Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 08:59 Olaf Scholz (fremri) og Boris Pistorius (aftari) í þýska þinginu fyrr í þessum mánuði. AP/Markus Schreiber Allt stefnir í að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, verði áfram kanslaraefni Sósíademókrataflokksins eftir að líklegasti arftaki hans lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir sæti hans. Scholz er óvinsælasti kanslari síðari tíma og hafa margir leiðtoga flokksins hvatt hann til þess að stíga til hliðar. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar eftir þriggja flokka samsteypustjórn sósíaldemókrata, Frjálsra demókrata og Græningja sprakk fyrr í þessum mánuði. Scholz hefur reynst sögulega óvinsæll kanslari og því vildu mörg flokkssystkini hans að hann viki fyrir Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, sem er vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Pistorius tilkynnti hins vegar í gær að hann ætlaði ekki að falast eftir því að leysa Scholz af hólmi sem kanslaraefni flokksins. Sagði hann það sína eigin persónulega ákvörðun, að því er segir í frétt Reuters. „Í Olaf Scholz höfum við framúrskarandi ríkiskanslara. Hann hefur leitt samsteypustjórn þriggja flokka í gegnum mögulega stærsta neyðarástand síðustu áratuga,“ sagði Pistorius sem lýsti í fyrsta skipti yfir afgerandi stuðningi við framboð Scholz. Horfur Sósíaldemókrataflokksins eru því ekki góðar í kosningunum. Flokkurinn mælist nú með um fimmtán prósent í skoðanakönnunum á landsvísu sem er um tíu prósentustigum minna en hann fékk upp úr kjörkössunum í kosningum árið 2021. Segist skynsamlegasti kosturinn því hann er á bremsunni gagnvart Úkraínu Scholz sjálfur ætlar að keyra kosningabaráttu sína á því að hann sé skynsamasti kosturinn sem kanslari Þýskalands, að sögn dagblaðsins Politico. Hann vísar meðal annars til andstöðu sinnar við að styrkja Úkraínu með þýskum Taurus langdrægum skotflaugum sem hann óttast að gæti leitt til stigmögnunar stríðsins. Friedrich Merz, kanslaraefni Kristilegra demókrata, segist aftur á móti tilbúinn að senda Úkraínumönnum Taurus-flaugar til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. Kristilegir demókratar mælast stærstir í skoðanakönnunum. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. 15. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar eftir þriggja flokka samsteypustjórn sósíaldemókrata, Frjálsra demókrata og Græningja sprakk fyrr í þessum mánuði. Scholz hefur reynst sögulega óvinsæll kanslari og því vildu mörg flokkssystkini hans að hann viki fyrir Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, sem er vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Pistorius tilkynnti hins vegar í gær að hann ætlaði ekki að falast eftir því að leysa Scholz af hólmi sem kanslaraefni flokksins. Sagði hann það sína eigin persónulega ákvörðun, að því er segir í frétt Reuters. „Í Olaf Scholz höfum við framúrskarandi ríkiskanslara. Hann hefur leitt samsteypustjórn þriggja flokka í gegnum mögulega stærsta neyðarástand síðustu áratuga,“ sagði Pistorius sem lýsti í fyrsta skipti yfir afgerandi stuðningi við framboð Scholz. Horfur Sósíaldemókrataflokksins eru því ekki góðar í kosningunum. Flokkurinn mælist nú með um fimmtán prósent í skoðanakönnunum á landsvísu sem er um tíu prósentustigum minna en hann fékk upp úr kjörkössunum í kosningum árið 2021. Segist skynsamlegasti kosturinn því hann er á bremsunni gagnvart Úkraínu Scholz sjálfur ætlar að keyra kosningabaráttu sína á því að hann sé skynsamasti kosturinn sem kanslari Þýskalands, að sögn dagblaðsins Politico. Hann vísar meðal annars til andstöðu sinnar við að styrkja Úkraínu með þýskum Taurus langdrægum skotflaugum sem hann óttast að gæti leitt til stigmögnunar stríðsins. Friedrich Merz, kanslaraefni Kristilegra demókrata, segist aftur á móti tilbúinn að senda Úkraínumönnum Taurus-flaugar til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. Kristilegir demókratar mælast stærstir í skoðanakönnunum.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. 15. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. 15. nóvember 2024 15:06
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“