkustofnunar.Vísir/Einar „Við höfum orðið vör við all mikla aukningu í ásókn í grunnvatn, ekki síst í landeldi,“ segir Kristján Geirsson settur forstjóri Orkustofnunar. Fyrrverandi orkumálastjóri benti á það á síðasta ári að eitt einstakt fyrirtæki í landeldi noti þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Kristján segir að fyrirtæki í landeldi sæki mikið í vatnsauðlindir nú en einnig fyrirtæki í öðrum starfsgreinum. Stofnunin hafi þurft að spyrna við fæti vegna ágangs í vatnsauðlindina. „Ásókn í vatn á ákveðnum stöðum hefur verið mjög mikil. Orkustofnun og aðrir aðilar hafa bent á að þó að vatnsauðlindin sé mjög mikil þá sé hún ekki óendanleg. Það þarf að fara varlega þegar farið er í miklar framkvæmdir og ganga ekki of á auðlindina á þeim stöðum,“ segir hann. Landbúnaður Landeldi Orkumál Öryggis- og varnarmál Vatn Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Bændasamtökin hafa miklar áhyggjur af ásókn innlendra og erlendra fjárfesta í jarðir á landinu á meðan hefðbundinn landbúnaður hefur dregist mikið saman síðustu ár. Af 6500 lögbýlum hér á landi er stundaður hefðbundinn landbúnaður á fjórðungi þeirra, ferðaþjónusta, skógrækt eða hlunnindanýting á fimmtungi þeirra, búseta er á 15% jarða en fjórar af hverjum tíu eru í eyði.Vísir/Rúnar Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir fjárfesta sækja í vatns- og orkuauðlindir. Jarðaverð hafi margfaldast í verði vegna þróunarinnar sem hafi þau áhrif að erfitt sé fyrir fólk sem vilji gerast bændur að kaupa. Neitaði erlendum fjárfesti sem bauð margfalt verð Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum í Austur-Húnavatnssýslu tekur undir áhyggjurnar. Hann segir að fulltrúi á vegum erlends fyrirtækis hafi nýlega haft samband við hann og viljað kaupa jörð vegna vatnsauðlinda þar. Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum og flutningabílstjóri.Vísir „Það var útsendari fyrir erlent fyrirtæki sem hafði samband við mig vegna jarðar í okkar eigu. Það sem þeir voru fyrst og fremst að hugsa um voru vatnsréttindin sem tilheyra henni. Þeir fyrirhugðu líka skógrækt til að kolefnisjafna rekstur sinn. Þeir höfðu áhuga á að kaupa tuttugu jarðir í Húnavatnssýslu, helst þar sem landið hækkaði því þar væru mestu möguleikarnir að ná fersku vatni,“ segir Birgir. Birgir kveðst hafa neitað boðinu þrátt fyrir margfalt markaðsverð. „Þeir buðu miklu hærra verð en gengur og gerist hér á landi,“ segir hann. „Stórhættulegt“ Hann varar við slíkum uppkaupum. „Mér finnst það stórhættulegt ef við gerum ekkert í slíkum uppkaupum. Við getum við tapað landinu á örfáum árum verði ekki komið í veg fyrir þetta . Önnur lönd setja mun meiri kvaðir á slíka fjárfestingu en gert er hér á landi. Það þarf að bregðast við þessu t.d. með því að setja ábúðaskyldu á jarðir,“ segir hann. Jarðasöfnun víða áhyggjuefni Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði skýrslu um áhrif jarðasöfnunar á byggð árið 2021. Þar kom fram að jarðasöfnun sé áhyggjuefni víða um heim. Aðrar Evrópuþjóðir sporni við jarðakaupum erlendra ríkisborgara og spákaupmennsku. Grannþjóðir Íslendinga beiti ýmsum ráðum til þess að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fáar hendur. Norðmenn geri kröfu um búsetu á jörðum og nýta verður land undir venjulegan búrekstur. Í Danmörku verða menn að hafa átt heima í landinu í fimm ár til þess að fá að eignast jarðir og aðrar fasteignir. Þá kemur fram að Evrópusambandið telur jarðasöfnun ógna fjölskyldubúskap í sambandinu. Lagt er til að ríkjum sambandsins verði gefnar meiri heimildir til þess að hafa áhrif á viðskipti með land. Vaxandi ásókn í vatn Orkustofnun sér um leyfisveitingar vegna nýtingar á auðlindum. Kristján Geirsson settur forstjórinn segir sífellt fleiri fyrirtæki ásælast vatnsauðlindina. Kristján Geirsson forstjóri Orkustofnunar.Vísir/Einar „Við höfum orðið vör við all mikla aukningu í ásókn í grunnvatn, ekki síst í landeldi,“ segir Kristján Geirsson settur forstjóri Orkustofnunar. Fyrrverandi orkumálastjóri benti á það á síðasta ári að eitt einstakt fyrirtæki í landeldi noti þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Kristján segir að fyrirtæki í landeldi sæki mikið í vatnsauðlindir nú en einnig fyrirtæki í öðrum starfsgreinum. Stofnunin hafi þurft að spyrna við fæti vegna ágangs í vatnsauðlindina. „Ásókn í vatn á ákveðnum stöðum hefur verið mjög mikil. Orkustofnun og aðrir aðilar hafa bent á að þó að vatnsauðlindin sé mjög mikil þá sé hún ekki óendanleg. Það þarf að fara varlega þegar farið er í miklar framkvæmdir og ganga ekki of á auðlindina á þeim stöðum,“ segir hann.
Landbúnaður Landeldi Orkumál Öryggis- og varnarmál Vatn Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent