Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar 24. nóvember 2024 13:47 Í vikunni sóttum við, fyrir hönd Lýðræðisflokksins, fund með erlendum konum á Íslandi, W.O.M.A.N. Helsta áhyggjuefni þeirra var skortur á íslenskukennslu. Að hún væri dýr og fólk of þreytt á kvöldin til að sækja kennslu. Helst vildu konurnar að atvinnurekandinn stæði fyrir námskeiðum á vinnutíma og kostaði þau líka. Sumar þeirra skildu ekki hægaganginn og líktu okkur við Talibana. Tekið var dæmi af konu hér á landi, hælisleitanda sem hvorki talar ensku né íslensku og gat þar með ekki sótt sér menntunar. Af hverju við værum ekki búin að opna fleiri íslenskuskóla? Við erum fámennt samfélag og fengum á örfáum árum yfir okkur holskeflu af ferðamönnum, erlendu vinnuafli og flóttamönnum. Til dæmis fjölgaði íbúum Íslands um 8.508 bara á síðasta ári. Áratuginn þar á undan hafði íbúum fjölgað um 65.901. Þetta þýðir 20% fjölgun sem aftur veldur gríðarlegu álagi á húsnæðismarkaðinn, heilbrigðiskerfið, skólakerfið og atvinnumarkaðinn auk þess sem kostnaðurinn sem fylgir umsýslu við flóttamenn og hælisleitendur er allt of mikill fyrir fámenna þjóð. Íslenskuskóli á hverju götuhorni og opið allan sólarhringinn? Við viljum taka vel á móti fólki, hjálpa því að aðlagast og læra tungumálið, en það er takmarkað hvað lítil þjóð getur áorkað á stuttum tíma. Auðvitað myndum við vilja að allir fengju ókeypis íslenskukennslu og að hún væri aðgengileg kvölds og morgna. Ef við ætluðum að uppfylla þessar væntingar myndi stór hluti þeirra þurfa að henda frá sér öðrum verkefnum og helga sig íslenskukennslu fyrir útlendinga. Lýðræðisflokkurinn leggur einmitt áherslu á að íslenskukunnátta sé lykilatriði til að innflytjendur aðlagist þjóðfélaginu og að viðunandi kunnátta verði forsenda fyrir framlengingu dvalarleyfis. Það tekur tíma og kostar peninga. Innviðir löngu sprungnir Við þurfum rými til að byggja upp heilbrigðiskerfið til að anna öllum þessum fjölda sem nú þegar býr á landinu auk ferðamannanna sem flykkjast hér í milljónatali. Það vantar fleiri ódýrar íbúðir handa íbúum, skólakerfið er hætt að geta sinnt þessum fjölda og gatnakerfið sprungið. Loka landamærunum eins og á hinum Norðurlöndunum Markmið Lýðræðisflokksins er að loka landamærunum á sambærilegan hátt og lagt er til á Norðurlöndunum. Hælisleitendakerfið verði lagt niður og Ísland taki eingöngu á móti kvótaflóttamönnum eða á grundvelli fjöldaflótta. Það tekur allt of langan tíma að vinna úr umsóknum hælisleitenda, sérstaklega þar sem endalaust bætist við. Í staðinn viljum við frekar hjálpa flóttamönnum þar sem þeir eru staðsettir hvort sem það er í heimalandi eða öðru landi, í samstarfi við UN og Norðurlöndin. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun og ekki verði hægt að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Svo þurfum við ekki að hika við að senda veika einstaklinga aftur til fyrsta landsins sem veitti þeim hæli, ef þar fá þeir betri heilbrigðisþjónustu en hér. Erlendu fólki er enginn greiði gerður með því að láta það velkjast hér í löngu sprungnu heilbrigðiskerfi og bíða með okkur hinum í mörg ár eftir þjónustu. Það er heldur ekki sanngjarnt gagnvart íbúum þessa lands að fá enga heilbrigðisþjónustu vegna þess að hælisleitendur og ferðamenn ganga fyrir. Fólk þorir ekki að segja þetta upphátt því þar með er það stimplað útlendingahatarar (sem reyndar er hræðileg íslenska) og eitthvað þaðan af verra. Við verðum að vera raunsæ og þora að leysa málið. Lýðræðisflokkurinn hefur hugrekki til að breyta þessu. Höfundur er rithöfundur og í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni sóttum við, fyrir hönd Lýðræðisflokksins, fund með erlendum konum á Íslandi, W.O.M.A.N. Helsta áhyggjuefni þeirra var skortur á íslenskukennslu. Að hún væri dýr og fólk of þreytt á kvöldin til að sækja kennslu. Helst vildu konurnar að atvinnurekandinn stæði fyrir námskeiðum á vinnutíma og kostaði þau líka. Sumar þeirra skildu ekki hægaganginn og líktu okkur við Talibana. Tekið var dæmi af konu hér á landi, hælisleitanda sem hvorki talar ensku né íslensku og gat þar með ekki sótt sér menntunar. Af hverju við værum ekki búin að opna fleiri íslenskuskóla? Við erum fámennt samfélag og fengum á örfáum árum yfir okkur holskeflu af ferðamönnum, erlendu vinnuafli og flóttamönnum. Til dæmis fjölgaði íbúum Íslands um 8.508 bara á síðasta ári. Áratuginn þar á undan hafði íbúum fjölgað um 65.901. Þetta þýðir 20% fjölgun sem aftur veldur gríðarlegu álagi á húsnæðismarkaðinn, heilbrigðiskerfið, skólakerfið og atvinnumarkaðinn auk þess sem kostnaðurinn sem fylgir umsýslu við flóttamenn og hælisleitendur er allt of mikill fyrir fámenna þjóð. Íslenskuskóli á hverju götuhorni og opið allan sólarhringinn? Við viljum taka vel á móti fólki, hjálpa því að aðlagast og læra tungumálið, en það er takmarkað hvað lítil þjóð getur áorkað á stuttum tíma. Auðvitað myndum við vilja að allir fengju ókeypis íslenskukennslu og að hún væri aðgengileg kvölds og morgna. Ef við ætluðum að uppfylla þessar væntingar myndi stór hluti þeirra þurfa að henda frá sér öðrum verkefnum og helga sig íslenskukennslu fyrir útlendinga. Lýðræðisflokkurinn leggur einmitt áherslu á að íslenskukunnátta sé lykilatriði til að innflytjendur aðlagist þjóðfélaginu og að viðunandi kunnátta verði forsenda fyrir framlengingu dvalarleyfis. Það tekur tíma og kostar peninga. Innviðir löngu sprungnir Við þurfum rými til að byggja upp heilbrigðiskerfið til að anna öllum þessum fjölda sem nú þegar býr á landinu auk ferðamannanna sem flykkjast hér í milljónatali. Það vantar fleiri ódýrar íbúðir handa íbúum, skólakerfið er hætt að geta sinnt þessum fjölda og gatnakerfið sprungið. Loka landamærunum eins og á hinum Norðurlöndunum Markmið Lýðræðisflokksins er að loka landamærunum á sambærilegan hátt og lagt er til á Norðurlöndunum. Hælisleitendakerfið verði lagt niður og Ísland taki eingöngu á móti kvótaflóttamönnum eða á grundvelli fjöldaflótta. Það tekur allt of langan tíma að vinna úr umsóknum hælisleitenda, sérstaklega þar sem endalaust bætist við. Í staðinn viljum við frekar hjálpa flóttamönnum þar sem þeir eru staðsettir hvort sem það er í heimalandi eða öðru landi, í samstarfi við UN og Norðurlöndin. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun og ekki verði hægt að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Svo þurfum við ekki að hika við að senda veika einstaklinga aftur til fyrsta landsins sem veitti þeim hæli, ef þar fá þeir betri heilbrigðisþjónustu en hér. Erlendu fólki er enginn greiði gerður með því að láta það velkjast hér í löngu sprungnu heilbrigðiskerfi og bíða með okkur hinum í mörg ár eftir þjónustu. Það er heldur ekki sanngjarnt gagnvart íbúum þessa lands að fá enga heilbrigðisþjónustu vegna þess að hælisleitendur og ferðamenn ganga fyrir. Fólk þorir ekki að segja þetta upphátt því þar með er það stimplað útlendingahatarar (sem reyndar er hræðileg íslenska) og eitthvað þaðan af verra. Við verðum að vera raunsæ og þora að leysa málið. Lýðræðisflokkurinn hefur hugrekki til að breyta þessu. Höfundur er rithöfundur og í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun