Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:02 Jæja, þetta gerðist. Stjórnmálafólk var spurt hvort íslenskt samfélag væri orðið of woke. Ég viðurkenni vonbrigði með svör sumra en var viðbúin öðrum. Ég spyr hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að samfélagið sé orðið „of woke“ þegar 40% allra kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir ofbeldi og samfélagið tekur ekki nógu hörðum höndum á því að ein helsta ógn kvenna séu karlar. Klámvæðing er að aukast sem alvarlegt vandamál og 58% stúlkna í 10. bekk hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi Þolendum er slaufað fyrir að kæra nauðgun á meðan gerendur fá greiðan aðgang að fjölmiðlum til að hreinsa mannorð sitt þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um sakleysi þeirra Meintir ofbeldismenn fá oft meiri spilun í útvarpi en konur eða komast í íþróttalandslið sem fyrirmyndir ungra drengja Öll þekkja þolendur en engin þekkir gerendur Fordómar og hatursorðræða gegn jaðarsettum hópum er að aukast Það má varla ræða þriðju vaktina eða vanmat á kvennastörfum vegna skilningsleysis einstaklinga sem stökkva strax í vörn Þolendur og aktívistar eru beitt ofbeldi fyrir að standa með öðrum þolendum Á meðan kvenmorð er orð sem við notum nú í auknum mæli þá held ég að við ættum að vera meira woke og vinna saman gegn því frekar en að eyða púðri í viðkvæma karla sem staðsetja sig gegn mannréttindabaráttu og stimpla hana sem „of woke“. Í ár hafa jafn mörg morð á stúlkum verið framin á Íslandi og í aldafjórðung þar á undan og þið eruð að grenja yfir woke-isma? Skammist ykkar. Ef við værum svona rosalega woke þá væri kynbundið ofbeldi ekki sá faraldur sem það er, launamunur kynjanna væri ekki til staðar, konum væri ekki að fjölga sem örorkulífeyrisþegum, feitt fólk yrði ekki fyrir líkamssmánun og mismunun innan heilbrigðiskerfisins, það væri ekki verið að gelta að trans fólki úti á götu, réttarkerfið myndi virka í málum er varða kynbundið ofbeldi og svona mætti lengi telja. Að trúa að samfélagið sé orðið „of woke“ því ofbeldismenn eru látnir sæta minniháttar ábyrgð með dómstóli götunnar er fásinna. Sú ábyrgð er oft réttlát krafa um að viðkomandi trani sér ekki fram við öll tækifæri í alla fjölmiðla landsins endalaust. Réttarkerfið er ekki í stakk búið til að gæta hagsmuna þolenda. Það veitir gerendum þar að auki tól til að beita þolendur sína áframhaldandi ofbeldi í formi kæru fyrir meiðyrði og/eða rangar sakargiftir, allt án þess að eitthvað bendi til þess að þolandi hafi logið. Þolendur mega ekki kæra, ræða um eða sækja stuðning vegna gerenda sinna án þess að vera hrakin úr bæjarfélögum, úr landinu, útskúfað, verða fyrir drusluskömmun og þar fram eftir götunum. Án sannana er hægt að slaufa þolendum án dóms og laga en gerendur eru saklausir uns sekt er sönnuð, oft þrátt fyrir sterkar vísbendingar um sekt og þið viljið meina að woke-ismi sé genginn of langt? Ég get lofað ykkur því að vandamál samfélagsins er ekki að meintir gerendur axli ábyrgð á gjörðum sínum. Við skulum leyfa þeim að axla smá sýnishorn af ábyrgð áður en við skælum yfir því að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið. Einbeitum okkur heldur að alvarlegri hlutum eins og t.d. af hverju þeir beita ofbeldi. Nei ég segi bara svona. Að taka hugtak sem var búið til af svörtu fólki í Bandaríkjunum til að gera fólk meðvitað um rasisma og misrétti og nota til að réttlæta fordómafullar skoðanir er þrotað. Eru þau sem staðsettu sig „miðlungs til já“ á skalanum „er Ísland orðið of woke?” þá þeirrar skoðunar að mannréttindabarátta sé gengin of langt? Þolendur og aðrir jaðarsettir hópar sem heyja mannréttindabaráttur eins og láglaunafólk, feitt fólk, fólk með fíknivanda, hinsegin fólk, fatlað fólk og fólk af erlendum uppruna á meira og betra skilið en að sjá flokka sem eiga að tala þeirra máli taka eins fjarstæðukennda afstöðu og þessa. Gerið betur, takk. Höfundur er aktívisti með sálfræðigráðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Jæja, þetta gerðist. Stjórnmálafólk var spurt hvort íslenskt samfélag væri orðið of woke. Ég viðurkenni vonbrigði með svör sumra en var viðbúin öðrum. Ég spyr hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að samfélagið sé orðið „of woke“ þegar 40% allra kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir ofbeldi og samfélagið tekur ekki nógu hörðum höndum á því að ein helsta ógn kvenna séu karlar. Klámvæðing er að aukast sem alvarlegt vandamál og 58% stúlkna í 10. bekk hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi Þolendum er slaufað fyrir að kæra nauðgun á meðan gerendur fá greiðan aðgang að fjölmiðlum til að hreinsa mannorð sitt þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um sakleysi þeirra Meintir ofbeldismenn fá oft meiri spilun í útvarpi en konur eða komast í íþróttalandslið sem fyrirmyndir ungra drengja Öll þekkja þolendur en engin þekkir gerendur Fordómar og hatursorðræða gegn jaðarsettum hópum er að aukast Það má varla ræða þriðju vaktina eða vanmat á kvennastörfum vegna skilningsleysis einstaklinga sem stökkva strax í vörn Þolendur og aktívistar eru beitt ofbeldi fyrir að standa með öðrum þolendum Á meðan kvenmorð er orð sem við notum nú í auknum mæli þá held ég að við ættum að vera meira woke og vinna saman gegn því frekar en að eyða púðri í viðkvæma karla sem staðsetja sig gegn mannréttindabaráttu og stimpla hana sem „of woke“. Í ár hafa jafn mörg morð á stúlkum verið framin á Íslandi og í aldafjórðung þar á undan og þið eruð að grenja yfir woke-isma? Skammist ykkar. Ef við værum svona rosalega woke þá væri kynbundið ofbeldi ekki sá faraldur sem það er, launamunur kynjanna væri ekki til staðar, konum væri ekki að fjölga sem örorkulífeyrisþegum, feitt fólk yrði ekki fyrir líkamssmánun og mismunun innan heilbrigðiskerfisins, það væri ekki verið að gelta að trans fólki úti á götu, réttarkerfið myndi virka í málum er varða kynbundið ofbeldi og svona mætti lengi telja. Að trúa að samfélagið sé orðið „of woke“ því ofbeldismenn eru látnir sæta minniháttar ábyrgð með dómstóli götunnar er fásinna. Sú ábyrgð er oft réttlát krafa um að viðkomandi trani sér ekki fram við öll tækifæri í alla fjölmiðla landsins endalaust. Réttarkerfið er ekki í stakk búið til að gæta hagsmuna þolenda. Það veitir gerendum þar að auki tól til að beita þolendur sína áframhaldandi ofbeldi í formi kæru fyrir meiðyrði og/eða rangar sakargiftir, allt án þess að eitthvað bendi til þess að þolandi hafi logið. Þolendur mega ekki kæra, ræða um eða sækja stuðning vegna gerenda sinna án þess að vera hrakin úr bæjarfélögum, úr landinu, útskúfað, verða fyrir drusluskömmun og þar fram eftir götunum. Án sannana er hægt að slaufa þolendum án dóms og laga en gerendur eru saklausir uns sekt er sönnuð, oft þrátt fyrir sterkar vísbendingar um sekt og þið viljið meina að woke-ismi sé genginn of langt? Ég get lofað ykkur því að vandamál samfélagsins er ekki að meintir gerendur axli ábyrgð á gjörðum sínum. Við skulum leyfa þeim að axla smá sýnishorn af ábyrgð áður en við skælum yfir því að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið. Einbeitum okkur heldur að alvarlegri hlutum eins og t.d. af hverju þeir beita ofbeldi. Nei ég segi bara svona. Að taka hugtak sem var búið til af svörtu fólki í Bandaríkjunum til að gera fólk meðvitað um rasisma og misrétti og nota til að réttlæta fordómafullar skoðanir er þrotað. Eru þau sem staðsettu sig „miðlungs til já“ á skalanum „er Ísland orðið of woke?” þá þeirrar skoðunar að mannréttindabarátta sé gengin of langt? Þolendur og aðrir jaðarsettir hópar sem heyja mannréttindabaráttur eins og láglaunafólk, feitt fólk, fólk með fíknivanda, hinsegin fólk, fatlað fólk og fólk af erlendum uppruna á meira og betra skilið en að sjá flokka sem eiga að tala þeirra máli taka eins fjarstæðukennda afstöðu og þessa. Gerið betur, takk. Höfundur er aktívisti með sálfræðigráðu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun