Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 15:26 Eldgosið hófst fyrir viku síðan. Vísir/Vilhelm Gasmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna eldgossins á Sundhnúkagígsröðinni, samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar. Í uppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að áfram sé einn gígur í gosinu virkur, en sá er austan við Stóra-Skógfell. Þá flæðir einn hrauntaumur enn til austurs í átt að Fagradalsfjalli. . Gosórói hefur haldist stöðugur undanfarinn sólarhring. Jafnframt kemur fram að með minnkandi gosvirkni hafi sig umhverfis Svartsengi minnkað. „Þar sem breytingar milli daga eru smávægilegar, þarf að skoða þróunina yfir nokkra daga til að meta hvort landris sé hafið að nýju. Í síðustu tveimur gosum tók það rúma viku áður en landris varð greinilegt eftir að sig hægði á sér. Því er líklegt að viðbótarmælingar í allt að viku verði nauðsynlegar til að meta hvort kvikusöfnun undir Svartsengi muni halda áfram.“ Í dag er spáð suðvestanátt og því mun mengun berast til norðausturs, mögulega á höfuðborgarsvæðið. Í kvöld er hins vegar vestanátt, og síðan norðvestanátt, og þá mun mengunin færast til austurs og svo suðausturs. Á morgun er spáð norðaustanátt, og mun mengun þá berast til suðvesturs. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir gróðureldum á gosstöðvunum. Nýtt hættumat mun taka gildi um miðjan föstudag, klukkan 15, að öllu óbreyttu. „Miðað við þróun gossins undanfarna daga og gasdreifingarspá hefur hættumatið tekið breytingum frá síðustu útgáfu. Helsta breytingin er á svæði 1 (Svartsengi) þar sem heildarhætta er nú metin töluverð (appelsínugult) en var áður mikil (rautt) og á svæði 4 (Grindavík) þar sem heildarhætta var áður töluverð (appelsínugult) en er nú metin nokkur (gult). Á svæði 1 (Svartsengi) er hætta á hraunflæði og gasmengun áfram metin mikil en hætta vegna gjósku er nú metin nokkur en var áður töluverð. Fyrir svæði 4 (Grindavík) er eina breytingin sú að hætta á gasmengun er nú metin „töluverð“ en var áður „mjög mikil“. Samkvæmt gasdreifingarspá eru líkur á gasmengun í Grindavík á föstudaginn 29. nóvember.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Loftgæði Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Í uppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að áfram sé einn gígur í gosinu virkur, en sá er austan við Stóra-Skógfell. Þá flæðir einn hrauntaumur enn til austurs í átt að Fagradalsfjalli. . Gosórói hefur haldist stöðugur undanfarinn sólarhring. Jafnframt kemur fram að með minnkandi gosvirkni hafi sig umhverfis Svartsengi minnkað. „Þar sem breytingar milli daga eru smávægilegar, þarf að skoða þróunina yfir nokkra daga til að meta hvort landris sé hafið að nýju. Í síðustu tveimur gosum tók það rúma viku áður en landris varð greinilegt eftir að sig hægði á sér. Því er líklegt að viðbótarmælingar í allt að viku verði nauðsynlegar til að meta hvort kvikusöfnun undir Svartsengi muni halda áfram.“ Í dag er spáð suðvestanátt og því mun mengun berast til norðausturs, mögulega á höfuðborgarsvæðið. Í kvöld er hins vegar vestanátt, og síðan norðvestanátt, og þá mun mengunin færast til austurs og svo suðausturs. Á morgun er spáð norðaustanátt, og mun mengun þá berast til suðvesturs. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir gróðureldum á gosstöðvunum. Nýtt hættumat mun taka gildi um miðjan föstudag, klukkan 15, að öllu óbreyttu. „Miðað við þróun gossins undanfarna daga og gasdreifingarspá hefur hættumatið tekið breytingum frá síðustu útgáfu. Helsta breytingin er á svæði 1 (Svartsengi) þar sem heildarhætta er nú metin töluverð (appelsínugult) en var áður mikil (rautt) og á svæði 4 (Grindavík) þar sem heildarhætta var áður töluverð (appelsínugult) en er nú metin nokkur (gult). Á svæði 1 (Svartsengi) er hætta á hraunflæði og gasmengun áfram metin mikil en hætta vegna gjósku er nú metin nokkur en var áður töluverð. Fyrir svæði 4 (Grindavík) er eina breytingin sú að hætta á gasmengun er nú metin „töluverð“ en var áður „mjög mikil“. Samkvæmt gasdreifingarspá eru líkur á gasmengun í Grindavík á föstudaginn 29. nóvember.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Loftgæði Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira