Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur sextán ára pilti vegna hnífstunguárásar sem átti sér stað við Skúlagötu á Menningarnótt, 24. ágúst síðastliðinn. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá.
Hin sautján ára gamla Bryndís Klara Birgisdóttir lést eftir árásina og tvö önnur ungmenni særðust.
Vísir greindi frá því fyrr í dag að rannsókn lögreglunnar á stunguárásinni væri lokið og að lögregla væri búin að senda gögn málsins til héraðssakóknara.
Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar, sagði í samtali við fréttastofu að pilturinn væri enn í gæsluvarðhaldi.