Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 14:02 Lífeyrissjóður Verslunarmanna fór með málið beint í Hæstarétt. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur skorið á hnútinn í deilu Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og sjóðfélaga vegna meintrar eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri. Eignafærslan er lögmæt. Niðurstaðan var kveðin upp í Hæstarétti klukkan 14. Dómurinn hefur verið birtur og hann má lesa hér. Í samantekt á dóminum segir að Hæstiréttur hafi talið að að þótt lífeyrissjóðurinn hefði getað brugðist við breyttum lífslíkum sjóðfélaga sinna með öðrum hætti þá hefðu breytingarnar stefnt að lögmætu markmiði, byggst á málefnalegum sjónarmiðum og gætt hefði verið að jafnræði og meðalhófi. Að því virtu hafi þær verið taldar vera innan þess svigrúms sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna nýtur, þær hefðu haft stoð í lögum og væru ekki í andstöðu við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála Evrópu. Fjöldi lífeyrissjóða undir Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LIVE fæddur árið 1982 þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Lífeyrissjóðir brugðust við öldrun þjóðarinnar Breytingarnar fólust í að sjóðurinn var að sögn LIVE að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Fengu að sleppa Landsrétti Lífeyrissjóður Verslunarmanna óskaði eftir leyfi til þess að fá að skjóta málinu beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Í ákvörðun Hæstaréttar, sem tekin var í febrúar þessa árs, sagði að að virtum gögnum málsins yrði að líta svo á að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá væru ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið gætu í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar yrði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Uppfært klukkan 15:20. Dómur Hæstaréttar hefur nú verið birtur og fyrirsögn fréttarinnar breytt til að endurspegla betur forsendur hans. Dómsmál Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Niðurstaðan var kveðin upp í Hæstarétti klukkan 14. Dómurinn hefur verið birtur og hann má lesa hér. Í samantekt á dóminum segir að Hæstiréttur hafi talið að að þótt lífeyrissjóðurinn hefði getað brugðist við breyttum lífslíkum sjóðfélaga sinna með öðrum hætti þá hefðu breytingarnar stefnt að lögmætu markmiði, byggst á málefnalegum sjónarmiðum og gætt hefði verið að jafnræði og meðalhófi. Að því virtu hafi þær verið taldar vera innan þess svigrúms sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna nýtur, þær hefðu haft stoð í lögum og væru ekki í andstöðu við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála Evrópu. Fjöldi lífeyrissjóða undir Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LIVE fæddur árið 1982 þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Lífeyrissjóðir brugðust við öldrun þjóðarinnar Breytingarnar fólust í að sjóðurinn var að sögn LIVE að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Fengu að sleppa Landsrétti Lífeyrissjóður Verslunarmanna óskaði eftir leyfi til þess að fá að skjóta málinu beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Í ákvörðun Hæstaréttar, sem tekin var í febrúar þessa árs, sagði að að virtum gögnum málsins yrði að líta svo á að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá væru ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið gætu í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar yrði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Uppfært klukkan 15:20. Dómur Hæstaréttar hefur nú verið birtur og fyrirsögn fréttarinnar breytt til að endurspegla betur forsendur hans.
Dómsmál Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira