Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Lovísa Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2024 11:09 Guðrún segir að það verði skoðað í dag hvort hægt verði að gera nýjar leiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn hótelinu. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. „Gosið kom upp á ágætum stað en í hverju gosi þá eyðileggst eitthvað. Þetta er sjöunda eldgosið á einu ári og við venjumst þessu aldrei en í hverju gosi lærum við eitthvað nýtt. Núna var viðbragðstíminn stuttur og það mun kenna okkur eitthvað. Allt kerfi viðbragðsaðila gengur vel og það eiga allir mikið hrós skilið,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Hraun hefur þegar runnið yfir Grindavíkurveg, Norðurljósaveg, Bláalónsveg, rafmagnslínur til Grindavíkur og Njarðvíkuræðina sem flytur heitt vatn á Reykjanes. Ríkisstjórnin boðaði til aukafundar í dag vegna eldgossins en ekki hafði verið áætlað að funda á hefðbundnum tíma vegna kosningabaráttunnar sem nú stendur yfir. Varnargarðarnir halda vel Guðrún segir það hafa komið í ljós í þessu gosi hversu gagnlegir varnargarðarnir eru. „Við sáum það við Bláa lónið í gær. Varnargarðurinn liggur beint við bílastæði fyrirtækisins. Það þurfti að loka skarði í varnargarðinum og því voru stórvirkar vinnuvélar að vinna í kapphlaupi við tímann. Við höfum séð það áður og það er stórkostlegt sjá kjarkinn og dugnaðinn í íslenskum jarðvinnuverktökum sem hafa verið að vinna þarna nærri sleitulaust í ár.“ Myndin er tekin í gær þegar hraun rann yfir veginn.Vísir/Vilhelm Guðrún segir það ekki liggja fyrir hvort stækka þurfi varnargarðinn við Bláa lónið. Það verði metið eftir því sem líður á gosið hvort það þurfi að bæta ofan á hann. „Við erum ekki komin á þann stað akkúrat núna.“ Skoða hvort hægt sé að koma upp nýjum leiðum Hvað varðar Grindavíkurveginn segir Guðrún að hraunið hafi runnið yfir 600 metra kafla. „Það er töluvert mikið. Norðurljósavegurinn sem liggur að Grindavíkurvegi, að Bláa lóninu og Northern Light inn, hann er líka farinn, þannig það er farin af stað vinna við að horfa til þess hvernig við getum komið upp öðrum leiðum. Það verður skoðað í dag og næstu daga.“ Þá sé einnig til taks kælibúnaður sem er í eigu íslenska ríkisins og geti hjálpað ef til þess kemur. Guðrún segir að síðasta árið hafi farið fram ítarleg vinna til að tryggja íbúum heitt og kalt vatn. Það hafi verið leitað að heitu vatni í borholum auk þess sem það sé búið að tryggja íbúum kalt vatn á Suðurnesjum í Árnagerði ef það fer. Hraun hefur runnið yfir Grindavíkurveginn á 600 metra kafla.Vísir/Vilhelm Rafmagn fór af í Grindavík þegar hraun rann yfir rafmagnslínur sem liggja þangað. Því er keyrt á varaafli þar og segir Guðrún að líklega verði ekki hægt að laga þær fyrr en eldgosinu lýkur. Gott að láta heita vatnið renna Þá segir Guðrún það gott að Njarðvíkuræðin haldi en eins og greint var frá í gær rann hraun yfir hana og gerir enn. „Hún heldur og mér finnst mikilvægt að koma því á framfæri við íbúa á Reykjanesi að þeir ættu að láta heita vatnið renna. Það hjálpar, þá rennur meira í gegnum lögnina og eins ótrúlegt og það hljómar þá hjálpar það lögninni þegar hún er undir þessu álagi með nýtt hraun ofan á sér.“ Viðbragð erlendra miðla hófstilltara Guðrún segir að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarráðherra, hafi einnig á fundinum farið yfir viðbragð erlendra miðla við eldgosinu og ferðaþjónustunnar almennt. „Það var hófstilltara viðbragð miðað við oft áður. Það var einnig meiri ró yfir ferðamanna því upplýsingagjöf til þeirra, og erlendra miðla, var hófstillt og góð. Það var hvergi panikk í greininni eða hjá þeim ferðamönnum sem hér eru staddir. Það virðist vera þannig að þegar ferðamenn eru að koma hingað núna þekki þeir það að eldgosin eru reglubundin og eru tiltölulega róleg yfir því.“ Hægt er að fylgjast með helstu vendingum er varða eldgosið í vaktinni hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. 21. nóvember 2024 19:14 Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist standa við þá fullyrðingu að eldgosatímabilinu muni ljúka fljótlega við Sundhnúksgígaröðina. Hann hefur áður fullyrt að því myndi ljúka í haust en það varð ekki raunin. Sjöunda gosið á einu ári hófst klukkan 23:14 í gær, en sjötta gos þessa árs. 21. nóvember 2024 18:33 Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir að aldrei hafi verið uppi stórkostlegar áhyggjur um að lónið sjálft færi undir hraun. Áætlanir hafi verið til um hvernig skyldi fyllt upp í varnargarða ef til eldgoss kæmi. 21. nóvember 2024 16:47 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
„Gosið kom upp á ágætum stað en í hverju gosi þá eyðileggst eitthvað. Þetta er sjöunda eldgosið á einu ári og við venjumst þessu aldrei en í hverju gosi lærum við eitthvað nýtt. Núna var viðbragðstíminn stuttur og það mun kenna okkur eitthvað. Allt kerfi viðbragðsaðila gengur vel og það eiga allir mikið hrós skilið,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Hraun hefur þegar runnið yfir Grindavíkurveg, Norðurljósaveg, Bláalónsveg, rafmagnslínur til Grindavíkur og Njarðvíkuræðina sem flytur heitt vatn á Reykjanes. Ríkisstjórnin boðaði til aukafundar í dag vegna eldgossins en ekki hafði verið áætlað að funda á hefðbundnum tíma vegna kosningabaráttunnar sem nú stendur yfir. Varnargarðarnir halda vel Guðrún segir það hafa komið í ljós í þessu gosi hversu gagnlegir varnargarðarnir eru. „Við sáum það við Bláa lónið í gær. Varnargarðurinn liggur beint við bílastæði fyrirtækisins. Það þurfti að loka skarði í varnargarðinum og því voru stórvirkar vinnuvélar að vinna í kapphlaupi við tímann. Við höfum séð það áður og það er stórkostlegt sjá kjarkinn og dugnaðinn í íslenskum jarðvinnuverktökum sem hafa verið að vinna þarna nærri sleitulaust í ár.“ Myndin er tekin í gær þegar hraun rann yfir veginn.Vísir/Vilhelm Guðrún segir það ekki liggja fyrir hvort stækka þurfi varnargarðinn við Bláa lónið. Það verði metið eftir því sem líður á gosið hvort það þurfi að bæta ofan á hann. „Við erum ekki komin á þann stað akkúrat núna.“ Skoða hvort hægt sé að koma upp nýjum leiðum Hvað varðar Grindavíkurveginn segir Guðrún að hraunið hafi runnið yfir 600 metra kafla. „Það er töluvert mikið. Norðurljósavegurinn sem liggur að Grindavíkurvegi, að Bláa lóninu og Northern Light inn, hann er líka farinn, þannig það er farin af stað vinna við að horfa til þess hvernig við getum komið upp öðrum leiðum. Það verður skoðað í dag og næstu daga.“ Þá sé einnig til taks kælibúnaður sem er í eigu íslenska ríkisins og geti hjálpað ef til þess kemur. Guðrún segir að síðasta árið hafi farið fram ítarleg vinna til að tryggja íbúum heitt og kalt vatn. Það hafi verið leitað að heitu vatni í borholum auk þess sem það sé búið að tryggja íbúum kalt vatn á Suðurnesjum í Árnagerði ef það fer. Hraun hefur runnið yfir Grindavíkurveginn á 600 metra kafla.Vísir/Vilhelm Rafmagn fór af í Grindavík þegar hraun rann yfir rafmagnslínur sem liggja þangað. Því er keyrt á varaafli þar og segir Guðrún að líklega verði ekki hægt að laga þær fyrr en eldgosinu lýkur. Gott að láta heita vatnið renna Þá segir Guðrún það gott að Njarðvíkuræðin haldi en eins og greint var frá í gær rann hraun yfir hana og gerir enn. „Hún heldur og mér finnst mikilvægt að koma því á framfæri við íbúa á Reykjanesi að þeir ættu að láta heita vatnið renna. Það hjálpar, þá rennur meira í gegnum lögnina og eins ótrúlegt og það hljómar þá hjálpar það lögninni þegar hún er undir þessu álagi með nýtt hraun ofan á sér.“ Viðbragð erlendra miðla hófstilltara Guðrún segir að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarráðherra, hafi einnig á fundinum farið yfir viðbragð erlendra miðla við eldgosinu og ferðaþjónustunnar almennt. „Það var hófstilltara viðbragð miðað við oft áður. Það var einnig meiri ró yfir ferðamanna því upplýsingagjöf til þeirra, og erlendra miðla, var hófstillt og góð. Það var hvergi panikk í greininni eða hjá þeim ferðamönnum sem hér eru staddir. Það virðist vera þannig að þegar ferðamenn eru að koma hingað núna þekki þeir það að eldgosin eru reglubundin og eru tiltölulega róleg yfir því.“ Hægt er að fylgjast með helstu vendingum er varða eldgosið í vaktinni hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. 21. nóvember 2024 19:14 Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist standa við þá fullyrðingu að eldgosatímabilinu muni ljúka fljótlega við Sundhnúksgígaröðina. Hann hefur áður fullyrt að því myndi ljúka í haust en það varð ekki raunin. Sjöunda gosið á einu ári hófst klukkan 23:14 í gær, en sjötta gos þessa árs. 21. nóvember 2024 18:33 Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir að aldrei hafi verið uppi stórkostlegar áhyggjur um að lónið sjálft færi undir hraun. Áætlanir hafi verið til um hvernig skyldi fyllt upp í varnargarða ef til eldgoss kæmi. 21. nóvember 2024 16:47 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. 21. nóvember 2024 19:14
Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist standa við þá fullyrðingu að eldgosatímabilinu muni ljúka fljótlega við Sundhnúksgígaröðina. Hann hefur áður fullyrt að því myndi ljúka í haust en það varð ekki raunin. Sjöunda gosið á einu ári hófst klukkan 23:14 í gær, en sjötta gos þessa árs. 21. nóvember 2024 18:33
Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir að aldrei hafi verið uppi stórkostlegar áhyggjur um að lónið sjálft færi undir hraun. Áætlanir hafi verið til um hvernig skyldi fyllt upp í varnargarða ef til eldgoss kæmi. 21. nóvember 2024 16:47