Innlent

Sauð upp úr í morgunumferðinni

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ökumenn tveggja bifreiða létu skapið hlaupa með sig í gönur í morgunumferðinni í morgun.
Ökumenn tveggja bifreiða létu skapið hlaupa með sig í gönur í morgunumferðinni í morgun. Vísir/Vilhelm

Lögreglan var kölluð til í hverfi 108 í morgun vegna ágreinings tveggja ökumanna sem létu skapið hlaupa með sig í gönur í morgunumferðinni. Lögreglumenn ræddu við báða aðila og stilltu til friðar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þá var tilkynnt um ferðamenn að ganga örna sinna í fjöru í Garðabæ. Rætt var við aðila á vettvangi.

Nokkrir voru kærðir fyrir að nota síma án handfrjáls búnaðar.

Eitthvað var um innbrot og þjófnað úr verslunum, og ógnandi aðila á almannafæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×