Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar 27. nóvember 2024 08:10 Ísland hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stjórnmálamenn í áranna rás, þvert á stjórnmálaflokka, sem unnið hafa þrekvirki fyrir íslenska tungu, bókmenntir og íslensk menningarmál á breiðum grunni. Ég vil ekki halla á neinn þeirra þótt ég nefni og hampi nú sérstaklega hinum brennandi áhuga Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á okkar íslenska sagnaarfi. Eldhugi hennar hefur fengið ráðamenn annarra þjóða til að taka við sér, nú síðast til að styðja við þýska þýðingu sagnanna sem er í undirbúningi – verkefni sem stuðlar að aukinni virðingu fyrir menningararfi okkar á alþjóðavettvangi. Hún hefur einnig dregið Dani að samningaborðinu til að taka aftur upp viðræður um framtíðarfyrirkomulag á varðveislu íslensku handritanna í Árnasafni. Þá hefur Lilja Dögg beitt sér fyrir sem greiðustum rafrænum aðgangi að textum sagnanna um leið og hún hefur verið í fararbroddi máltækniáætlunar Íslands og greitt götu okkar inn á gólf leiðandi tölvurisa á því sviði. Ómetanlegur stuðningur Lilju Daggar við kvikmyndagerð hefur skilað fjölda stórverkefna til landsins sem styðja við þá innlendu kvikmyndagerð sem eykur nú hróður okkar víða um heim. Árangur Lilju Daggar byggist ekki síst á sýn hennar á mikilvægi samvinnu menningar og viðskipta – sem birtist í þeim breytingum sem hún beitti sér fyrir á skipan þessara málaflokka undir sínu ráðuneyti. Þótt íslenski fornsagnaarfurinn haldi uppi stöðugri landkynningu í háskólum úti um allan heim – í krafti þess að við höfum haldið úti öflugri íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta allt frá því að sérstakri deild á því sviði var komið á fót við Háskóla Íslands upp úr miðri síðustu öld – er mikilvægt að geta fylgt þeirri þekkingu og hlýhug eftir með sífelldri kynningu og miðlun á verkum þess listafólks og menningarforkólfa sem nú eru á dögum. Í kjölfarið skapast áhugi á að kaupa íslenskar útflutningsvörur og leggja leið sína til Íslands. Þannig verður sú sjálfsmynd og andlega auðlegð sem byggist á menningunni að fornu og nýju að þeim drifkrafti sem knýr efnahagslíf okkar fámennu eyþjóðar áfram. Þessi skýra heildarsýn Lilju Daggar og vilji til að leggja allt í sölurnar til að lyfta íslensku máli og menningu upp og bera á höndum sér til framtíðar gerir það að verkum að við verðum að fá að njóta krafta hennar áfram á Alþingi, landi, þjóð og tungu til heilla. Höfundur er sálfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Máltækni Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Sjá meira
Ísland hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stjórnmálamenn í áranna rás, þvert á stjórnmálaflokka, sem unnið hafa þrekvirki fyrir íslenska tungu, bókmenntir og íslensk menningarmál á breiðum grunni. Ég vil ekki halla á neinn þeirra þótt ég nefni og hampi nú sérstaklega hinum brennandi áhuga Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á okkar íslenska sagnaarfi. Eldhugi hennar hefur fengið ráðamenn annarra þjóða til að taka við sér, nú síðast til að styðja við þýska þýðingu sagnanna sem er í undirbúningi – verkefni sem stuðlar að aukinni virðingu fyrir menningararfi okkar á alþjóðavettvangi. Hún hefur einnig dregið Dani að samningaborðinu til að taka aftur upp viðræður um framtíðarfyrirkomulag á varðveislu íslensku handritanna í Árnasafni. Þá hefur Lilja Dögg beitt sér fyrir sem greiðustum rafrænum aðgangi að textum sagnanna um leið og hún hefur verið í fararbroddi máltækniáætlunar Íslands og greitt götu okkar inn á gólf leiðandi tölvurisa á því sviði. Ómetanlegur stuðningur Lilju Daggar við kvikmyndagerð hefur skilað fjölda stórverkefna til landsins sem styðja við þá innlendu kvikmyndagerð sem eykur nú hróður okkar víða um heim. Árangur Lilju Daggar byggist ekki síst á sýn hennar á mikilvægi samvinnu menningar og viðskipta – sem birtist í þeim breytingum sem hún beitti sér fyrir á skipan þessara málaflokka undir sínu ráðuneyti. Þótt íslenski fornsagnaarfurinn haldi uppi stöðugri landkynningu í háskólum úti um allan heim – í krafti þess að við höfum haldið úti öflugri íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta allt frá því að sérstakri deild á því sviði var komið á fót við Háskóla Íslands upp úr miðri síðustu öld – er mikilvægt að geta fylgt þeirri þekkingu og hlýhug eftir með sífelldri kynningu og miðlun á verkum þess listafólks og menningarforkólfa sem nú eru á dögum. Í kjölfarið skapast áhugi á að kaupa íslenskar útflutningsvörur og leggja leið sína til Íslands. Þannig verður sú sjálfsmynd og andlega auðlegð sem byggist á menningunni að fornu og nýju að þeim drifkrafti sem knýr efnahagslíf okkar fámennu eyþjóðar áfram. Þessi skýra heildarsýn Lilju Daggar og vilji til að leggja allt í sölurnar til að lyfta íslensku máli og menningu upp og bera á höndum sér til framtíðar gerir það að verkum að við verðum að fá að njóta krafta hennar áfram á Alþingi, landi, þjóð og tungu til heilla. Höfundur er sálfræðingur og tónlistarmaður.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun