Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 06:02 Síðustu daga hefur verið býsna kalt á Íslandi. Fólk vaknaði og þurfti að skafa af bílnum og hafði væntanlega miðstöðina á fullu á leiðinni í vinnu eða skóla í baráttunni við kuldann. Þetta er auðvitað ekkert nýtt og það er kannski óraunhæft að ætlast til þess að næsta ríkisstjórn nái fullri stjórn á veðrinu. Við í Viðreisn ætlum okkur hins vegar að ná stjórn á fjölmörgu öðru og þannig tryggja að ungt fólk sjái hag sinn í að búa á Íslandi. Á síðasta ári fluttu nefnilega 3.025 íslenskir ríkisborgarar, 18 til 35 ára gamlir, frá landi. Ég efast um að það hafi verið eingöngu vegna veðurs. Það er allt svo dýrt hérna Langvarandi verðbólga og hátt vaxtastig eru ein helsta ástæðan fyrir því að ungt fólk flytur frá landi. Ef þú getur ekki keypt þér eða leigt íbúð í heimalandinu leitarðu eðlilega á önnur mið. Fæstir vilja búa í foreldrahúsum fram á fimmtugsaldur, og margir eiga einfaldlega ekki kost á að búa hjá foreldrum sínum. Við í Viðreisn leggjum höfuðáherslu á að lækka vexti og minnka verðbólgu. Hér þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og ná jafnvægi í ríkisfjármálunum. Það gengur ekki lengur að reka ríkissjóð á yfirdrætti og greiða milljarða á milljarða ofan í vexti af skuldum ríkisins. Gert er ráð fyrir nærri 60 milljarða króna halla á fjárlögum næsta árs. Þetta eru 60 milljarðar króna sem ríkið ætlar að eyða en á ekki. Í verðbólguumræðunni síðustu ár hefur reglulega verið hvatt til færri ferða til Tenerife. Ímyndið ykkur hvað þið gætuð farið oft til Tene fyrir 60 milljarða. Við í Viðreisn ætlum ekki bara að rétta af ríkisreksturinn til að ná böndum á vexti og verðbólgu. Við munum einnig losa ríkisjarðir fyrir húsnæðisuppbyggingu, en þannig má byggja um 3.000 nýjar íbúðir. En við þurfum líka að breyta mörgu öðru. Ég ætla samt ekki að láta freistast til að fara í smáatriðum yfir það sem við viljum breyta og bæta varðandi geðheilbrigðismál, biðlista barna, aðgengi að menntun, Menntasjóð námsmanna, fæðingarorlof og margt fleira. Annars næðir þú ekki að klára að lesa greinina fyrr en eftir kosningar. Lífvænlegt Ísland Sjálfri langar mig ekki að flytja úr landi, jafnvel þótt mér hafi verið ískalt í morgun. Ég vil þvert á móti leggja mitt af mörkum til þess að gera fólki kleift að búa áfram á Íslandi. Einmitt það viljum við í Viðreisn gera. Við munum standa vörð um hagsmuni ungs fólks (á öllum aldri) svo fólk geti unnið hér og stundað nám, keypt sér eða leigt húsnæði á eðlilegu verði, eignast börn og sótt þá þjónustu sem það þarf. Setjum X við C í kjörkassanum 30. nóvember, já eða fyrr ef þið viljið kjósa utan kjörfundar. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið býsna kalt á Íslandi. Fólk vaknaði og þurfti að skafa af bílnum og hafði væntanlega miðstöðina á fullu á leiðinni í vinnu eða skóla í baráttunni við kuldann. Þetta er auðvitað ekkert nýtt og það er kannski óraunhæft að ætlast til þess að næsta ríkisstjórn nái fullri stjórn á veðrinu. Við í Viðreisn ætlum okkur hins vegar að ná stjórn á fjölmörgu öðru og þannig tryggja að ungt fólk sjái hag sinn í að búa á Íslandi. Á síðasta ári fluttu nefnilega 3.025 íslenskir ríkisborgarar, 18 til 35 ára gamlir, frá landi. Ég efast um að það hafi verið eingöngu vegna veðurs. Það er allt svo dýrt hérna Langvarandi verðbólga og hátt vaxtastig eru ein helsta ástæðan fyrir því að ungt fólk flytur frá landi. Ef þú getur ekki keypt þér eða leigt íbúð í heimalandinu leitarðu eðlilega á önnur mið. Fæstir vilja búa í foreldrahúsum fram á fimmtugsaldur, og margir eiga einfaldlega ekki kost á að búa hjá foreldrum sínum. Við í Viðreisn leggjum höfuðáherslu á að lækka vexti og minnka verðbólgu. Hér þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og ná jafnvægi í ríkisfjármálunum. Það gengur ekki lengur að reka ríkissjóð á yfirdrætti og greiða milljarða á milljarða ofan í vexti af skuldum ríkisins. Gert er ráð fyrir nærri 60 milljarða króna halla á fjárlögum næsta árs. Þetta eru 60 milljarðar króna sem ríkið ætlar að eyða en á ekki. Í verðbólguumræðunni síðustu ár hefur reglulega verið hvatt til færri ferða til Tenerife. Ímyndið ykkur hvað þið gætuð farið oft til Tene fyrir 60 milljarða. Við í Viðreisn ætlum ekki bara að rétta af ríkisreksturinn til að ná böndum á vexti og verðbólgu. Við munum einnig losa ríkisjarðir fyrir húsnæðisuppbyggingu, en þannig má byggja um 3.000 nýjar íbúðir. En við þurfum líka að breyta mörgu öðru. Ég ætla samt ekki að láta freistast til að fara í smáatriðum yfir það sem við viljum breyta og bæta varðandi geðheilbrigðismál, biðlista barna, aðgengi að menntun, Menntasjóð námsmanna, fæðingarorlof og margt fleira. Annars næðir þú ekki að klára að lesa greinina fyrr en eftir kosningar. Lífvænlegt Ísland Sjálfri langar mig ekki að flytja úr landi, jafnvel þótt mér hafi verið ískalt í morgun. Ég vil þvert á móti leggja mitt af mörkum til þess að gera fólki kleift að búa áfram á Íslandi. Einmitt það viljum við í Viðreisn gera. Við munum standa vörð um hagsmuni ungs fólks (á öllum aldri) svo fólk geti unnið hér og stundað nám, keypt sér eða leigt húsnæði á eðlilegu verði, eignast börn og sótt þá þjónustu sem það þarf. Setjum X við C í kjörkassanum 30. nóvember, já eða fyrr ef þið viljið kjósa utan kjörfundar. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar