Innlent

Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Erfiðlega hefur gengið að fá vatn á svæðið.
Erfiðlega hefur gengið að fá vatn á svæðið. Brunavarnir Suðurnesja

Rafmagnsmastur frá Landsneti er í hættu vegna hraunflæðis frá eldgosinu við Sundhnúksgíga. Slökkvistarf er enn í gangi, en erfiðlega hefur gengið að fá vatn á svæðið. 

Brunavarnir Suðurnesja greina frá þessu.

Þar segir að tilkynning hafi borist um klukkan 18. Dælubíll hafi verið sendur ásamt tankbíl með sex manns innanborðs.

„Slökkvistarf er enn í gangi, erfiðleika gengur að fá vatn á svæðið en okkar tankbíll flytur 15.000ltr af vatni og dælubíllinn hefur 3000ltr.“

Ásgeir Þórisson varðsstjóri hjá slökkviliði Suðurnesja, segir að verið sé að sprauta vatni á hraunið til að sjá hvort þeir nái ekki að stoppa það eitthvað.

„Hraunið er ekki alveg komið yfir þessar keilur sem voru gerðar við rafmagnsstaurana, en það er svona alveg að ná upp að brú varnargarðanna. Þeir eru að reyna kæla það og hægja á því,“ segir hann.

Hann segir jafnframt að takist það að kæla hraunið nógu mikið getur hraunið sjálft myndað varnargarð, og beint heita hrauninu í aðrar áttir.

Fréttin hefur verið uppfærð

Slökkvistarf er enn í gangi.Brunavarnir Suðurnesja



Fleiri fréttir

Sjá meira


×