Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 10:51 Ástandið í Gaza er skelfilegt og kallar á tafarlaus viðbrögð. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst aðgerðum Ísraels á Gaza sem þjóðarmorði, þar sem fjöldi brota gegn alþjóðalögum og mannréttindum hefur verið staðfestur. Í skýrslu skrifstofunnar kemur fram að Ísrael hafi stundað hnitmiðaðar árásir á almennar byggingar og hjálparstarfsmenn, beitt hungursneyð sem vopni og framkvæmt hóprefsingar gegn palestínskri þjóð. Kerfisbundin eyðilegging innviða, svo sem vatns- og hreinlætisaðstöðu, mun hafa langvarandi áhrif á líf fólks á svæðinu. Á sama tíma hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag (ICC) gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, ásamt öðrum leiðtogum Hamas. Þeir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna aðgerða sem hafa haft hörmuleg áhrif á saklaust fólk í Gaza. Handtökuskipanir ICC eru mikilvæg áminning um ábyrgð leiðtoga í átökum og gætu haft víðtækar afleiðingar. Ísland, sem aðildarríki ICC, ber lagalega skyldu til að framfylgja þessum handtökuskipunum ef þeir ferðast til landsins. Vinstri græn, sem byggja stefnu sína meðal annars á friðarhyggju og mannréttindum, hafa látið rödd sína heyrast í þessu samhengi. Á nýafstöðnum landsfundi samþykkti flokkurinn ályktun þar sem aðgerðir Ísraels eru fordæmdar og kallað eftir refsiaðgerðum gegn ríkinu. Nú, þegar ástandið hefur versnað til muna, er ljóst að næsta skref er að sýna í verki skýra andstöðu við brot Ísraelsríkis á alþjóðalögum og mannréttindum með því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Við styðjum sömuleiðis málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael og teljum hana mikilvægt skref í baráttunni fyrir réttlæti og ábyrgð á alþjóðavettvangi. Þingmenn Vinstri grænna lögðu fram þingsályktunartillögu á nýliðnu þingi sem kallar eftir viðskiptaþvingunum á Ísrael til að þrýsta á ríkið um að virða alþjóðalög. Þetta er ekki bara spurning um réttlæti heldur um skyldur. Ísland hefur siðferðislega og lagalega ábyrgð til að fordæma stríðsglæpi og þjóðarmorð og styðja refsiaðgerðir og málshöfðanir gegn brotum. Með því sendir Ísland skýr skilaboð um að mannréttindi og réttlæti séu ófrávíkjanlegar grunnstoðir samfélags okkar. Í dag boðar Félagið Ísland-Palestína til ljósagöngu frá Hallgrímskirkju að Alþingi. Söfnumst saman fyrir framan Hallgrímskirkju kl. 16 og göngum niður Skólavörðustíg kl. 16:20 að Alþingi. Ég hvet öll til að koma og sýna samstöðu. Í kvöld er svo opinn fundur um málefni Palestínu með fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Yfirskrift fundarins er Ábyrgð Íslands í alþjóðasamfélaginu: Gaza og framtíðin. Þetta er mikilvægur vettvangur til að ræða ábyrgð Íslands og hvernig við getum stuðlað að friði og réttlæti. Við skulum muna að aðgerðarleysi jafngildir samþykki. Það er skýlaus krafa að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða nú þegar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og frambjóðandi í 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Dögg Davíðsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Ástandið í Gaza er skelfilegt og kallar á tafarlaus viðbrögð. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst aðgerðum Ísraels á Gaza sem þjóðarmorði, þar sem fjöldi brota gegn alþjóðalögum og mannréttindum hefur verið staðfestur. Í skýrslu skrifstofunnar kemur fram að Ísrael hafi stundað hnitmiðaðar árásir á almennar byggingar og hjálparstarfsmenn, beitt hungursneyð sem vopni og framkvæmt hóprefsingar gegn palestínskri þjóð. Kerfisbundin eyðilegging innviða, svo sem vatns- og hreinlætisaðstöðu, mun hafa langvarandi áhrif á líf fólks á svæðinu. Á sama tíma hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag (ICC) gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, ásamt öðrum leiðtogum Hamas. Þeir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna aðgerða sem hafa haft hörmuleg áhrif á saklaust fólk í Gaza. Handtökuskipanir ICC eru mikilvæg áminning um ábyrgð leiðtoga í átökum og gætu haft víðtækar afleiðingar. Ísland, sem aðildarríki ICC, ber lagalega skyldu til að framfylgja þessum handtökuskipunum ef þeir ferðast til landsins. Vinstri græn, sem byggja stefnu sína meðal annars á friðarhyggju og mannréttindum, hafa látið rödd sína heyrast í þessu samhengi. Á nýafstöðnum landsfundi samþykkti flokkurinn ályktun þar sem aðgerðir Ísraels eru fordæmdar og kallað eftir refsiaðgerðum gegn ríkinu. Nú, þegar ástandið hefur versnað til muna, er ljóst að næsta skref er að sýna í verki skýra andstöðu við brot Ísraelsríkis á alþjóðalögum og mannréttindum með því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Við styðjum sömuleiðis málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael og teljum hana mikilvægt skref í baráttunni fyrir réttlæti og ábyrgð á alþjóðavettvangi. Þingmenn Vinstri grænna lögðu fram þingsályktunartillögu á nýliðnu þingi sem kallar eftir viðskiptaþvingunum á Ísrael til að þrýsta á ríkið um að virða alþjóðalög. Þetta er ekki bara spurning um réttlæti heldur um skyldur. Ísland hefur siðferðislega og lagalega ábyrgð til að fordæma stríðsglæpi og þjóðarmorð og styðja refsiaðgerðir og málshöfðanir gegn brotum. Með því sendir Ísland skýr skilaboð um að mannréttindi og réttlæti séu ófrávíkjanlegar grunnstoðir samfélags okkar. Í dag boðar Félagið Ísland-Palestína til ljósagöngu frá Hallgrímskirkju að Alþingi. Söfnumst saman fyrir framan Hallgrímskirkju kl. 16 og göngum niður Skólavörðustíg kl. 16:20 að Alþingi. Ég hvet öll til að koma og sýna samstöðu. Í kvöld er svo opinn fundur um málefni Palestínu með fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Yfirskrift fundarins er Ábyrgð Íslands í alþjóðasamfélaginu: Gaza og framtíðin. Þetta er mikilvægur vettvangur til að ræða ábyrgð Íslands og hvernig við getum stuðlað að friði og réttlæti. Við skulum muna að aðgerðarleysi jafngildir samþykki. Það er skýlaus krafa að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða nú þegar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og frambjóðandi í 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar