Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:12 Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. Þetta er af margvíslegum ástæðum td. vegna þess að fólk vill eiga kost á fjarvinnu, vill lifa hæglætislífi eða jafnvel eiga í hlut eldri borgarar sem vilja dvelja meira í húsi sem þeir hafa byggt og sinnt af natni í gegnum áratugina. Svo má ekki gleyma þeim sem telja sig hafa fundið lausn á himinháu húsnæðis- og leiguverði, efnaminna fólk. Sveitarfélög hafa tekið misvel í þessa þróun mála. Fólkið sem býr í þessum húsum fær ekki lögheimilið sitt skráð þar og er því flokkað sem „óstaðsett í hús" eða er ranglega að skrá sig með lögheimili hjá vandamönnum, jafnvel í öðru sveitarfélagi. Hægt væri að hugsa sér lausn á þessum vanda með því að hægt væri að skrá sig með A- og B-búsetu. A-búseta væri hefðbundin skráning eins og hún er í dag en B-búseta væri fyrir fólk í fyrrnefndum aðstæðum sem væri þó með skerta þjónustu frá sveitarfélaginu, sem það væri þá meðvitað um. Þetta yrði líklega takmarkaður hópur sem myndi nýta sér þennan kost. Slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér ákveðinn ávinning, meðal annars að hægt væri að staðsetja fólk réttilega bæði út frá stjórnsýslu ríkisins en einnig ef vá kemur upp. Þetta hefði einnig þann ávinning að ríki, sveitarfélög og aðrir hagaðilar gætu komið sér saman um hvers konar þjónustu B-búseta fengi þrátt fyrir þau gjöld sem þau væru að greiða fremur en að það fólk væri utan kerfisins. Slíkt gæti líka orðið til þess að aðstoða efnaminna fólk ef sveitarfélag vissi af þeim skráðum á svæðinu. Miðflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar og góðar lausnir á húsnæðisvandanum. Markmiðið þar er að endurvekja hina hefðbundnu séreignastefnu þar sem þeir sem vilja geta eignast húsnæði en þeir sem vilja geti leigt. Það húsnæði væri hefðbundið íbúðarhúsnæði. Þessi hugmynd að lausn er einungis hugsuð til þess að leysa þann vanda sem nú er fyrir hendi og lifir í einskonar limbói stjórnsýslunnar. Höfundur er lögfræðingur og kúabóndi og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. Þetta er af margvíslegum ástæðum td. vegna þess að fólk vill eiga kost á fjarvinnu, vill lifa hæglætislífi eða jafnvel eiga í hlut eldri borgarar sem vilja dvelja meira í húsi sem þeir hafa byggt og sinnt af natni í gegnum áratugina. Svo má ekki gleyma þeim sem telja sig hafa fundið lausn á himinháu húsnæðis- og leiguverði, efnaminna fólk. Sveitarfélög hafa tekið misvel í þessa þróun mála. Fólkið sem býr í þessum húsum fær ekki lögheimilið sitt skráð þar og er því flokkað sem „óstaðsett í hús" eða er ranglega að skrá sig með lögheimili hjá vandamönnum, jafnvel í öðru sveitarfélagi. Hægt væri að hugsa sér lausn á þessum vanda með því að hægt væri að skrá sig með A- og B-búsetu. A-búseta væri hefðbundin skráning eins og hún er í dag en B-búseta væri fyrir fólk í fyrrnefndum aðstæðum sem væri þó með skerta þjónustu frá sveitarfélaginu, sem það væri þá meðvitað um. Þetta yrði líklega takmarkaður hópur sem myndi nýta sér þennan kost. Slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér ákveðinn ávinning, meðal annars að hægt væri að staðsetja fólk réttilega bæði út frá stjórnsýslu ríkisins en einnig ef vá kemur upp. Þetta hefði einnig þann ávinning að ríki, sveitarfélög og aðrir hagaðilar gætu komið sér saman um hvers konar þjónustu B-búseta fengi þrátt fyrir þau gjöld sem þau væru að greiða fremur en að það fólk væri utan kerfisins. Slíkt gæti líka orðið til þess að aðstoða efnaminna fólk ef sveitarfélag vissi af þeim skráðum á svæðinu. Miðflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar og góðar lausnir á húsnæðisvandanum. Markmiðið þar er að endurvekja hina hefðbundnu séreignastefnu þar sem þeir sem vilja geta eignast húsnæði en þeir sem vilja geti leigt. Það húsnæði væri hefðbundið íbúðarhúsnæði. Þessi hugmynd að lausn er einungis hugsuð til þess að leysa þann vanda sem nú er fyrir hendi og lifir í einskonar limbói stjórnsýslunnar. Höfundur er lögfræðingur og kúabóndi og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar