„Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar 24. nóvember 2024 14:01 Elsku fallega íslenska þjóðin mín, bæði gömul og ný, ung og miðaldra, nýja og/eða innfædda og öll þau sem eru tilbúin að læra, hlusta og heyra. Í vikunni hlustaði ég á kosningaþátt á Rás 2 þar sem leiðtogar allra flokka í kjördæminu Reykjavíkur suður komu saman og ræddu málin. Eitt af spurningunum var innflytjendamálin. Stjórnendur þáttarins og viðmælendur töluðu ítrekað, og allt of oft, um „útlendingar“ og „þetta fólk“. Þetta stakk mig frekar mikið að ég er knúin til að skrifa opinberlega um þetta. Ekki nóg með það heldur töluðu stjórnmálamenn stundum um „útlendinga“ og „þetta fólk“ í sömu setningu eða samhengi við inngildingu. Sem er auðvitað vanþekking og skammarlegt að heyra. En stjórnmálaflokkar sjálfsagt þurfa ekki neina innflytjendur á lista enda vita Íslendingar miklu betur hvernig þetta allt á að vera (kaldhæðni). Vinsamlegast, og vil meina innilega vinsamlegast, öll þið sem notið hugtakið útlendingar, hættið að kalla fólk, sem er búið að búa hér árum saman, útlendinga. Þau eru ekki útlendingar heldur innflytjendur! Þó ég sé af erlendum uppruna þá er ég ekki útlendingur heldur innflytjandi. Ég flutti frá öðru landi inn í þetta land, Ísland. Ég er flutt inn, ekki út. Útlendingar geta verið ferðamenn en ekki fólk sem sest að hér á landi. Tala nú ekki um fólk sem er búið að búa hér tugi ára. Í öðru lagi, vinsamlegast hættið að kalla innflytjendur „þetta fólk“. Hvaða „þetta fólk“? Hvað er átt við með því? Með að vísa í „þetta fólk“ eruð þið að gefa til kynna að innflytjendur séu einhvern veginn öðruvísi fólk en allir hinir. „Þetta fólk“ hefur nafn og eru kallaðir innflytjendur. Mjög fín íslensk orð. Venjist því vinsamlegast og prófið að nota fallega tungumálið okkar á annan hátt en að smætta einstaklinga af erlendum uppruna. Því þetta er auðvitað ekkert annað en smættun. Inngilding (e. inclusion) er síðan hugtak sem þýðir að tilheyra. Þú ert inni í einhverju og samþykktur sem slíkur. Hluti af einhverju. Innflytjendur og aðrir samfélagsþegnar í samfélaginu eru hluti af heildinni. Þau eru að tilheyra samfélaginu. Nei, enginn er að tala um aðlögun að innflytjendum né um að Íslendingar þurfi að breyta einu né neinu þegar við erum tala um inngildingu. Heldur vera móttækileg fyrir að opna samfélagið og taka tillit til annarra. Leyfa þeim að vera hluti af samfélaginu. Inngilding er þegar þú þekkir þína menningu, gildi og veist hver þú ert þá áttu auðvelt með að meðtaka og virða aðra og framandi menningarheima. Þetta snýst um að vita hvaðan þú kemur svo þú getir tekist á við hvaðan aðrir koma. Sýna þeim skilning, tillit og virðingu. En þú þarft ekki að breyta neinu frekar en þú vilt. Endilega takið þessum skrifum alvarlega. Því við getum aldrei orðið eitt og inngild samfélag þegar við erum að skipta fólki í „útlendinga“ og „þetta fólk“ í beinni útsendingu í útvarpi allra landsmanna. Hættum að smætta fólk með þessu hætti og tökum inngildingu alvarlega. Fólk eðlilega getur ekki tekið þátt í samfélaginu þar sem þau eru alltaf aðgreind í „þetta fólk“ og „útlendingar“. Það er augljóslega ekki inngilding því þú tilheyrir ekki sem „útlendingur“ né „þetta fólk“. Ef þú ert með fordóma og veist ekki betur þá áttu að spyrja. Þetta á við um allt og alla. Góðar stundir. Höfundur er innflytjandi sem sárnar hvert skipti sem hún heyrir að tungumálið, sem henni þykir vænt um og hefur lagt mikla áherslu á að læra, er notað gegn henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Elsku fallega íslenska þjóðin mín, bæði gömul og ný, ung og miðaldra, nýja og/eða innfædda og öll þau sem eru tilbúin að læra, hlusta og heyra. Í vikunni hlustaði ég á kosningaþátt á Rás 2 þar sem leiðtogar allra flokka í kjördæminu Reykjavíkur suður komu saman og ræddu málin. Eitt af spurningunum var innflytjendamálin. Stjórnendur þáttarins og viðmælendur töluðu ítrekað, og allt of oft, um „útlendingar“ og „þetta fólk“. Þetta stakk mig frekar mikið að ég er knúin til að skrifa opinberlega um þetta. Ekki nóg með það heldur töluðu stjórnmálamenn stundum um „útlendinga“ og „þetta fólk“ í sömu setningu eða samhengi við inngildingu. Sem er auðvitað vanþekking og skammarlegt að heyra. En stjórnmálaflokkar sjálfsagt þurfa ekki neina innflytjendur á lista enda vita Íslendingar miklu betur hvernig þetta allt á að vera (kaldhæðni). Vinsamlegast, og vil meina innilega vinsamlegast, öll þið sem notið hugtakið útlendingar, hættið að kalla fólk, sem er búið að búa hér árum saman, útlendinga. Þau eru ekki útlendingar heldur innflytjendur! Þó ég sé af erlendum uppruna þá er ég ekki útlendingur heldur innflytjandi. Ég flutti frá öðru landi inn í þetta land, Ísland. Ég er flutt inn, ekki út. Útlendingar geta verið ferðamenn en ekki fólk sem sest að hér á landi. Tala nú ekki um fólk sem er búið að búa hér tugi ára. Í öðru lagi, vinsamlegast hættið að kalla innflytjendur „þetta fólk“. Hvaða „þetta fólk“? Hvað er átt við með því? Með að vísa í „þetta fólk“ eruð þið að gefa til kynna að innflytjendur séu einhvern veginn öðruvísi fólk en allir hinir. „Þetta fólk“ hefur nafn og eru kallaðir innflytjendur. Mjög fín íslensk orð. Venjist því vinsamlegast og prófið að nota fallega tungumálið okkar á annan hátt en að smætta einstaklinga af erlendum uppruna. Því þetta er auðvitað ekkert annað en smættun. Inngilding (e. inclusion) er síðan hugtak sem þýðir að tilheyra. Þú ert inni í einhverju og samþykktur sem slíkur. Hluti af einhverju. Innflytjendur og aðrir samfélagsþegnar í samfélaginu eru hluti af heildinni. Þau eru að tilheyra samfélaginu. Nei, enginn er að tala um aðlögun að innflytjendum né um að Íslendingar þurfi að breyta einu né neinu þegar við erum tala um inngildingu. Heldur vera móttækileg fyrir að opna samfélagið og taka tillit til annarra. Leyfa þeim að vera hluti af samfélaginu. Inngilding er þegar þú þekkir þína menningu, gildi og veist hver þú ert þá áttu auðvelt með að meðtaka og virða aðra og framandi menningarheima. Þetta snýst um að vita hvaðan þú kemur svo þú getir tekist á við hvaðan aðrir koma. Sýna þeim skilning, tillit og virðingu. En þú þarft ekki að breyta neinu frekar en þú vilt. Endilega takið þessum skrifum alvarlega. Því við getum aldrei orðið eitt og inngild samfélag þegar við erum að skipta fólki í „útlendinga“ og „þetta fólk“ í beinni útsendingu í útvarpi allra landsmanna. Hættum að smætta fólk með þessu hætti og tökum inngildingu alvarlega. Fólk eðlilega getur ekki tekið þátt í samfélaginu þar sem þau eru alltaf aðgreind í „þetta fólk“ og „útlendingar“. Það er augljóslega ekki inngilding því þú tilheyrir ekki sem „útlendingur“ né „þetta fólk“. Ef þú ert með fordóma og veist ekki betur þá áttu að spyrja. Þetta á við um allt og alla. Góðar stundir. Höfundur er innflytjandi sem sárnar hvert skipti sem hún heyrir að tungumálið, sem henni þykir vænt um og hefur lagt mikla áherslu á að læra, er notað gegn henni.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun