Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Tómas Arnar Þorláksson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 23. nóvember 2024 17:03 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. „Það sem gerðist í dag var að við sammæltumst um ákveðinn grundvöll fyrir framhaldi viðræðnanna. Sem þýðir þá það að við getum aðeins skipt um fasa í því hvernig við vinnum þetta og í ljósi þess að við erum komin á einhverja sameiginlega vegferð sem við vonandi náum að leiða fram til gerðar kjarasamnings þá ákvað ég að biðja fólkið um að tjá sig ekki frekar við fjölmiðla,“ sagði Ástráður. Fyrr í dag, áður en fjölmiðlabanni var komið á, sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga í samtali við fréttastofu að Kennarasambandið færi með rangfærslur í yfirlýsingu sem það birti í dag. Þar fullyrti sambandið að Inga hefði lagt sjálf til í síðustu viku að verkföllum yrði frestað gegn ákveðnum skilyrðum, ekki ósvipað því sem Kennarasambandið sjálft lagði til í gærkvöldi. Inga mótmælir þessu harðlega, hennar tillaga hafi verið allt annars eðlis, og áréttar að Kennarasambandið fari þar með rangfærslur. Yfirlýsingar og athugasemdir hafa gengið á víxl milli deiluaðila í dag, að hluta til á sama tíma og setið er á samningafundi. Inga, sem var í Karphúsinu þegar hún ræddi við fréttamann í síma fyrr í dag, sagði að allir einbeittu sér að því að ná saman. Ekki væri hægt að segja nokkuð til um gang viðræðna. Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Það sem gerðist í dag var að við sammæltumst um ákveðinn grundvöll fyrir framhaldi viðræðnanna. Sem þýðir þá það að við getum aðeins skipt um fasa í því hvernig við vinnum þetta og í ljósi þess að við erum komin á einhverja sameiginlega vegferð sem við vonandi náum að leiða fram til gerðar kjarasamnings þá ákvað ég að biðja fólkið um að tjá sig ekki frekar við fjölmiðla,“ sagði Ástráður. Fyrr í dag, áður en fjölmiðlabanni var komið á, sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga í samtali við fréttastofu að Kennarasambandið færi með rangfærslur í yfirlýsingu sem það birti í dag. Þar fullyrti sambandið að Inga hefði lagt sjálf til í síðustu viku að verkföllum yrði frestað gegn ákveðnum skilyrðum, ekki ósvipað því sem Kennarasambandið sjálft lagði til í gærkvöldi. Inga mótmælir þessu harðlega, hennar tillaga hafi verið allt annars eðlis, og áréttar að Kennarasambandið fari þar með rangfærslur. Yfirlýsingar og athugasemdir hafa gengið á víxl milli deiluaðila í dag, að hluta til á sama tíma og setið er á samningafundi. Inga, sem var í Karphúsinu þegar hún ræddi við fréttamann í síma fyrr í dag, sagði að allir einbeittu sér að því að ná saman. Ekki væri hægt að segja nokkuð til um gang viðræðna.
Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira