Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar 27. nóvember 2024 17:10 Samfylkingin segist vera með „plan“ í heilbrigðismálum. Þegar rýnt er í planið er ýmislegt sem stingur í augun, en eitt af því er að samfylkingin stefnir að aukinni miðstýringu þegar kemur að veitingu heilbrigðisþjónustu, eða eins og þau orða það „veitum sjúkrahúsum aukið svigrúm til að ákveða hvernig þau vinna með einkarekstri“. Svo segir „aukið svigrúm og aukin ábyrgð sjúkrahúsa: Þau taki sjálf ákvarðanir um útboð til einkarekstrar“. Með öðrum orðum þá vill samfylkingin að sjúkrahúsin miðstýri hvaða verk eiga heima utan sjúkrahúsa. Þetta er afleitt plan. Aðalástæðurnar eru tvær. Tökum dæmi af einstaklingi sem þarf á aðgerð að halda. Viðkomandi þarf þá fyrst að fara í skoðun hjá Landspítala eða öðru sjúkrahúsi og þeir læknar að meta hvort þörf sé á aðgerð. Ef sjúkrahúslæknar ákveða svo að útvista aðgerðinni þá þarf viðkomandi sjúklingur aftur að koma í skoðun hjá viðkomandi lækni út í bæ. Þetta er vegna þess að læknisfræði eru ófullkomin vísindi og læknar ekki alltaf sammála um hvort og hvernig aðgerð er nauðsynleg. Þetta fyrirkomulag myndi því valda tvíverknaði og þvælingi sjúklinga í kerfinu ásamt aukinni bið. Hin ástæðan er að aðgerðir sem eru gerðar utan sjúkrahúsa eru að jafnaði ódýrari en aðgerðir sem eru gerðar innan sjúkrahúsa. Þetta kemur ekki á óvart þar sem háskólasjúkrahús hafa mun stærri yfirbyggingu og þurfa líka að sinna bráðaþjónustu og sérhæfðri þjónustu eins og t.d. gjörgæslusjúklingum og hjartaskurðlækningum. Sem dæmi má nefna að í nýlegu svari heilbrigðismálaráðuneytis um kostnað vegna aðgerða við endómetríósu kom fram að meðalkostnaður aðgerða á Landspítala án útlaga var 1.448.754 krónur, en meðalkostnaður sambærilegra aðgerða á Klíníkinni var hins vegar 887.500 krónur. Í aðgerðum Klíníkurinnar eru m.a. talin með legnám, aðgerðir við endómetríósu sem er innvaxin í ristil og aðgerðir sem aðrar stofnanir á Íslandi réðu ekki við að framkvæma. Innlögn á legudeild Klíníkurinnar var líka innifalin. Þannig er varlega áætlað um sambærilegar aðgerðir að ræða og sparnaður kaupanda þjónustununnar er yfir 100 milljónir árlega bara fyrir þennan aðgerðarflokk. Mun betra plan væri að skilgreina betur ábendingar og gæðastaðla aðgerða og annarar heilbrigðisþjónustu. Það er mjög mikilvægt að kaupandi þjónustunnar geti gengið að því sem vísu að gæðin séu góð m.t.t. árangurs og fylgikvilla og að ábendingar fyrir aðgerð séu viðeigandi, enda er sjaldgæf en þekkt skuggahlið einkarekinnar þjónustu að verið sé að gera inngrip án þess að tilefni sé til. Það vantar talsvert upp á að eftirlit með gæðum og viðeigandi ábendingum fyrir aðgerðum eigi sér stað, bæði í opinbera kerfinu og hjá einkaaðilum. Við þurfum því að efla Sjúkratryggingar til þessa verkefnis. Með því að að efla getu Sjúkratrygginga til að bjóða út heilbrigðisþjónustu myndi ríkið fá mun hægstæðari kjör og spara þannig hundruðir milljóna árlega. Sjúklingar myndu jafnframt fá skjóta þjónustu án tillit til efnahags sem hefur líka gríðarlega þjóðhagslega hagkvæm áhrif vegna minna vinnutaps og aukinna lífsgæða. Að sjálfsögðu þarf að efla Landspítala og aðrar ríkisstofnanir til að þær séu betur í stakk búnar til að sinna erfiðustu tilfellunum. Það á að vera meginhlutverk Landspítala og við viljum öll að sú þjónusta sé leyst vel af hendi. Innleiðing DRG kerfis og þjónustutengdrar þjónustu heilbrigðisstofnana gefur tækifæri til að ríkisstofnanir og einkaaðilar bjóði í einstaka þjónustu og aðgerðarliði. Mikilvægt er að líka að viðhalda kennslu nema í heilbrigðisfræðum og er mikill vilji og geta hjá einkaaðilum til að sinna því hlutverki. Læknar hjá einkaaðilum sinna nú þegar kennslu læknanema við Háskóla Íslands og er ekkert því til fyrirstöðu að efla þann hluta starfsins. Loks hefur verið talað um áhyggjur ríkisstofnana að einkaaðilar taki frá þeim starfsfólk, en það er einmitt af hinu góða að heilbrigðisstarfsfólk hafi val um vinnustað því þá batna líklega kjör þessa starfsfólks sem leiðir af sér meiri afköst og starfsánægju. Plan Samfylkingar um aukna miðstýringu í heilbrigðiskerfinu er afleitt. Þeir sem vilja forðast það er bent á að velja eitthvað annað í kjörkassanum nú á laugardaginn. Við í Miðflokknum erum í öllu falli reiðubúin til að ganga hratt og örugglega til verks og skynsamra ákvarðana í þessum málum sem öðrum. Spennandi kosningar eru í nánd og útkoma þeirra getur haft mikil áfrif á velferð okkar allra, vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og greiða sitt atkvæði. Höfundur er læknir og skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin segist vera með „plan“ í heilbrigðismálum. Þegar rýnt er í planið er ýmislegt sem stingur í augun, en eitt af því er að samfylkingin stefnir að aukinni miðstýringu þegar kemur að veitingu heilbrigðisþjónustu, eða eins og þau orða það „veitum sjúkrahúsum aukið svigrúm til að ákveða hvernig þau vinna með einkarekstri“. Svo segir „aukið svigrúm og aukin ábyrgð sjúkrahúsa: Þau taki sjálf ákvarðanir um útboð til einkarekstrar“. Með öðrum orðum þá vill samfylkingin að sjúkrahúsin miðstýri hvaða verk eiga heima utan sjúkrahúsa. Þetta er afleitt plan. Aðalástæðurnar eru tvær. Tökum dæmi af einstaklingi sem þarf á aðgerð að halda. Viðkomandi þarf þá fyrst að fara í skoðun hjá Landspítala eða öðru sjúkrahúsi og þeir læknar að meta hvort þörf sé á aðgerð. Ef sjúkrahúslæknar ákveða svo að útvista aðgerðinni þá þarf viðkomandi sjúklingur aftur að koma í skoðun hjá viðkomandi lækni út í bæ. Þetta er vegna þess að læknisfræði eru ófullkomin vísindi og læknar ekki alltaf sammála um hvort og hvernig aðgerð er nauðsynleg. Þetta fyrirkomulag myndi því valda tvíverknaði og þvælingi sjúklinga í kerfinu ásamt aukinni bið. Hin ástæðan er að aðgerðir sem eru gerðar utan sjúkrahúsa eru að jafnaði ódýrari en aðgerðir sem eru gerðar innan sjúkrahúsa. Þetta kemur ekki á óvart þar sem háskólasjúkrahús hafa mun stærri yfirbyggingu og þurfa líka að sinna bráðaþjónustu og sérhæfðri þjónustu eins og t.d. gjörgæslusjúklingum og hjartaskurðlækningum. Sem dæmi má nefna að í nýlegu svari heilbrigðismálaráðuneytis um kostnað vegna aðgerða við endómetríósu kom fram að meðalkostnaður aðgerða á Landspítala án útlaga var 1.448.754 krónur, en meðalkostnaður sambærilegra aðgerða á Klíníkinni var hins vegar 887.500 krónur. Í aðgerðum Klíníkurinnar eru m.a. talin með legnám, aðgerðir við endómetríósu sem er innvaxin í ristil og aðgerðir sem aðrar stofnanir á Íslandi réðu ekki við að framkvæma. Innlögn á legudeild Klíníkurinnar var líka innifalin. Þannig er varlega áætlað um sambærilegar aðgerðir að ræða og sparnaður kaupanda þjónustununnar er yfir 100 milljónir árlega bara fyrir þennan aðgerðarflokk. Mun betra plan væri að skilgreina betur ábendingar og gæðastaðla aðgerða og annarar heilbrigðisþjónustu. Það er mjög mikilvægt að kaupandi þjónustunnar geti gengið að því sem vísu að gæðin séu góð m.t.t. árangurs og fylgikvilla og að ábendingar fyrir aðgerð séu viðeigandi, enda er sjaldgæf en þekkt skuggahlið einkarekinnar þjónustu að verið sé að gera inngrip án þess að tilefni sé til. Það vantar talsvert upp á að eftirlit með gæðum og viðeigandi ábendingum fyrir aðgerðum eigi sér stað, bæði í opinbera kerfinu og hjá einkaaðilum. Við þurfum því að efla Sjúkratryggingar til þessa verkefnis. Með því að að efla getu Sjúkratrygginga til að bjóða út heilbrigðisþjónustu myndi ríkið fá mun hægstæðari kjör og spara þannig hundruðir milljóna árlega. Sjúklingar myndu jafnframt fá skjóta þjónustu án tillit til efnahags sem hefur líka gríðarlega þjóðhagslega hagkvæm áhrif vegna minna vinnutaps og aukinna lífsgæða. Að sjálfsögðu þarf að efla Landspítala og aðrar ríkisstofnanir til að þær séu betur í stakk búnar til að sinna erfiðustu tilfellunum. Það á að vera meginhlutverk Landspítala og við viljum öll að sú þjónusta sé leyst vel af hendi. Innleiðing DRG kerfis og þjónustutengdrar þjónustu heilbrigðisstofnana gefur tækifæri til að ríkisstofnanir og einkaaðilar bjóði í einstaka þjónustu og aðgerðarliði. Mikilvægt er að líka að viðhalda kennslu nema í heilbrigðisfræðum og er mikill vilji og geta hjá einkaaðilum til að sinna því hlutverki. Læknar hjá einkaaðilum sinna nú þegar kennslu læknanema við Háskóla Íslands og er ekkert því til fyrirstöðu að efla þann hluta starfsins. Loks hefur verið talað um áhyggjur ríkisstofnana að einkaaðilar taki frá þeim starfsfólk, en það er einmitt af hinu góða að heilbrigðisstarfsfólk hafi val um vinnustað því þá batna líklega kjör þessa starfsfólks sem leiðir af sér meiri afköst og starfsánægju. Plan Samfylkingar um aukna miðstýringu í heilbrigðiskerfinu er afleitt. Þeir sem vilja forðast það er bent á að velja eitthvað annað í kjörkassanum nú á laugardaginn. Við í Miðflokknum erum í öllu falli reiðubúin til að ganga hratt og örugglega til verks og skynsamra ákvarðana í þessum málum sem öðrum. Spennandi kosningar eru í nánd og útkoma þeirra getur haft mikil áfrif á velferð okkar allra, vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og greiða sitt atkvæði. Höfundur er læknir og skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík Norður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun