„Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar 26. nóvember 2024 08:52 Ég hef lengi haft þessi skrif í kollinum því það er erfitt að sannfæra og rökstyðja við nokkurn mann orðið það sem mælir gegn neyslu kjötafurða, jafnvel þó kvalræði dýranna blasi við í öllum kjötkælum verslana þar sem þau liggja sundurbútuð í plastumbúðum skreyttum af flinkum hönnuðum svo þau rati í maga landsmanna. Mér finnst gaman og sérstaklega áhugavert að sækja í klassískar röksemdir gegn dýraáti, sem oft eru aldagamlar en í góðu gildi. Þegar ég rak augun í merk skrif Óskars Valtýssonar hér í skoðun á visir.isHamborgarhryggur minnst viðeigandi jólamatur ákvað ég að láta slag standa og birta margra mánaða gamla hugleiðingu mína. Við Óskar þekkjumst í áratug í gegnum dýraverndina og er hann með skörpustu, beittustu og rökföstustu pennum á þeim vettvangi. ,, Sjá , ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. Þannig hljóðar merkileg setning í fyrstu Mósebók, sem lýsir sköpun heimsins. Þarna er verið að vísa til þess að Guð hafi skapað jurtir o.fl. sem vex úr jörðinni fyrir manninn til að nærast á. - Undarlegt nokk en hinn kristni heimur hefur ekki haft burði til að skilja þessa sáraeinföldu yfirlýsingu og dýradráp til manneldis hefur aldrei verið meira. Hvergi nokkursstaðar í hinum heilaga riti er sagt að Guð hafi skapað dýrin til að eta þau. Margir í hinu heilaga riti og síðar allt til dagsins í dag klikkuðu á þessum fyrirmæli þ.á.m. sjálfur bróðir minn og mesti áhrifavaldur mankynssögunnar, Jesú bróðir besti. Hann var ekki fullkominn greyið frekar en ég en þræl göldróttur þegar hann breytti vatni yfir í vín. Ég öfunda hann svolítið af þeim hæfileika. Það er alvöru áhrifavaldur að breyta vatni í vín og fá heila ríkisstjórn (lærisveinana) til drykkju með sér. Það hefur engin nútíma áhrifamaður með trilljón fylgjendur á samfélagsmiðlum leikið eftir honum. Máske taka þeir nú upp hanskann fyrir dýrin fyrir þessi jól. Hvet alla landsmenn til að kveðja kjötátið um næststærstu hátíð kristinna manna og eta með góðri samvisku. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Jól Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi haft þessi skrif í kollinum því það er erfitt að sannfæra og rökstyðja við nokkurn mann orðið það sem mælir gegn neyslu kjötafurða, jafnvel þó kvalræði dýranna blasi við í öllum kjötkælum verslana þar sem þau liggja sundurbútuð í plastumbúðum skreyttum af flinkum hönnuðum svo þau rati í maga landsmanna. Mér finnst gaman og sérstaklega áhugavert að sækja í klassískar röksemdir gegn dýraáti, sem oft eru aldagamlar en í góðu gildi. Þegar ég rak augun í merk skrif Óskars Valtýssonar hér í skoðun á visir.isHamborgarhryggur minnst viðeigandi jólamatur ákvað ég að láta slag standa og birta margra mánaða gamla hugleiðingu mína. Við Óskar þekkjumst í áratug í gegnum dýraverndina og er hann með skörpustu, beittustu og rökföstustu pennum á þeim vettvangi. ,, Sjá , ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. Þannig hljóðar merkileg setning í fyrstu Mósebók, sem lýsir sköpun heimsins. Þarna er verið að vísa til þess að Guð hafi skapað jurtir o.fl. sem vex úr jörðinni fyrir manninn til að nærast á. - Undarlegt nokk en hinn kristni heimur hefur ekki haft burði til að skilja þessa sáraeinföldu yfirlýsingu og dýradráp til manneldis hefur aldrei verið meira. Hvergi nokkursstaðar í hinum heilaga riti er sagt að Guð hafi skapað dýrin til að eta þau. Margir í hinu heilaga riti og síðar allt til dagsins í dag klikkuðu á þessum fyrirmæli þ.á.m. sjálfur bróðir minn og mesti áhrifavaldur mankynssögunnar, Jesú bróðir besti. Hann var ekki fullkominn greyið frekar en ég en þræl göldróttur þegar hann breytti vatni yfir í vín. Ég öfunda hann svolítið af þeim hæfileika. Það er alvöru áhrifavaldur að breyta vatni í vín og fá heila ríkisstjórn (lærisveinana) til drykkju með sér. Það hefur engin nútíma áhrifamaður með trilljón fylgjendur á samfélagsmiðlum leikið eftir honum. Máske taka þeir nú upp hanskann fyrir dýrin fyrir þessi jól. Hvet alla landsmenn til að kveðja kjötátið um næststærstu hátíð kristinna manna og eta með góðri samvisku. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar