Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar 23. nóvember 2024 09:01 Raforka er sú tegund orku sem kemur upp í huga flestra þegar orku ber á góma. Annars konar orka fær minna pláss, bæði í huga hvers og eins og í almennri umræðu. Þann 9. október síðastliðinn sló Nesjavallavirkjun út og í kjölfarið var sundlaugum höfuðborgarsvæðisins lokað. Það þarf því ekki að líta lengra aftur en þessar örfáu vikur til að rifja upp skort á annarskonar orku en raforku. Hér er ég auðvitað að tala um varmaorku, eða það sem flest okkar kalla einfaldlega heita vatnið í daglegu tali. Heita vatnið er eitthvað sem við hugsum ekki endilega um sem orku og er það sennilegast vegna þess að flest erum við einfaldlega vön því að geta skrúfað frá krananum eða hækkað í ofninum og heitt vatn flæðir. Sama gildir um rafmagnið, það er bara þarna þegar stungið er í samband. Varminn í heita vatninu okkar er ástæðan fyrir því, a.m.k. við sem erum á heitum svæðum þar sem jarðhiti er nýttur til húshitunar, hugsum okkur ekki tvisvar um þegar við kyndum heimilið upp í meira en 20°C til þess eins að geta spásserað um á stuttermabol um hávetur. Það er ekki sjálfgefið að heita vatnið komi úr krananum þegar skrúfað er frá. Mörg átta sig ekki á því að það krefst mikillar vinnu að finna heitt vatn, bora eftir því og loks veita því til íbúa og atvinnulífs. Orka náttúrunnar hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 2014 sinnt þessu hlutverki. Fyrirtækið á og rekur tvær stærstu jarðvarmavirkjanir landsins sem báðar eru staðsettar í Henglinum, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, en samanlagt framleiða þær um 55 milljónir tonna af heitu vatni á ári hverju. Fyrirtækið framleiðir þar með þriðjung af öllu heitu vatni sem framleitt er á landinu. Orka náttúrunnar framleiðir líka raforku en jarðvarmavirkjanirnar okkar í Henglinum framleiða um 3,5 TWst af raforku á ári samhliða heita vatninu. Ofan á þetta á félagið vatnsaflsvirkjun í Andakílsá sem framleiðir um 0,03 TWst á ári. Þetta gerir okkur að næst stærsta raforkuframleiðanda landsins en þessar virkjanir framleiða um 17% af allri raforku landsins. Í raforkunni er Landsvirkjun auðvitað stærst með um 73% af framleiðslunni en HS Orka er þriðja stærst með um 7% framleiðslunnar. Mörg höfum við heyrt söguna af því hvernig hitaveitan bjargaði Reykjavík úr olíukreppu og drulluskýi með því að virkja jarðhitann og koma af stað hitaveitu. Þetta er að sjálfsögðu rétt en leiða má líkur að því að ef við hefðum ekki farið í hitaveituvæðinguna værum við flest, ef ekki öll, með rafhitun, líkt og á svokölluðum köldum svæðum víða um land (þ.e. svæði sem ekki eru með beina hitaveitu). Ef við lítum á framleiðslu Orku náttúrunnar á heitu vatni má ætla að til að svara sömu varmaþörf með rafhitun þyrfti að framleiða um 3,1 TWst af raforku á hverju ári, í ofanálag við alla aðra framleiðslu. Þetta er um þrefalt það rafmagn sem öll heimili landsins nota á ári. Það mætti því ætla að rafmagnsreikningar okkar, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, væru töluvert hærri, húsin kaldari og sundlaugarnar færri ef ekki væri fyrir auðlindina okkar í Henglinum. Það er því ljóst að Orka náttúrunnar gegnir lykilhlutverki í orkuöflun og tryggir stórum hluta landsmanna aðgang að þeirri orku sem svo mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, bæði heitu vatni og rafmagni. Þess vegna er Orka náttúrunnar ómissandi hluti af þeim lífsgæðum sem við erum vön og verða vonandi óbreytt fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Raforka er sú tegund orku sem kemur upp í huga flestra þegar orku ber á góma. Annars konar orka fær minna pláss, bæði í huga hvers og eins og í almennri umræðu. Þann 9. október síðastliðinn sló Nesjavallavirkjun út og í kjölfarið var sundlaugum höfuðborgarsvæðisins lokað. Það þarf því ekki að líta lengra aftur en þessar örfáu vikur til að rifja upp skort á annarskonar orku en raforku. Hér er ég auðvitað að tala um varmaorku, eða það sem flest okkar kalla einfaldlega heita vatnið í daglegu tali. Heita vatnið er eitthvað sem við hugsum ekki endilega um sem orku og er það sennilegast vegna þess að flest erum við einfaldlega vön því að geta skrúfað frá krananum eða hækkað í ofninum og heitt vatn flæðir. Sama gildir um rafmagnið, það er bara þarna þegar stungið er í samband. Varminn í heita vatninu okkar er ástæðan fyrir því, a.m.k. við sem erum á heitum svæðum þar sem jarðhiti er nýttur til húshitunar, hugsum okkur ekki tvisvar um þegar við kyndum heimilið upp í meira en 20°C til þess eins að geta spásserað um á stuttermabol um hávetur. Það er ekki sjálfgefið að heita vatnið komi úr krananum þegar skrúfað er frá. Mörg átta sig ekki á því að það krefst mikillar vinnu að finna heitt vatn, bora eftir því og loks veita því til íbúa og atvinnulífs. Orka náttúrunnar hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 2014 sinnt þessu hlutverki. Fyrirtækið á og rekur tvær stærstu jarðvarmavirkjanir landsins sem báðar eru staðsettar í Henglinum, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, en samanlagt framleiða þær um 55 milljónir tonna af heitu vatni á ári hverju. Fyrirtækið framleiðir þar með þriðjung af öllu heitu vatni sem framleitt er á landinu. Orka náttúrunnar framleiðir líka raforku en jarðvarmavirkjanirnar okkar í Henglinum framleiða um 3,5 TWst af raforku á ári samhliða heita vatninu. Ofan á þetta á félagið vatnsaflsvirkjun í Andakílsá sem framleiðir um 0,03 TWst á ári. Þetta gerir okkur að næst stærsta raforkuframleiðanda landsins en þessar virkjanir framleiða um 17% af allri raforku landsins. Í raforkunni er Landsvirkjun auðvitað stærst með um 73% af framleiðslunni en HS Orka er þriðja stærst með um 7% framleiðslunnar. Mörg höfum við heyrt söguna af því hvernig hitaveitan bjargaði Reykjavík úr olíukreppu og drulluskýi með því að virkja jarðhitann og koma af stað hitaveitu. Þetta er að sjálfsögðu rétt en leiða má líkur að því að ef við hefðum ekki farið í hitaveituvæðinguna værum við flest, ef ekki öll, með rafhitun, líkt og á svokölluðum köldum svæðum víða um land (þ.e. svæði sem ekki eru með beina hitaveitu). Ef við lítum á framleiðslu Orku náttúrunnar á heitu vatni má ætla að til að svara sömu varmaþörf með rafhitun þyrfti að framleiða um 3,1 TWst af raforku á hverju ári, í ofanálag við alla aðra framleiðslu. Þetta er um þrefalt það rafmagn sem öll heimili landsins nota á ári. Það mætti því ætla að rafmagnsreikningar okkar, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, væru töluvert hærri, húsin kaldari og sundlaugarnar færri ef ekki væri fyrir auðlindina okkar í Henglinum. Það er því ljóst að Orka náttúrunnar gegnir lykilhlutverki í orkuöflun og tryggir stórum hluta landsmanna aðgang að þeirri orku sem svo mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, bæði heitu vatni og rafmagni. Þess vegna er Orka náttúrunnar ómissandi hluti af þeim lífsgæðum sem við erum vön og verða vonandi óbreytt fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar