Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þá var tilkynnt um ferðamenn að ganga örna sinna í fjöru í Garðabæ. Rætt var við aðila á vettvangi.
Nokkrir voru kærðir fyrir að nota síma án handfrjáls búnaðar.
Eitthvað var um innbrot og þjófnað úr verslunum, og ógnandi aðila á almannafæri.