Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 10:51 Ástandið í Gaza er skelfilegt og kallar á tafarlaus viðbrögð. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst aðgerðum Ísraels á Gaza sem þjóðarmorði, þar sem fjöldi brota gegn alþjóðalögum og mannréttindum hefur verið staðfestur. Í skýrslu skrifstofunnar kemur fram að Ísrael hafi stundað hnitmiðaðar árásir á almennar byggingar og hjálparstarfsmenn, beitt hungursneyð sem vopni og framkvæmt hóprefsingar gegn palestínskri þjóð. Kerfisbundin eyðilegging innviða, svo sem vatns- og hreinlætisaðstöðu, mun hafa langvarandi áhrif á líf fólks á svæðinu. Á sama tíma hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag (ICC) gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, ásamt öðrum leiðtogum Hamas. Þeir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna aðgerða sem hafa haft hörmuleg áhrif á saklaust fólk í Gaza. Handtökuskipanir ICC eru mikilvæg áminning um ábyrgð leiðtoga í átökum og gætu haft víðtækar afleiðingar. Ísland, sem aðildarríki ICC, ber lagalega skyldu til að framfylgja þessum handtökuskipunum ef þeir ferðast til landsins. Vinstri græn, sem byggja stefnu sína meðal annars á friðarhyggju og mannréttindum, hafa látið rödd sína heyrast í þessu samhengi. Á nýafstöðnum landsfundi samþykkti flokkurinn ályktun þar sem aðgerðir Ísraels eru fordæmdar og kallað eftir refsiaðgerðum gegn ríkinu. Nú, þegar ástandið hefur versnað til muna, er ljóst að næsta skref er að sýna í verki skýra andstöðu við brot Ísraelsríkis á alþjóðalögum og mannréttindum með því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Við styðjum sömuleiðis málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael og teljum hana mikilvægt skref í baráttunni fyrir réttlæti og ábyrgð á alþjóðavettvangi. Þingmenn Vinstri grænna lögðu fram þingsályktunartillögu á nýliðnu þingi sem kallar eftir viðskiptaþvingunum á Ísrael til að þrýsta á ríkið um að virða alþjóðalög. Þetta er ekki bara spurning um réttlæti heldur um skyldur. Ísland hefur siðferðislega og lagalega ábyrgð til að fordæma stríðsglæpi og þjóðarmorð og styðja refsiaðgerðir og málshöfðanir gegn brotum. Með því sendir Ísland skýr skilaboð um að mannréttindi og réttlæti séu ófrávíkjanlegar grunnstoðir samfélags okkar. Í dag boðar Félagið Ísland-Palestína til ljósagöngu frá Hallgrímskirkju að Alþingi. Söfnumst saman fyrir framan Hallgrímskirkju kl. 16 og göngum niður Skólavörðustíg kl. 16:20 að Alþingi. Ég hvet öll til að koma og sýna samstöðu. Í kvöld er svo opinn fundur um málefni Palestínu með fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Yfirskrift fundarins er Ábyrgð Íslands í alþjóðasamfélaginu: Gaza og framtíðin. Þetta er mikilvægur vettvangur til að ræða ábyrgð Íslands og hvernig við getum stuðlað að friði og réttlæti. Við skulum muna að aðgerðarleysi jafngildir samþykki. Það er skýlaus krafa að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða nú þegar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og frambjóðandi í 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Dögg Davíðsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ástandið í Gaza er skelfilegt og kallar á tafarlaus viðbrögð. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst aðgerðum Ísraels á Gaza sem þjóðarmorði, þar sem fjöldi brota gegn alþjóðalögum og mannréttindum hefur verið staðfestur. Í skýrslu skrifstofunnar kemur fram að Ísrael hafi stundað hnitmiðaðar árásir á almennar byggingar og hjálparstarfsmenn, beitt hungursneyð sem vopni og framkvæmt hóprefsingar gegn palestínskri þjóð. Kerfisbundin eyðilegging innviða, svo sem vatns- og hreinlætisaðstöðu, mun hafa langvarandi áhrif á líf fólks á svæðinu. Á sama tíma hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag (ICC) gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, ásamt öðrum leiðtogum Hamas. Þeir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna aðgerða sem hafa haft hörmuleg áhrif á saklaust fólk í Gaza. Handtökuskipanir ICC eru mikilvæg áminning um ábyrgð leiðtoga í átökum og gætu haft víðtækar afleiðingar. Ísland, sem aðildarríki ICC, ber lagalega skyldu til að framfylgja þessum handtökuskipunum ef þeir ferðast til landsins. Vinstri græn, sem byggja stefnu sína meðal annars á friðarhyggju og mannréttindum, hafa látið rödd sína heyrast í þessu samhengi. Á nýafstöðnum landsfundi samþykkti flokkurinn ályktun þar sem aðgerðir Ísraels eru fordæmdar og kallað eftir refsiaðgerðum gegn ríkinu. Nú, þegar ástandið hefur versnað til muna, er ljóst að næsta skref er að sýna í verki skýra andstöðu við brot Ísraelsríkis á alþjóðalögum og mannréttindum með því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Við styðjum sömuleiðis málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael og teljum hana mikilvægt skref í baráttunni fyrir réttlæti og ábyrgð á alþjóðavettvangi. Þingmenn Vinstri grænna lögðu fram þingsályktunartillögu á nýliðnu þingi sem kallar eftir viðskiptaþvingunum á Ísrael til að þrýsta á ríkið um að virða alþjóðalög. Þetta er ekki bara spurning um réttlæti heldur um skyldur. Ísland hefur siðferðislega og lagalega ábyrgð til að fordæma stríðsglæpi og þjóðarmorð og styðja refsiaðgerðir og málshöfðanir gegn brotum. Með því sendir Ísland skýr skilaboð um að mannréttindi og réttlæti séu ófrávíkjanlegar grunnstoðir samfélags okkar. Í dag boðar Félagið Ísland-Palestína til ljósagöngu frá Hallgrímskirkju að Alþingi. Söfnumst saman fyrir framan Hallgrímskirkju kl. 16 og göngum niður Skólavörðustíg kl. 16:20 að Alþingi. Ég hvet öll til að koma og sýna samstöðu. Í kvöld er svo opinn fundur um málefni Palestínu með fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Yfirskrift fundarins er Ábyrgð Íslands í alþjóðasamfélaginu: Gaza og framtíðin. Þetta er mikilvægur vettvangur til að ræða ábyrgð Íslands og hvernig við getum stuðlað að friði og réttlæti. Við skulum muna að aðgerðarleysi jafngildir samþykki. Það er skýlaus krafa að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða nú þegar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og frambjóðandi í 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun