Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. nóvember 2024 15:03 Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun, sem var einn af frummælendum á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir íbúðum á Suðurlandi og er verð á nýjum íbúðum í Ölfusi, Hveragerði og Árborg að nálgast sama verð og á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í Árborg er nú tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir í byggingu eða í deiliskipulagsferli og aðrar tvö þúsund íbúðir eru á teikniborðinu. Starfsmenn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar hafa verið á ferðinni um landið með fundi þar sem yfirskriftin er; "Samstarfsvettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni”. Einn slíkur fór fram í vikunni á Selfossi þar sem farið var yfir stöðu íbúðauppbyggingar á Suðurlandi. Fundurinn var haldin í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að staða íbúðabygginga sé mun betri á Suðurlandi heldur en annars staðar úti á landi. „Það er mikil uppbygging á Suðurlandi og hún er í rauninni í takti við íbúðaþörfina á þessu ári og á næsta ári þannig að það þarf bara að halda dampi og halda því áfram svo hún detti ekki niður. Á Suðurlandinu er Sveitarfélagið Árborg með um helming íbúða í byggingu þannig að þeir eru langstærstir á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. En er mikil og brýn þörf á nýbyggingum á Suðurlandi? „Já, það er talsverð þörf og eins og tölur um sölutíma og söluverð segir okkur þá er eftirspurnin gífurleg þó á vextir séu mjög háir, þá er húsnæðisþörfin það mikil að íbúðirnar seljast,” bætir Jón Örn við. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg var einnig með erindi á fundinum en hjá honum kom m.a. fram að nú eru 2.500 íbúðir samþykktar eða í deiliskipulagsferli í sveitarfélaginu og aðrar 2.000 á teikniborðinu. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg sagði frá mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu þegar um nýjar íbúðir er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað eru íbúðir lengi að seljast á Suðurlandi? Ein af glærunum frá Braga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í sögulegu samhengi tekur það mjög stuttan tíma eða 50 daga að klára söluna alveg, þar að segja kaupsamninginn,” segir Jón Örn. Hvað með íbúðaverð á svæðinu, hvernig er það? „Íbúðaverðið hefur sömuleiðis farið mjög hratt upp undan farin ár en frá 2017 hefur íbúðaverð á Suðurlandi tvöfaldast á föstu verðlagi þannig að íbúðaverðið er einmitt á mikilli uppleið núna,” segir Jón Örn að lokum. Mætingin á fundinn var þokkaleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Starfsmenn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar hafa verið á ferðinni um landið með fundi þar sem yfirskriftin er; "Samstarfsvettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni”. Einn slíkur fór fram í vikunni á Selfossi þar sem farið var yfir stöðu íbúðauppbyggingar á Suðurlandi. Fundurinn var haldin í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að staða íbúðabygginga sé mun betri á Suðurlandi heldur en annars staðar úti á landi. „Það er mikil uppbygging á Suðurlandi og hún er í rauninni í takti við íbúðaþörfina á þessu ári og á næsta ári þannig að það þarf bara að halda dampi og halda því áfram svo hún detti ekki niður. Á Suðurlandinu er Sveitarfélagið Árborg með um helming íbúða í byggingu þannig að þeir eru langstærstir á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. En er mikil og brýn þörf á nýbyggingum á Suðurlandi? „Já, það er talsverð þörf og eins og tölur um sölutíma og söluverð segir okkur þá er eftirspurnin gífurleg þó á vextir séu mjög háir, þá er húsnæðisþörfin það mikil að íbúðirnar seljast,” bætir Jón Örn við. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg var einnig með erindi á fundinum en hjá honum kom m.a. fram að nú eru 2.500 íbúðir samþykktar eða í deiliskipulagsferli í sveitarfélaginu og aðrar 2.000 á teikniborðinu. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg sagði frá mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu þegar um nýjar íbúðir er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað eru íbúðir lengi að seljast á Suðurlandi? Ein af glærunum frá Braga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í sögulegu samhengi tekur það mjög stuttan tíma eða 50 daga að klára söluna alveg, þar að segja kaupsamninginn,” segir Jón Örn. Hvað með íbúðaverð á svæðinu, hvernig er það? „Íbúðaverðið hefur sömuleiðis farið mjög hratt upp undan farin ár en frá 2017 hefur íbúðaverð á Suðurlandi tvöfaldast á föstu verðlagi þannig að íbúðaverðið er einmitt á mikilli uppleið núna,” segir Jón Örn að lokum. Mætingin á fundinn var þokkaleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent