Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar 27. nóvember 2024 13:13 Ég bjó í 12 ár í Danmörku og flutti heim fyrir nokkrum árum. Það sem dró mig heim var sú taug sem við berum flest öll til Íslands, fjölskyldan, vinir, móðurmálið, menningin og náttúran. Það voru ekki kjörin á húsnæðislánum sem drógu mig heim, það var ekki verðbólgan eða biðlistar í heilbrigðiskerfinu. Satt best að segja skil ég þau sem hafa menntað sig erlendis og sjá ekki hag sinn í að flytja aftur heim. Staðreyndin er sú að Ísland á í samkeppni við nágrannalöndin okkar um ungt og hæfileikaríkt fólk. Eftir því sem það verður erfiðara að skapa sér framtíð hér á landi og því lengur sem það varir, því fleira og því hæfileikaríkara fólk missum við frá okkur. Breytum þessu Viðreisn var stofnuð með það að markmiði að skapa raunverulegar breytingar sem byggja á frelsi, mennsku og stöðugleika. Þegar ég flutti aftur heim sá ég samfélag sem getur gert svo miklu betur. Ég sá samfélag sem þarfnast nýrrar nálgunar – nálgunar sem byggir á trausti til einstaklingsins, öflugu velferðarkerfi og langtíma stöðugleika. Viðreisn var sá flokkur sem ég tengdi, og tengi, við þessi gildi. Stefna Viðreisnar vakti hjá mér von um að hægt væri að gera hlutina öðruvísi. Von um að við getum sett almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Von um að við getum losnað við hagsveiflur sem minna á rússíbanareið í Tivoli. Von um að við getum eytt biðlistum. Von um að fasteignakaup séu ekki áhættufjárfesting. Núna er komin tími til að hætta að sitja og vona. Ísland framtíðarinnar er innan seilingar, en það kemur ekki til okkar af sjálfu sér. Við verðum sjálf að stíga skrefin þangað. Fyrsta skrefið er að setja x við C í kjörklefanum. Við vitum hvað þarf að gera og við erum tilbúin í verkið. Höfundur er í 5. sæti Viðreisnar í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég bjó í 12 ár í Danmörku og flutti heim fyrir nokkrum árum. Það sem dró mig heim var sú taug sem við berum flest öll til Íslands, fjölskyldan, vinir, móðurmálið, menningin og náttúran. Það voru ekki kjörin á húsnæðislánum sem drógu mig heim, það var ekki verðbólgan eða biðlistar í heilbrigðiskerfinu. Satt best að segja skil ég þau sem hafa menntað sig erlendis og sjá ekki hag sinn í að flytja aftur heim. Staðreyndin er sú að Ísland á í samkeppni við nágrannalöndin okkar um ungt og hæfileikaríkt fólk. Eftir því sem það verður erfiðara að skapa sér framtíð hér á landi og því lengur sem það varir, því fleira og því hæfileikaríkara fólk missum við frá okkur. Breytum þessu Viðreisn var stofnuð með það að markmiði að skapa raunverulegar breytingar sem byggja á frelsi, mennsku og stöðugleika. Þegar ég flutti aftur heim sá ég samfélag sem getur gert svo miklu betur. Ég sá samfélag sem þarfnast nýrrar nálgunar – nálgunar sem byggir á trausti til einstaklingsins, öflugu velferðarkerfi og langtíma stöðugleika. Viðreisn var sá flokkur sem ég tengdi, og tengi, við þessi gildi. Stefna Viðreisnar vakti hjá mér von um að hægt væri að gera hlutina öðruvísi. Von um að við getum sett almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Von um að við getum losnað við hagsveiflur sem minna á rússíbanareið í Tivoli. Von um að við getum eytt biðlistum. Von um að fasteignakaup séu ekki áhættufjárfesting. Núna er komin tími til að hætta að sitja og vona. Ísland framtíðarinnar er innan seilingar, en það kemur ekki til okkar af sjálfu sér. Við verðum sjálf að stíga skrefin þangað. Fyrsta skrefið er að setja x við C í kjörklefanum. Við vitum hvað þarf að gera og við erum tilbúin í verkið. Höfundur er í 5. sæti Viðreisnar í Reykjavík Norður.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar