Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 07:12 Flokkur fólksins hefur frá upphafi barist fyrir hagsmunum eldra fólks. Nú í haust áður en Alþingi var rofið mælti Inga Sæland fyrir tveimur málum sem varða hagsmuni eldri borgara. Þetta voru frumvörp um annars vegar afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna og hins vegar hækkun almenns frítekjumarks vegna lífeyristekna úr 300.000 kr. upp í 1.200.000 kr. á ári, eða 100.000 kr. á mánuði. Þessi tvö mál eru meðal fyrstu mála sem við í Flokki fólksins mæltum fyrir þegar flokkurinn komst á Alþingi árið 2017, og eru þetta tvö af kjarnamálunum okkar. Þótt frítekjumark vegna atvinnutekna hafi verið hækkað á síðustu árum breytir það ekki þeirri stöðu að ef ellilífeyrisþegi fer umfram þetta mark þá skerðist ellilífeyrir hans um 45% af því sem umfram er, sem mætti jafna til hátekjuskatts. Það er ekki hægt að sjá að afnám þessarar reglu um skerðingar vegna atvinnutekna eldra fólks leiði til aukinna ríkisútgjalda og ávinningurinn er augljós. Rannsóknir hafa sýnt að virkni á efri árum stuðli að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Þess vegna höfum við ávallt talað fyrir því að eldra fólk hafi möguleika til að bæta kjör sín með því að vinna óskert. Eldri borgarar hafa sjálfir sparað fyrir lífeyrissjóðshlutdeild sinni. Í skerðingu bótagreiðslna á grundvelli lífeyristekna felst því skerðing á þeim hagsmunum sem eldra fólk hefur unnið sér inn með vinnu í gegnum lífið. Við í Flokki fólksins munum alltaf berjast gegn skerðingum. Það er verið að svipta eldra fólk eignarrétti sínum og áunnum réttindum sem okkur finnst til háborinnar skammar. Höfundur er á 2. sæti á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Eldri borgarar Jónína Björk Óskarsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur frá upphafi barist fyrir hagsmunum eldra fólks. Nú í haust áður en Alþingi var rofið mælti Inga Sæland fyrir tveimur málum sem varða hagsmuni eldri borgara. Þetta voru frumvörp um annars vegar afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna og hins vegar hækkun almenns frítekjumarks vegna lífeyristekna úr 300.000 kr. upp í 1.200.000 kr. á ári, eða 100.000 kr. á mánuði. Þessi tvö mál eru meðal fyrstu mála sem við í Flokki fólksins mæltum fyrir þegar flokkurinn komst á Alþingi árið 2017, og eru þetta tvö af kjarnamálunum okkar. Þótt frítekjumark vegna atvinnutekna hafi verið hækkað á síðustu árum breytir það ekki þeirri stöðu að ef ellilífeyrisþegi fer umfram þetta mark þá skerðist ellilífeyrir hans um 45% af því sem umfram er, sem mætti jafna til hátekjuskatts. Það er ekki hægt að sjá að afnám þessarar reglu um skerðingar vegna atvinnutekna eldra fólks leiði til aukinna ríkisútgjalda og ávinningurinn er augljós. Rannsóknir hafa sýnt að virkni á efri árum stuðli að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Þess vegna höfum við ávallt talað fyrir því að eldra fólk hafi möguleika til að bæta kjör sín með því að vinna óskert. Eldri borgarar hafa sjálfir sparað fyrir lífeyrissjóðshlutdeild sinni. Í skerðingu bótagreiðslna á grundvelli lífeyristekna felst því skerðing á þeim hagsmunum sem eldra fólk hefur unnið sér inn með vinnu í gegnum lífið. Við í Flokki fólksins munum alltaf berjast gegn skerðingum. Það er verið að svipta eldra fólk eignarrétti sínum og áunnum réttindum sem okkur finnst til háborinnar skammar. Höfundur er á 2. sæti á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar