XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson og Kári Allansson skrifa 26. nóvember 2024 14:42 Lýðræðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur með þjóðvitund. Það er grundvallarforsenda stefnu Lýðræðisflokksins að menn hugsi betur um eigin peninga en um annarra manna peninga. Ríkið á því ekki að taka peninga af borgurunum nema það sé nauðsynlegt. Einstaklingsfrelsi er er almennt best varið með markaðshagkerfi þar sem framboð og eftirspurn ráða för. Lýðræðisflokkurinn vill þó vernda landbúnað og orkuinnviði sérstaklega. Markmið Lýðræðisflokksins heilt yfir er að taka peninga og vald af stjórnmálamönnum og skila aftur til fólksins. Flokkurinn hefur talað um að skera útgjöld ríkisins niður um 20%. Hér fyrir neðan eru nokkrar niðurskurðartillögur á punktaformi en tölurnar eru fengnar úr fjárlögum 2025. Ferðaþjónustan rúmlega 2,6 milljarðar – getur ferðaþjónustan ekki staðið undir sér sjálf? Vísindi, rannsóknir og nýsköpun rúmlega 30 milljarðar – þetta á heima hjá atvinnulífinu en ekki hjá Áslaugu Örnu ráðherra. Háskólastigið um 70 milljarðar – þarna þarf að taka til. Hvers vegna á sjómaður í Bolungarvík að niðurgreiða nám í kynjafræði fyrir nemanda í Reykjavík? Það eru of margir háskólar og tengja þarf námsframboð háskólanna við eftirspurn í samfélaginu. Menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál rúmlega 24 milljarðar – við viljum að skattborgarar geti ráðið hverja það styrkir með skattafsláttum án afskipta ríkisins. Þannig myndi potturinn stækka upp í a.m.k. 77 milljarða. Hælisleitendakerfið rúmlega 15 milljarðar – við erum eini flokkurinn sem ætlar að leggja kerfið niður en taka aðeins á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna rúmir 15 milljarðar – setja þarf hagsmuni Íslendinga í fyrsta sæti. Mætti endurskoða þegar Íslendingar eru orðnir aflögufærir. Loftslags- og orkusjóður og kolefnisgjald rúmlega 21 milljarður – Ísland er búið að skila sínu framlagi nú þegar sem eitt grænasta land í heimi. Fjölmiðlar rúmlega 7 milljarðar – ríkið á ekki að eiga, reka eða styrkja fjölmiðla. Betri samgöngur rúmlega 6 og hálfur milljarður – rúmlega 300 milljarðar með Borgarlínu – það er algjört rugl! Vegagerðin rúmlega 45 milljarðar – hvað erum við að fá fyrir þessa peninga – einhvern minnisvarða um Sigurð Inga yfir Ölfusá? Má ekki setja þetta allt í einkaframkvæmd? Styrkveitingar ráðuneyta og undirstofnana til frjálsra félagasamtaka rúmlega 2,5 milljarðar – býður bara upp á spillingu. Sameining stofnana rúmlega 2 milljarðar – er það nokkur spurning? Erfðafjárskattur afnuminn rúmlega 12 milljarðar – ósanngjarn skattur. Að auki má nefna ýmsar tillögur Viðskiptaráðs Íslands (Hallalaus fjárlög: Níu hagræðingartillögur Viðskiptaráðs | Viðskiptaráð Íslands) þ.á.m. 3% aðhaldskröfu á suma málaflokka, Mannréttindastofnun Íslands, stofnanir Sameinuðu þjóðanna, og uppbyggingarsjóð EES. Síðast en ekki síst verður að nefna stuðning við Úkraínu fyrir 25,5 milljarða, þar á meðal vopnkaup, á tímabilinu 2022 til 2028. Ísland gekk í NATO á þeirri forsendu að landið hefði engan her og væri vopnlaust. Til þess að geta lækkað skatta og gjöld á fólk og fyrirtæki verður að skera niður. Einnig vill Lýðræðisflokkurinn fella niður alla tolla sem ekki eru verndartollar. Við ætlum ekki að skera niður í t.d. grunn- og framhaldsskólum, landbúnaðarkerfinu, almannatryggingum, heilbrigðiskerfinu, öldrunarmálum og í löggæslu. Þvert á móti ætlum við að forgangsraða rétt í þágu geðheilbrigðis og barna, auka útgjöld til löggæslumála og refsivörslukerfisins, auk þess að afnema skerðingar vegna tekna örorku- og ellilífeyrisþega. Ef þú vilt breytingar, verður þú að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundar eru í efstu sætum Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur með þjóðvitund. Það er grundvallarforsenda stefnu Lýðræðisflokksins að menn hugsi betur um eigin peninga en um annarra manna peninga. Ríkið á því ekki að taka peninga af borgurunum nema það sé nauðsynlegt. Einstaklingsfrelsi er er almennt best varið með markaðshagkerfi þar sem framboð og eftirspurn ráða för. Lýðræðisflokkurinn vill þó vernda landbúnað og orkuinnviði sérstaklega. Markmið Lýðræðisflokksins heilt yfir er að taka peninga og vald af stjórnmálamönnum og skila aftur til fólksins. Flokkurinn hefur talað um að skera útgjöld ríkisins niður um 20%. Hér fyrir neðan eru nokkrar niðurskurðartillögur á punktaformi en tölurnar eru fengnar úr fjárlögum 2025. Ferðaþjónustan rúmlega 2,6 milljarðar – getur ferðaþjónustan ekki staðið undir sér sjálf? Vísindi, rannsóknir og nýsköpun rúmlega 30 milljarðar – þetta á heima hjá atvinnulífinu en ekki hjá Áslaugu Örnu ráðherra. Háskólastigið um 70 milljarðar – þarna þarf að taka til. Hvers vegna á sjómaður í Bolungarvík að niðurgreiða nám í kynjafræði fyrir nemanda í Reykjavík? Það eru of margir háskólar og tengja þarf námsframboð háskólanna við eftirspurn í samfélaginu. Menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál rúmlega 24 milljarðar – við viljum að skattborgarar geti ráðið hverja það styrkir með skattafsláttum án afskipta ríkisins. Þannig myndi potturinn stækka upp í a.m.k. 77 milljarða. Hælisleitendakerfið rúmlega 15 milljarðar – við erum eini flokkurinn sem ætlar að leggja kerfið niður en taka aðeins á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna rúmir 15 milljarðar – setja þarf hagsmuni Íslendinga í fyrsta sæti. Mætti endurskoða þegar Íslendingar eru orðnir aflögufærir. Loftslags- og orkusjóður og kolefnisgjald rúmlega 21 milljarður – Ísland er búið að skila sínu framlagi nú þegar sem eitt grænasta land í heimi. Fjölmiðlar rúmlega 7 milljarðar – ríkið á ekki að eiga, reka eða styrkja fjölmiðla. Betri samgöngur rúmlega 6 og hálfur milljarður – rúmlega 300 milljarðar með Borgarlínu – það er algjört rugl! Vegagerðin rúmlega 45 milljarðar – hvað erum við að fá fyrir þessa peninga – einhvern minnisvarða um Sigurð Inga yfir Ölfusá? Má ekki setja þetta allt í einkaframkvæmd? Styrkveitingar ráðuneyta og undirstofnana til frjálsra félagasamtaka rúmlega 2,5 milljarðar – býður bara upp á spillingu. Sameining stofnana rúmlega 2 milljarðar – er það nokkur spurning? Erfðafjárskattur afnuminn rúmlega 12 milljarðar – ósanngjarn skattur. Að auki má nefna ýmsar tillögur Viðskiptaráðs Íslands (Hallalaus fjárlög: Níu hagræðingartillögur Viðskiptaráðs | Viðskiptaráð Íslands) þ.á.m. 3% aðhaldskröfu á suma málaflokka, Mannréttindastofnun Íslands, stofnanir Sameinuðu þjóðanna, og uppbyggingarsjóð EES. Síðast en ekki síst verður að nefna stuðning við Úkraínu fyrir 25,5 milljarða, þar á meðal vopnkaup, á tímabilinu 2022 til 2028. Ísland gekk í NATO á þeirri forsendu að landið hefði engan her og væri vopnlaust. Til þess að geta lækkað skatta og gjöld á fólk og fyrirtæki verður að skera niður. Einnig vill Lýðræðisflokkurinn fella niður alla tolla sem ekki eru verndartollar. Við ætlum ekki að skera niður í t.d. grunn- og framhaldsskólum, landbúnaðarkerfinu, almannatryggingum, heilbrigðiskerfinu, öldrunarmálum og í löggæslu. Þvert á móti ætlum við að forgangsraða rétt í þágu geðheilbrigðis og barna, auka útgjöld til löggæslumála og refsivörslukerfisins, auk þess að afnema skerðingar vegna tekna örorku- og ellilífeyrisþega. Ef þú vilt breytingar, verður þú að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundar eru í efstu sætum Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun