Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar 27. nóvember 2024 08:10 Ísland hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stjórnmálamenn í áranna rás, þvert á stjórnmálaflokka, sem unnið hafa þrekvirki fyrir íslenska tungu, bókmenntir og íslensk menningarmál á breiðum grunni. Ég vil ekki halla á neinn þeirra þótt ég nefni og hampi nú sérstaklega hinum brennandi áhuga Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á okkar íslenska sagnaarfi. Eldhugi hennar hefur fengið ráðamenn annarra þjóða til að taka við sér, nú síðast til að styðja við þýska þýðingu sagnanna sem er í undirbúningi – verkefni sem stuðlar að aukinni virðingu fyrir menningararfi okkar á alþjóðavettvangi. Hún hefur einnig dregið Dani að samningaborðinu til að taka aftur upp viðræður um framtíðarfyrirkomulag á varðveislu íslensku handritanna í Árnasafni. Þá hefur Lilja Dögg beitt sér fyrir sem greiðustum rafrænum aðgangi að textum sagnanna um leið og hún hefur verið í fararbroddi máltækniáætlunar Íslands og greitt götu okkar inn á gólf leiðandi tölvurisa á því sviði. Ómetanlegur stuðningur Lilju Daggar við kvikmyndagerð hefur skilað fjölda stórverkefna til landsins sem styðja við þá innlendu kvikmyndagerð sem eykur nú hróður okkar víða um heim. Árangur Lilju Daggar byggist ekki síst á sýn hennar á mikilvægi samvinnu menningar og viðskipta – sem birtist í þeim breytingum sem hún beitti sér fyrir á skipan þessara málaflokka undir sínu ráðuneyti. Þótt íslenski fornsagnaarfurinn haldi uppi stöðugri landkynningu í háskólum úti um allan heim – í krafti þess að við höfum haldið úti öflugri íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta allt frá því að sérstakri deild á því sviði var komið á fót við Háskóla Íslands upp úr miðri síðustu öld – er mikilvægt að geta fylgt þeirri þekkingu og hlýhug eftir með sífelldri kynningu og miðlun á verkum þess listafólks og menningarforkólfa sem nú eru á dögum. Í kjölfarið skapast áhugi á að kaupa íslenskar útflutningsvörur og leggja leið sína til Íslands. Þannig verður sú sjálfsmynd og andlega auðlegð sem byggist á menningunni að fornu og nýju að þeim drifkrafti sem knýr efnahagslíf okkar fámennu eyþjóðar áfram. Þessi skýra heildarsýn Lilju Daggar og vilji til að leggja allt í sölurnar til að lyfta íslensku máli og menningu upp og bera á höndum sér til framtíðar gerir það að verkum að við verðum að fá að njóta krafta hennar áfram á Alþingi, landi, þjóð og tungu til heilla. Höfundur er sálfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Máltækni Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ísland hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stjórnmálamenn í áranna rás, þvert á stjórnmálaflokka, sem unnið hafa þrekvirki fyrir íslenska tungu, bókmenntir og íslensk menningarmál á breiðum grunni. Ég vil ekki halla á neinn þeirra þótt ég nefni og hampi nú sérstaklega hinum brennandi áhuga Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á okkar íslenska sagnaarfi. Eldhugi hennar hefur fengið ráðamenn annarra þjóða til að taka við sér, nú síðast til að styðja við þýska þýðingu sagnanna sem er í undirbúningi – verkefni sem stuðlar að aukinni virðingu fyrir menningararfi okkar á alþjóðavettvangi. Hún hefur einnig dregið Dani að samningaborðinu til að taka aftur upp viðræður um framtíðarfyrirkomulag á varðveislu íslensku handritanna í Árnasafni. Þá hefur Lilja Dögg beitt sér fyrir sem greiðustum rafrænum aðgangi að textum sagnanna um leið og hún hefur verið í fararbroddi máltækniáætlunar Íslands og greitt götu okkar inn á gólf leiðandi tölvurisa á því sviði. Ómetanlegur stuðningur Lilju Daggar við kvikmyndagerð hefur skilað fjölda stórverkefna til landsins sem styðja við þá innlendu kvikmyndagerð sem eykur nú hróður okkar víða um heim. Árangur Lilju Daggar byggist ekki síst á sýn hennar á mikilvægi samvinnu menningar og viðskipta – sem birtist í þeim breytingum sem hún beitti sér fyrir á skipan þessara málaflokka undir sínu ráðuneyti. Þótt íslenski fornsagnaarfurinn haldi uppi stöðugri landkynningu í háskólum úti um allan heim – í krafti þess að við höfum haldið úti öflugri íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta allt frá því að sérstakri deild á því sviði var komið á fót við Háskóla Íslands upp úr miðri síðustu öld – er mikilvægt að geta fylgt þeirri þekkingu og hlýhug eftir með sífelldri kynningu og miðlun á verkum þess listafólks og menningarforkólfa sem nú eru á dögum. Í kjölfarið skapast áhugi á að kaupa íslenskar útflutningsvörur og leggja leið sína til Íslands. Þannig verður sú sjálfsmynd og andlega auðlegð sem byggist á menningunni að fornu og nýju að þeim drifkrafti sem knýr efnahagslíf okkar fámennu eyþjóðar áfram. Þessi skýra heildarsýn Lilju Daggar og vilji til að leggja allt í sölurnar til að lyfta íslensku máli og menningu upp og bera á höndum sér til framtíðar gerir það að verkum að við verðum að fá að njóta krafta hennar áfram á Alþingi, landi, þjóð og tungu til heilla. Höfundur er sálfræðingur og tónlistarmaður.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun