Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar 27. nóvember 2024 17:21 Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir stórum vandamálum og þau snerta okkur öll. Fólk húkir á biðlistum, stjórnun er óskilvirk og kerfið er oftar en ekki of flókið fyrir þá sem þurfa að treysta á það. Fyrir einstakling eins og mig,með ADHD, virðist kerfið oft ekki fært um að veita þá þjónustu sem ég þarf á að halda. Þvert á móti standa í vegi fyrir henni. ADHD gerir að verkum að ég þarf skýra, einfalda ferla og stuðning í að halda utan um margþætt atriði. En þegar ég þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda, mætti ég hindrunum sem voru margar hverjar tilkomnar vegna skipulagslegrar óreiðu. Þetta er því miður ekki aðeins mín saga heldur þetta er reynsla margra sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda á hverjum degi. Það hafa ekki allir sterkt bakland, ég er einn af þeim heppnu sem fékk stuðning frá vinum og vandamönnum. Ég get verið ákveðinn og kemst áfram á þrjósku. Margir sem eru að berjast við andleg veikindi hafa ekki sama sjálfstraust og stuðning og ég, þess vegna þurfum við heilbrigðiskerfi sem tekur á móti fólki og þjónustar það af samkennd, umburðalyndi og kærleik. Viðreisn hefur sett fram stefnu sem leggur áherslu á bæði aðgerðir og nýsköpun í þágu heilbrigðiskerfisins. Það er ekki nóg að dæla meiri peningum í kerfið án þess að sjá til þess að þeir nýtist betur. Við þurfum að tryggja að skipulag sé þannig úr garði gert að einstaklingar fái þjónustu við hæfi, á réttum tíma, án þess að þvælast í óþarflega flóknum ferlum. Ég hef persónulega upplifað það að einföldun í þjónustu myndi bæta líf mitt til muna og ég veit að það sama á við um aðra sem búa við flókið ástand eins og ADHD eða aðra heilsubresti. Að sjálfsögðu þarf að leggja áherslu á að fjölga starfsfólki en það eitt og sér er ekki nóg. Það verður að innleiða nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Viðreisn leggur áherslu á að kerfið verði skilvirkara með því að nýta tæknilausnir, opna fyrir aukna fjölbreytni í þjónustu og auðvelda aðgang að upplýsingum. Þetta eru lausnir sem ekki bara létta á kerfinu, heldur auka lífsgæði þeirra sem nýta sér það. Þegar ég horfi til framtíðar vil ég sjá heilbrigðiskerfi sem vinnur með fólki, ekki á móti því. Viðreisn sýnir að hægt er að fara nýjar leiðir – leiðir sem byggja á betri meðferð fjármuna, nútímavæðingu og mannúðlegri nálgun. Við eigum ekki að sætta okkur við gamaldags kerfi sem þjónar ekki lengur þörfum samfélagsins. Þess vegna ætla ég að kjósa Viðreisn! Fyrir heilbrigðiskerfi sem virkar fyrir okkur öll! Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er markþjálfi og einstaklingur með ADHD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir stórum vandamálum og þau snerta okkur öll. Fólk húkir á biðlistum, stjórnun er óskilvirk og kerfið er oftar en ekki of flókið fyrir þá sem þurfa að treysta á það. Fyrir einstakling eins og mig,með ADHD, virðist kerfið oft ekki fært um að veita þá þjónustu sem ég þarf á að halda. Þvert á móti standa í vegi fyrir henni. ADHD gerir að verkum að ég þarf skýra, einfalda ferla og stuðning í að halda utan um margþætt atriði. En þegar ég þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda, mætti ég hindrunum sem voru margar hverjar tilkomnar vegna skipulagslegrar óreiðu. Þetta er því miður ekki aðeins mín saga heldur þetta er reynsla margra sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda á hverjum degi. Það hafa ekki allir sterkt bakland, ég er einn af þeim heppnu sem fékk stuðning frá vinum og vandamönnum. Ég get verið ákveðinn og kemst áfram á þrjósku. Margir sem eru að berjast við andleg veikindi hafa ekki sama sjálfstraust og stuðning og ég, þess vegna þurfum við heilbrigðiskerfi sem tekur á móti fólki og þjónustar það af samkennd, umburðalyndi og kærleik. Viðreisn hefur sett fram stefnu sem leggur áherslu á bæði aðgerðir og nýsköpun í þágu heilbrigðiskerfisins. Það er ekki nóg að dæla meiri peningum í kerfið án þess að sjá til þess að þeir nýtist betur. Við þurfum að tryggja að skipulag sé þannig úr garði gert að einstaklingar fái þjónustu við hæfi, á réttum tíma, án þess að þvælast í óþarflega flóknum ferlum. Ég hef persónulega upplifað það að einföldun í þjónustu myndi bæta líf mitt til muna og ég veit að það sama á við um aðra sem búa við flókið ástand eins og ADHD eða aðra heilsubresti. Að sjálfsögðu þarf að leggja áherslu á að fjölga starfsfólki en það eitt og sér er ekki nóg. Það verður að innleiða nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Viðreisn leggur áherslu á að kerfið verði skilvirkara með því að nýta tæknilausnir, opna fyrir aukna fjölbreytni í þjónustu og auðvelda aðgang að upplýsingum. Þetta eru lausnir sem ekki bara létta á kerfinu, heldur auka lífsgæði þeirra sem nýta sér það. Þegar ég horfi til framtíðar vil ég sjá heilbrigðiskerfi sem vinnur með fólki, ekki á móti því. Viðreisn sýnir að hægt er að fara nýjar leiðir – leiðir sem byggja á betri meðferð fjármuna, nútímavæðingu og mannúðlegri nálgun. Við eigum ekki að sætta okkur við gamaldags kerfi sem þjónar ekki lengur þörfum samfélagsins. Þess vegna ætla ég að kjósa Viðreisn! Fyrir heilbrigðiskerfi sem virkar fyrir okkur öll! Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er markþjálfi og einstaklingur með ADHD.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar