Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 15:30 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm Samningaviðræður í kjaradeilu lækna eru komnar á lokastig. Nýr taktur blasir við í kjaradeilu kennara eftir að samningsaðilar fundu sameiginlega grundvöll í gær. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. „Það er ekkert búið fyrr en allt er búið,“ ítrekar hann þó. Eins og greint hefur verið frá er mikið að gera í Karphúsinu um þessar mundir. Samninganefndir Kennarasambands Íslands og sveitarfélaga hafa fundað síðan klukkan tólf en samninganefndir lækna og ríkis hafa fundað í húsinu frá klukkan 9:30. Verið að teikna upp kjarasamning Ástráður segist reikna með því að samninganefndir lækna og ríkisins muni funda eitthvað fram á kvöld en allt kapp er lagt á að ná samningum áður en verkfall skellur á á miðnætti. Verið sé að teikna upp kjarasamning í þessum töluðu orðum. „Það er mjög góður gangur í því máli og allir vinna hörðum höndum að því að koma saman kjarasamningi sem að við vonum að geti komið í veg fyrir að það komi til verkfalla. Það er ekki útséð um það ennþá en við allavega erum enn þá að djöflast í þessu. Við erum bara mjög langt komin í því,“ segir Ástráður. Ertu vongóður um að það verði komist að niðurstöðu fyrir miðnætti? „Ég er alltaf vongóður, það er mitt millinafn.“ Samkomulag gærdagsins breyti miklu Hann segir stöðuna í kjaradeilu kennara vera komna á betri veg eftir að samningsaðilar fundu sameiginlegan grundvöll fyrir framhald viðræðna í gær. Nýr taktur sé viðræðunum. „Þar erum við bara að vinna við það að koma þeirri vinnu, sem við ákváðum í gær, af stað en það er miklu skemmra komið. Vinnulaginu var breytt í gær og við erum að vinna vinnu sem er nær því að vera til þess fallin að leiða af sér kjarasamning en áður.“ Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. „Það er ekkert búið fyrr en allt er búið,“ ítrekar hann þó. Eins og greint hefur verið frá er mikið að gera í Karphúsinu um þessar mundir. Samninganefndir Kennarasambands Íslands og sveitarfélaga hafa fundað síðan klukkan tólf en samninganefndir lækna og ríkis hafa fundað í húsinu frá klukkan 9:30. Verið að teikna upp kjarasamning Ástráður segist reikna með því að samninganefndir lækna og ríkisins muni funda eitthvað fram á kvöld en allt kapp er lagt á að ná samningum áður en verkfall skellur á á miðnætti. Verið sé að teikna upp kjarasamning í þessum töluðu orðum. „Það er mjög góður gangur í því máli og allir vinna hörðum höndum að því að koma saman kjarasamningi sem að við vonum að geti komið í veg fyrir að það komi til verkfalla. Það er ekki útséð um það ennþá en við allavega erum enn þá að djöflast í þessu. Við erum bara mjög langt komin í því,“ segir Ástráður. Ertu vongóður um að það verði komist að niðurstöðu fyrir miðnætti? „Ég er alltaf vongóður, það er mitt millinafn.“ Samkomulag gærdagsins breyti miklu Hann segir stöðuna í kjaradeilu kennara vera komna á betri veg eftir að samningsaðilar fundu sameiginlegan grundvöll fyrir framhald viðræðna í gær. Nýr taktur sé viðræðunum. „Þar erum við bara að vinna við það að koma þeirri vinnu, sem við ákváðum í gær, af stað en það er miklu skemmra komið. Vinnulaginu var breytt í gær og við erum að vinna vinnu sem er nær því að vera til þess fallin að leiða af sér kjarasamning en áður.“
Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira