Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar 26. nóvember 2024 14:10 Það er víst ekki keppt í því enda ekki hægt að dæma heilar þjóðir. Til þess erum við of ólík en ef það væri keppni ættum við alveg séns á að verða best í heimi í því eins og svo mörgu öðru. Miðað við fólksfjölda. Heimska er flughált hugtak en það vill svo vel til að höfundur er þar á heimavelli. Ég ætla því bara að nefna 6 vísbendingar en láta þig um að meta stöðuna. 1. Við Íslendingar framleiðum mest af rafmagni í heiminum miðað við höfðatölu. 15 sinnum meira á mann á ári en meðaltal heimsins. (2023) 2. Við veiðum 1.6 % af villtum fiski í heiminum. (2022.) Við erum 0.0047% mannkyns. 3. Það komu hingað 5.79 ferðamenn á hvern Íslending árið 2023. Frakkland sem fær flesta ferðamenn allra ríkja heimsins fékk sama ár 1.49 ferðamann á hvern íbúa. Orkan okkar, fiskurinn okkar, landið okkar. Erum við rík? Þá er það seinni hluti listans sem líka þarf að senda inn í keppnina ef við ætlum okkur að vinna. Listinn gæti verið lengri en þetta er bara stuttur útdráttur fyrir dómnefndina. Þig. 4. Þrettán prósent íslenskra barna eru fátæk. 5. Það eru langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu. (30 mánaða bið eftir greiningu á barni sem þarf stuðning er dæmi sem heyrði ég í dag.) Öfugt við nágrannalöndin er okkar kerfi ekki gjaldfrjálst. 6. Félagslegar íbúðir eru hlutfallslega fæstar á Íslandi í Vestur Evrópu. Íbúar landsins sem eiga ekki mikinn pening eru á valdi fjármagnseiganda, vaxtaokurs og brasks. Börnin okkar, veikasta fólkið okkar, gamla fólkið okkar. Erum við heimsk? Tvö þjóðskálda okkar (EB og HL) töluðu um heimsku á þessum nótum, að horfa aðgerðalaus á lífsbjörgina synda framhjá sér og að sá í akur óvinar síns allt sitt líf. Það eru að koma kosningar, valdið er fólksins í smá stund. Sérhagsmunagæslu gengið er tilbúið, hoppandi spennt að halda áfram. Næst á að gefa firðina okkar og stela rokinu okkar. Þjóð sem hefur alltaf haft það í fangið mun sakna þess. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er víst ekki keppt í því enda ekki hægt að dæma heilar þjóðir. Til þess erum við of ólík en ef það væri keppni ættum við alveg séns á að verða best í heimi í því eins og svo mörgu öðru. Miðað við fólksfjölda. Heimska er flughált hugtak en það vill svo vel til að höfundur er þar á heimavelli. Ég ætla því bara að nefna 6 vísbendingar en láta þig um að meta stöðuna. 1. Við Íslendingar framleiðum mest af rafmagni í heiminum miðað við höfðatölu. 15 sinnum meira á mann á ári en meðaltal heimsins. (2023) 2. Við veiðum 1.6 % af villtum fiski í heiminum. (2022.) Við erum 0.0047% mannkyns. 3. Það komu hingað 5.79 ferðamenn á hvern Íslending árið 2023. Frakkland sem fær flesta ferðamenn allra ríkja heimsins fékk sama ár 1.49 ferðamann á hvern íbúa. Orkan okkar, fiskurinn okkar, landið okkar. Erum við rík? Þá er það seinni hluti listans sem líka þarf að senda inn í keppnina ef við ætlum okkur að vinna. Listinn gæti verið lengri en þetta er bara stuttur útdráttur fyrir dómnefndina. Þig. 4. Þrettán prósent íslenskra barna eru fátæk. 5. Það eru langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu. (30 mánaða bið eftir greiningu á barni sem þarf stuðning er dæmi sem heyrði ég í dag.) Öfugt við nágrannalöndin er okkar kerfi ekki gjaldfrjálst. 6. Félagslegar íbúðir eru hlutfallslega fæstar á Íslandi í Vestur Evrópu. Íbúar landsins sem eiga ekki mikinn pening eru á valdi fjármagnseiganda, vaxtaokurs og brasks. Börnin okkar, veikasta fólkið okkar, gamla fólkið okkar. Erum við heimsk? Tvö þjóðskálda okkar (EB og HL) töluðu um heimsku á þessum nótum, að horfa aðgerðalaus á lífsbjörgina synda framhjá sér og að sá í akur óvinar síns allt sitt líf. Það eru að koma kosningar, valdið er fólksins í smá stund. Sérhagsmunagæslu gengið er tilbúið, hoppandi spennt að halda áfram. Næst á að gefa firðina okkar og stela rokinu okkar. Þjóð sem hefur alltaf haft það í fangið mun sakna þess. Höfundur er hönnuður.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun