Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar 26. nóvember 2024 12:43 Fjárlagafrumvarp með sjö milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar var samþykkt á Alþingi af tveimur stjórnmálaflokkum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn þeirra höfðu ekki umboð þjóðarinnar til slíkra verka. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa þeir aðeins 20% stuðning kjósenda, eru langt frá því að njóta trausts þjóðarinnar. Þjóðinn vill ekki taka þátt í vopnakaupum Fyrir fáeinum mánuðum valdi þjóðin forseta sem í kosningabaráttu sinni hafnaði alfarið vopnakaupum og tók afgerandi afstöðu með átaki til friðar. Sagðist heyra mikinn samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi. Vopnakaup væru hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið. Öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Við ættum að hjálpa með öðrum hætti en að senda vopn á vígvöllinn og vel væri hægt að semja um aðrar lausnir en þær að fjármagna vopnakaup. Þessi friðarboðskapur Höllu Tómasdóttur átti vafalaust stóran þátt í að hún náði kjöri sem forseti Íslands. Lofaði að gefa þjóðinni úrslitaatkvæði Halla Tómasdóttir birti þennan texta um málsskotsrétt forseta á heimasíðu sinni fyrir forsetaframboðið 2024: "Forseti Íslands hefur samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar heimild til að vísa lögum í dóm þjóðarinnar. Málskotsrétturinn er mikilvægur öryggisventill, sem Halla er staðráðin í að nýta ef svo virðist sem gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar. Hún telur mikilvægt að umgangast málskotsréttinn af virðingu og minnir á að forseta beri að hlusta vel á öll sjónarmið áður en komist er að þeirri niðurstöðu að þjóðin þurfi að hafa úrslitavald með atkvæðagreiðslu um hvort lögin öðlast gildi. Þetta gætu verið tilvik á borð við mannréttindi og grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða eins og var í tilfelli Icesave." Í Forystusæti RÚV varðandi málskotsrétt forseta segist Halla muni standa í lappir ef þörf er á. Ólafur Ragnar hafi gert rétt í að synja Icesave-samningum staðfestingar. „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ Í kappræðum mbl.is 31 maí sagði Halla Tómasdóttir: “Og nú spyr þjóðin um málskotsréttinn vegna þess að traustið á Alþingi er lágt og ég óttast ekki að nýta hann,“. Vopnakaupin eru landráð Vopnakaup þvert á þjóðarvilja, ekki til varnar landsins, fjármögnuð af skattfé Íslendinga, til styrjaldar í fjarlægu landi utan NATO, eru um leið stríðsyfirlýsing og ögrun gegn stórveldi búið kjarnorkuvopnum sem hefur hótað að svara fyrir sig. Þannig er Íslenskri þjóð stefnt í verulega hættu af glannalegum stjórnarathöfnum. Vopnakaupin eru á skjön við þjóðaröryggisstefnu landsins, NATO samninginn og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að stofna öryggi ríkisins í hættu með stuðningi við erlent ríki eru landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Rökfærslur fyrir landráði komu fram í tveimur umsögnum til Alþingis um Fjárlagafrumvarpið sem lágu fyrir þegar vopnakaupin voru samþykkt þar í trássi við vilja þjóðarinnar af þingmönnum starfsstjórnar sem njóta ekki lengur trausts almennings. Í umsögnum Friðar 2000 og Hildar Þórðardóttur fyrrum forsetaframbjóðanda sem stutt var af lögfræðiáliti voru færð rök fyrir því hversvegna vopnakaupin eru landráð. Mun forseti Íslands standa vörð um framtíð þjóðarinnar? Mun Halla Tómasdóttir beita málsskotsréttinum til að afstýra því stórslysi að rótgróin Íslensk friðarmenning víki fyrir ofbeldisfullri heimsvaldastefnu og viðskiptahagsmunum hergagnaframleiðanda sem hafa þjóð okkar og leiðtoga að leiksoppi? Eftir að hafa skoðað með lögmönnum vopnakaupin sem þegar hafa átt sér stað, og þá milljarða aukningu sem ráðgerð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025 er það niðurstaða Alþjóðastofnunarinnar Friðar 2000 að ráðamenn hafi framið landráð. Mun Halla Tómasdóttir svíkja kjósendur? Mun Halla standa við kosningaloforðin og hafna vopnakaupum? Eða mun hún sem forseti að svíkja sína kjósendur og sjálf fremja landráð? Sem forseti hlýtur Halla Tómasdóttir einnig að taka tillit til þess að gjá hefur myndast á milli þings og þjóðar. Nú er komin upp sú staða að alþingismenn sem njóta ekki verulegs stuðnings meðal þjóðarinnar hafa lagt á ráðin með vopnakaup Íslendinga. Hvorki þessir alþingismenn né forseti Íslands hafa umboð til vopnakaupa frá þjóðinni. Halla Tómasdóttir hefur ekki svarað Friður 2000 hefur sent erindi til forseta Íslands ásamt undirskriftum á annað þúsund Íslendinga og leitað eftir afgerandi svari við því hvað forsetinn ætli að gera nú þegar vopnakaupin koma til henn ákvörðunar. Þrátt fyrir ítrekanir og símtöl hefur svar ekki borist. Á vefnum www.austurvollur.is má finna nánari upplýsingar. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp með sjö milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar var samþykkt á Alþingi af tveimur stjórnmálaflokkum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn þeirra höfðu ekki umboð þjóðarinnar til slíkra verka. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa þeir aðeins 20% stuðning kjósenda, eru langt frá því að njóta trausts þjóðarinnar. Þjóðinn vill ekki taka þátt í vopnakaupum Fyrir fáeinum mánuðum valdi þjóðin forseta sem í kosningabaráttu sinni hafnaði alfarið vopnakaupum og tók afgerandi afstöðu með átaki til friðar. Sagðist heyra mikinn samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi. Vopnakaup væru hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið. Öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Við ættum að hjálpa með öðrum hætti en að senda vopn á vígvöllinn og vel væri hægt að semja um aðrar lausnir en þær að fjármagna vopnakaup. Þessi friðarboðskapur Höllu Tómasdóttur átti vafalaust stóran þátt í að hún náði kjöri sem forseti Íslands. Lofaði að gefa þjóðinni úrslitaatkvæði Halla Tómasdóttir birti þennan texta um málsskotsrétt forseta á heimasíðu sinni fyrir forsetaframboðið 2024: "Forseti Íslands hefur samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar heimild til að vísa lögum í dóm þjóðarinnar. Málskotsrétturinn er mikilvægur öryggisventill, sem Halla er staðráðin í að nýta ef svo virðist sem gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar. Hún telur mikilvægt að umgangast málskotsréttinn af virðingu og minnir á að forseta beri að hlusta vel á öll sjónarmið áður en komist er að þeirri niðurstöðu að þjóðin þurfi að hafa úrslitavald með atkvæðagreiðslu um hvort lögin öðlast gildi. Þetta gætu verið tilvik á borð við mannréttindi og grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða eins og var í tilfelli Icesave." Í Forystusæti RÚV varðandi málskotsrétt forseta segist Halla muni standa í lappir ef þörf er á. Ólafur Ragnar hafi gert rétt í að synja Icesave-samningum staðfestingar. „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ Í kappræðum mbl.is 31 maí sagði Halla Tómasdóttir: “Og nú spyr þjóðin um málskotsréttinn vegna þess að traustið á Alþingi er lágt og ég óttast ekki að nýta hann,“. Vopnakaupin eru landráð Vopnakaup þvert á þjóðarvilja, ekki til varnar landsins, fjármögnuð af skattfé Íslendinga, til styrjaldar í fjarlægu landi utan NATO, eru um leið stríðsyfirlýsing og ögrun gegn stórveldi búið kjarnorkuvopnum sem hefur hótað að svara fyrir sig. Þannig er Íslenskri þjóð stefnt í verulega hættu af glannalegum stjórnarathöfnum. Vopnakaupin eru á skjön við þjóðaröryggisstefnu landsins, NATO samninginn og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að stofna öryggi ríkisins í hættu með stuðningi við erlent ríki eru landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Rökfærslur fyrir landráði komu fram í tveimur umsögnum til Alþingis um Fjárlagafrumvarpið sem lágu fyrir þegar vopnakaupin voru samþykkt þar í trássi við vilja þjóðarinnar af þingmönnum starfsstjórnar sem njóta ekki lengur trausts almennings. Í umsögnum Friðar 2000 og Hildar Þórðardóttur fyrrum forsetaframbjóðanda sem stutt var af lögfræðiáliti voru færð rök fyrir því hversvegna vopnakaupin eru landráð. Mun forseti Íslands standa vörð um framtíð þjóðarinnar? Mun Halla Tómasdóttir beita málsskotsréttinum til að afstýra því stórslysi að rótgróin Íslensk friðarmenning víki fyrir ofbeldisfullri heimsvaldastefnu og viðskiptahagsmunum hergagnaframleiðanda sem hafa þjóð okkar og leiðtoga að leiksoppi? Eftir að hafa skoðað með lögmönnum vopnakaupin sem þegar hafa átt sér stað, og þá milljarða aukningu sem ráðgerð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025 er það niðurstaða Alþjóðastofnunarinnar Friðar 2000 að ráðamenn hafi framið landráð. Mun Halla Tómasdóttir svíkja kjósendur? Mun Halla standa við kosningaloforðin og hafna vopnakaupum? Eða mun hún sem forseti að svíkja sína kjósendur og sjálf fremja landráð? Sem forseti hlýtur Halla Tómasdóttir einnig að taka tillit til þess að gjá hefur myndast á milli þings og þjóðar. Nú er komin upp sú staða að alþingismenn sem njóta ekki verulegs stuðnings meðal þjóðarinnar hafa lagt á ráðin með vopnakaup Íslendinga. Hvorki þessir alþingismenn né forseti Íslands hafa umboð til vopnakaupa frá þjóðinni. Halla Tómasdóttir hefur ekki svarað Friður 2000 hefur sent erindi til forseta Íslands ásamt undirskriftum á annað þúsund Íslendinga og leitað eftir afgerandi svari við því hvað forsetinn ætli að gera nú þegar vopnakaupin koma til henn ákvörðunar. Þrátt fyrir ítrekanir og símtöl hefur svar ekki borist. Á vefnum www.austurvollur.is má finna nánari upplýsingar. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun