Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar 22. nóvember 2024 12:02 Við Íslendingar teljum okkur til þroskaðra lýðræðisríkja. Ef ég les vilja þjóðarinnar rétt, viljum við frekar vera í fararbroddi á því sviði, heldur en eftirbátar annarra ríkja. Félagafrelsi er einn af hornsteinum lýðræðis og fjölbreytt flóra frjálsra félagasamtaka er ein af birtingamyndum heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Því má draga þá ályktun að að meta megi þroska lýðræðisríkja að einhverju leyti í þeirri umgjörð sem þau skapa frjálsum félagasamtökum til að vaxa og dafna. Frjáls félagasamtök, eða almannaheillafélög, eru félög sem hafa samfélagslegar hugsjónir og hagsmuni að leiðarljósi og eru bæði óhagnaðardrifin (e. nonprofit organizations) og starfa án afskipta stjórnvalda (e. non governmental organization). Félög sem byggja starf sitt að miklu eða öllu leyti á sjálfboðaliðum. Við á Íslandi státum af mikilli breidd þegar kemur að félögum til almannaheilla. Allt frá litlum nýlega stofnuðum grasrótarsamtökum, yfir í rótgróin og þekkt samtök, stórar rekstrareiningar og skipulagsheildir (e. organization), sem samfélagið reiðir sig á með einum eða öðrum hætti. Óhætt er að segja að starfsemi og þjónusta almannaheillafélaga snerti flesta þætti samfélagsins. Það er erfitt að sjá fyrir sér íslenskt samfélag án íþróttafélaga, æskulýðsfélaga og menningarfélaga. Hvar værum við stödd án slysavarna- og björgunarfélaga eða mannræktar og góðgerðafélaga? Hvernig væri samfélagið án félaga sem standa með þeim sem minna mega sín og styðja þau sem mæta mótlæti í lífinu, eða án félaga sem veita aðhald t.d. þegar kemur að neytendavernd eða umhverfismálum? Bara svo fáeinir málaflokkar séu taldir til. Við getum verið stolt af drifkrafti sjálfboðaliða og þakklát fyrir þá þjónustu sem almannaheillafélögin veita á ólíkum sviðum þjóðlífsins. Félagafrelsið er tryggt í stjórnarskrá Íslands. Það sjáum við einnig hjá hinum norðurlöndunum og fleiri lýðræðisríkjum sem við kjósum að bera okkur saman við. Hinsvegar teljumst við seint í fararbroddi þegar kemur að lagaramma og skattaumhverfi almannaheillafélaga. Ég leyfi mér að segja að þar séum við svolítið seinþroska. Elstu starfandi félagasamtökin á Íslandi voru orðin 200 ára, þegar lög um almannaheillafélög voru samþykkt á Alþingi. Lögin sem tóku gildi vorið 2022 eru vissulega stórt og mikilvægt skref í rétta átt. En betur má ef duga skal. Til að geta talist í fararbroddi meðal lýðræðisríkja þarf að skerpa enn frekar á þáttum sem létta undir með, hvetja og styðja almannaheillafélög og sjálfboðaliðana sem leiða þau til góðra verka. Ég vil sérstaklega nefna tvö atriði sem lúta að skattaumhverfinu: Veita þarf viðurkenndum og skráðum almannaheillafélögum leyfi til að innskatta virðisaukaskatt í rekstri, jafnvel þó svo að tekjustofnar þeirra séu flestir undanþegnir útskatti. Almannaheillafélög þurfa jafnframt að geta fengið virðisaukaskatt að fullu endurgreiddan vegna uppbyggingar og viðhalds húsnæðis, sem nýtt er undir starf til almannaheilla. Í dag geta þau fengið hluta virðisaukaskatts af vinnuliðum endurgreiddan, en ekki allan og ekki af aðföngum. Þó svo að góðgerðafélög fái einhverja vexti á söfnunarfé sitt eða varasjóði er óþarfi að þyngja róður þeirra með fjármagnstekjuskatti. Til stóð að almannaheillafélög væru undanþegin fjármagnstekjuskatti og lögin um almannaheillafélög voru lengi vel kynnt með þeim hætti á vef Stjórnarráðsins. Af einhverjum ástæðum náði það aldrei inn í endanlega útgáfu laganna. Árið 2023 þáði ríkissjóður 99,8 milljónir kr. frá almannaheillafélögum í formi fjármagnstekjuskatts, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum. Þetta þarf að laga. Við Íslendingar höfum metnað til að vera í fararbroddi þroskaðra lýðræðisríkja. Þroskamerki þjóðar okkar birtist m.a. í félögum til almannaheilla og því starfsumhverfi sem hið opinbera setur þeim. Drifkraftur sjálfboðaliða og þjónusta almannaheillafélaga við samfélagið er ómetanleg. En við þurfum að gera betur þegar kemur að skattaumhverfinu. Þar er tímabært að stíga hugrökk skref á þroskabrautinni, létta róður almannaheillafélaga, samfélaginu öllu til framdráttar. Höfundur er formaður Almannaheilla og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar teljum okkur til þroskaðra lýðræðisríkja. Ef ég les vilja þjóðarinnar rétt, viljum við frekar vera í fararbroddi á því sviði, heldur en eftirbátar annarra ríkja. Félagafrelsi er einn af hornsteinum lýðræðis og fjölbreytt flóra frjálsra félagasamtaka er ein af birtingamyndum heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Því má draga þá ályktun að að meta megi þroska lýðræðisríkja að einhverju leyti í þeirri umgjörð sem þau skapa frjálsum félagasamtökum til að vaxa og dafna. Frjáls félagasamtök, eða almannaheillafélög, eru félög sem hafa samfélagslegar hugsjónir og hagsmuni að leiðarljósi og eru bæði óhagnaðardrifin (e. nonprofit organizations) og starfa án afskipta stjórnvalda (e. non governmental organization). Félög sem byggja starf sitt að miklu eða öllu leyti á sjálfboðaliðum. Við á Íslandi státum af mikilli breidd þegar kemur að félögum til almannaheilla. Allt frá litlum nýlega stofnuðum grasrótarsamtökum, yfir í rótgróin og þekkt samtök, stórar rekstrareiningar og skipulagsheildir (e. organization), sem samfélagið reiðir sig á með einum eða öðrum hætti. Óhætt er að segja að starfsemi og þjónusta almannaheillafélaga snerti flesta þætti samfélagsins. Það er erfitt að sjá fyrir sér íslenskt samfélag án íþróttafélaga, æskulýðsfélaga og menningarfélaga. Hvar værum við stödd án slysavarna- og björgunarfélaga eða mannræktar og góðgerðafélaga? Hvernig væri samfélagið án félaga sem standa með þeim sem minna mega sín og styðja þau sem mæta mótlæti í lífinu, eða án félaga sem veita aðhald t.d. þegar kemur að neytendavernd eða umhverfismálum? Bara svo fáeinir málaflokkar séu taldir til. Við getum verið stolt af drifkrafti sjálfboðaliða og þakklát fyrir þá þjónustu sem almannaheillafélögin veita á ólíkum sviðum þjóðlífsins. Félagafrelsið er tryggt í stjórnarskrá Íslands. Það sjáum við einnig hjá hinum norðurlöndunum og fleiri lýðræðisríkjum sem við kjósum að bera okkur saman við. Hinsvegar teljumst við seint í fararbroddi þegar kemur að lagaramma og skattaumhverfi almannaheillafélaga. Ég leyfi mér að segja að þar séum við svolítið seinþroska. Elstu starfandi félagasamtökin á Íslandi voru orðin 200 ára, þegar lög um almannaheillafélög voru samþykkt á Alþingi. Lögin sem tóku gildi vorið 2022 eru vissulega stórt og mikilvægt skref í rétta átt. En betur má ef duga skal. Til að geta talist í fararbroddi meðal lýðræðisríkja þarf að skerpa enn frekar á þáttum sem létta undir með, hvetja og styðja almannaheillafélög og sjálfboðaliðana sem leiða þau til góðra verka. Ég vil sérstaklega nefna tvö atriði sem lúta að skattaumhverfinu: Veita þarf viðurkenndum og skráðum almannaheillafélögum leyfi til að innskatta virðisaukaskatt í rekstri, jafnvel þó svo að tekjustofnar þeirra séu flestir undanþegnir útskatti. Almannaheillafélög þurfa jafnframt að geta fengið virðisaukaskatt að fullu endurgreiddan vegna uppbyggingar og viðhalds húsnæðis, sem nýtt er undir starf til almannaheilla. Í dag geta þau fengið hluta virðisaukaskatts af vinnuliðum endurgreiddan, en ekki allan og ekki af aðföngum. Þó svo að góðgerðafélög fái einhverja vexti á söfnunarfé sitt eða varasjóði er óþarfi að þyngja róður þeirra með fjármagnstekjuskatti. Til stóð að almannaheillafélög væru undanþegin fjármagnstekjuskatti og lögin um almannaheillafélög voru lengi vel kynnt með þeim hætti á vef Stjórnarráðsins. Af einhverjum ástæðum náði það aldrei inn í endanlega útgáfu laganna. Árið 2023 þáði ríkissjóður 99,8 milljónir kr. frá almannaheillafélögum í formi fjármagnstekjuskatts, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum. Þetta þarf að laga. Við Íslendingar höfum metnað til að vera í fararbroddi þroskaðra lýðræðisríkja. Þroskamerki þjóðar okkar birtist m.a. í félögum til almannaheilla og því starfsumhverfi sem hið opinbera setur þeim. Drifkraftur sjálfboðaliða og þjónusta almannaheillafélaga við samfélagið er ómetanleg. En við þurfum að gera betur þegar kemur að skattaumhverfinu. Þar er tímabært að stíga hugrökk skref á þroskabrautinni, létta róður almannaheillafélaga, samfélaginu öllu til framdráttar. Höfundur er formaður Almannaheilla og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun