Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar 22. nóvember 2024 07:45 Náttúruperlan Ísland fær ekki mikla athygli í kosningabaráttunni. Stundum finnst manni að allir Íslendingar eigi að lifa sig inn í tilgang lífsins eins og hann er skilgeindur af verðbólgumarkmiðum Seðlabankas. Það er reyndar efni í martröð fyrir sitt leyti, en við sem söknum þess að umhverfi, náttúra og tilvist mannsins með lífinu á jörðinni fái viðeigandi umtal í pólitíkinni verðum þá bara að taka til okkar ráða. Grípa hvert það tækifæri sem gefst þegar framboð og flokkar bjóða okkur upp á umræður. Hér er spurningalisti fyrir áræðna kjósendur sem vilja að Alþingi elski náttúruna jafn heitt og við. Handbók kjósandans, spurningar til framboða: 1) Rafvæðing í samgögnum á landi mun skila miklu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Styður þú hraða fjárfestingu í slíkri framkvæmd strax í upphafi næsta kjörtímabils með tölusettum mælikvörðum fyrir árangur á næstu 4 árum? (Samgöngur á landi skila 30% af losun sem skrifast á samfélagsreikninginn). Já - nei - kannski. Athugasemd: Við gætum stefnt að því að 2030 verði 80% fólksbílaflotans rafvædd og losun minnkað um 60-70% frá umferð með tilheyrandi gjaldeyrissparnaði. Fjárfesting í innviðum og hvatar myndu borga sig til baka fljótt. 2) Vilt þú setja: a)opinbera heildarstefnu um vindorkuver áður en lengra er haldið?Já - nei - kannski. b) sem m.a. takmarkar, að sinni, fjölda mögulegra svæða fyrir vindmyllur? Já - nei - kannski. c) og tryggir að vindorkuvinnsla verði í samfélagslegri eigu eins og t.d. Landsvirkjun og Orkuveitan? Já - nei - kannski. d) Og tryggja með lagasetningu að heimili og smáfyrirtæki (utan stóriðju) hafi forkaupsrétt á orku í landinu til eigin nota á lægsta mögulega verði en ekki á markaði í samkeppni við hæstu bjóðendur? 3) Getur þú stutt tillögu um að engar frekari viðbætur verði á sjókvíaeldi næstu fimm ár meðan Alþingi setur skýran lagaramma um greinina út frá bestu þekktu aðferðum við lagareldi í heiminum? Ekki fleiri kvíar, ekki fleiri svæði, ekki meira eldismagn? Stopp í fimm ár til að taka utan um vandann? Já - nei - kannski. 4) Ert þú sammála þeim niðurstöðum vísindaráðs SÞ (ICCP) að hlýnun jarðar sé af mannavöldum og þar af leiðandi þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að takmarka hlýnun við 1,5-2 gráður á viðmiðunarskeiði? Já - nei - kannski. Athugasemd: Hér er átt við hvort Ísland vilji leggja sitt af mörkum til að standa við Parísarsamkomulagið. Árið í ár er talið það heitasta að meðtali á jörðinni í amk 125.000 ár, og árið á undan sló öll fyrri met þar áður. Til er fólk sem trúir ekki vísindum og segir enga hlýnun af mannavöldum. 5) Á næsta kjörtímabili ræðst hvort lágmarksmarkmið Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda næst fyrir 2030 í samanburði við viðmiðunarár. Loftslagsráð sendi frá sér mjög alvarlega brýningu fyrir nokkrum dögum þar sem núverandi staða er harðlega gagnrýnd: ,,Nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða. Stjórnvöld þurfa að sýna frumkvæði, stefnufestu, fyrirhyggju og fyrirsjáanleika í aðgerðum í loftslagsmálum. Allir ráðherrar næstu ríkisstjórnar og Alþingi þurfa að leggjast á eitt” - segir ráðið. Vilt þú setja í forgang að ná þessu markmiði? Forgangur þýðir hér eitt af þremur aðalmálum næstu ríkisstjórnar. Já - nei - kannski. 6) Nýlega sendu 40 heimskunnir loftslags- og hafsérfræðingar bréf til Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem þeir vöruðu við stórauknum líkum á því að umbreyting gæti orðið í hafinu og straumakerfi vegna hlýnunar á jörðu og í hafi. Ísland gæti í raun snarkólnað vegna þess að hlýir hafstraumar ná ekki lengur til landsins ef þessum vendipunkti er náð. Telur þú ástæðu til að bregðast sérstaklega við þessu erindi? Já - nei - kannski. Athugasemd: Bréf þetta lýsir nýjum niðurstöðum rannsókna um ,,bláa” kuldapollinn suður af Ísland sem er til kominn vegna þess að hægir á straumakerfinu sem flytur varma sunnan úr höfum til Íslands og norðursvæða. Ástæðan er hlýnun hafsins og tengdir umhverfisþættir. Líkurnar á ,,vendipunkti” þar sem þetta kerfi stöðvast eru taldar mun meiri nú en áður var ætlað. Svo þversagnakennt sem það er gæti kólnað mikið á Íslandi þótt jörðin í heild ofhitni. Hagsmunir Íslands af því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hægja á hlýnun eru því gríðarlegir. Jafnvel tilvistarlegir. 7) Viltu stöðva hvalveiðar? Já - nei - kannski. Athugasemd: Ísland getur ákveðið að hætta hvalveiðum ótímabundið í stað þess að setja bann við nýtingu „auðlinda“ í efnahagslögsögunni. Til dæmis með skírskotun til ómannúðlegra aðferða við veiðar. Þetta er mildara orðalag af lagatæknilegum ástæðum en ,,bann” en hefur sömu afleiðingar. 8) Vill þinn flokkur stöðva framræslu votlendis og endurheimta það sem tapast hefur, til dæmis með því að hefja endurheimt á meira en 300 ríkisjörðum? Já - nei - kannski. Athugasemd til fróðleiks: Losun frá landi er einn stærsti losunarþáttur Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Votlendi er dýrmætt vistkerfi sem hættir að losa ef það er endurheimt. Mikil losun myndi snúast við og verða að bindingu. 9) Matarsóun á Íslandi er talin nema 150 kílóum á mann á ári, um það bil. Hefur þinn flokkur einhverja hugmynd um hvernig mætti minnka þetta? Já - nei - líklega ekki. Athugasemd: Það er gott að flokka en best að búa ekki til úrgang sem þarf að farga. Og svo er sóun bara sóun sem allir ættu að sameinast um að stöðva. 10) Vissir þú að árið 2020 skrifuðu 70 þjóðarleiðtogar undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem lýst er yfir „hnattrænu neyðarástandi” vegna þess að vistkerfin á jörðinni hrynja? Talið er að 70% af lifandi dýrum og plöntum á landi hafi verið drepin af völdum mannlegra athafna síðustu 50 ár. Ein milljón tegunda er talin í útrýmingarhættu. Þetta stríð gegn náttúrunni hefur verið kallað ,,Sjötta útrýmingin”. a) Vissir þú þetta? Já - nei - eiginlega ekki. b) Vissir þú að Katrín Jakobsdóttir skrifaði undir þessa yfirlýsingu sem forsætisráðherra Íslands? Já - nei - eiginlega ekki. c) Veist þú að síðan þá hafa meira en 30 þjóðarleiðtogar bæst við þessa yfirlýsingu um neyðarástand og vistkerfin halda áfram að hrynja? d) Veist þú að sjófuglastofnar við Ísland hrynja líka á sama hraða og vistkerfi heimsins almennt og lundastofninn okkar hefur hrunið um 70% eins og flest dýr og plöntur á jarðríki? Já, nei, eiginlega ekki. e) Skiptir þetta máli? Já - nei - kannski. Meira um hrun vistkerfanna: Living planet report. Bónusefni: Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið. Halldór Björnsson formaður loftslagsráðs útskýrir hvers vegna þú átt að nota þessar spurningar ef þú hittir frambjóðanda: ,,Vandinn er kerfislægur og þarf að leysa á því plani. Það er vissulega gott ef við hugum að kolefnisspori okkar, en kolefnisspor einstaklinga mun ekki ráða úrslitum. Til að ná tökum á vandanum þarf hnitmiðaðar aðgerðir ríkisstjórna heimsins, sem þurfa að umbreyta hinu hnattræna efnahagskerfi svo það gangi á endurnýjanlegri orku sem ekki mengar eða veldur komandi kynslóðum tjóni”. Fjöldi samtaka standa fyrir fundi í húsi Íslenskrar erfðagreiningar laugardaginn 23. nóvember kl. 14. Allt fólk velkomið og streymt frá fundinum líka. Höfundur er félagi í Aldin, umhverfisverndarsamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Náttúruperlan Ísland fær ekki mikla athygli í kosningabaráttunni. Stundum finnst manni að allir Íslendingar eigi að lifa sig inn í tilgang lífsins eins og hann er skilgeindur af verðbólgumarkmiðum Seðlabankas. Það er reyndar efni í martröð fyrir sitt leyti, en við sem söknum þess að umhverfi, náttúra og tilvist mannsins með lífinu á jörðinni fái viðeigandi umtal í pólitíkinni verðum þá bara að taka til okkar ráða. Grípa hvert það tækifæri sem gefst þegar framboð og flokkar bjóða okkur upp á umræður. Hér er spurningalisti fyrir áræðna kjósendur sem vilja að Alþingi elski náttúruna jafn heitt og við. Handbók kjósandans, spurningar til framboða: 1) Rafvæðing í samgögnum á landi mun skila miklu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Styður þú hraða fjárfestingu í slíkri framkvæmd strax í upphafi næsta kjörtímabils með tölusettum mælikvörðum fyrir árangur á næstu 4 árum? (Samgöngur á landi skila 30% af losun sem skrifast á samfélagsreikninginn). Já - nei - kannski. Athugasemd: Við gætum stefnt að því að 2030 verði 80% fólksbílaflotans rafvædd og losun minnkað um 60-70% frá umferð með tilheyrandi gjaldeyrissparnaði. Fjárfesting í innviðum og hvatar myndu borga sig til baka fljótt. 2) Vilt þú setja: a)opinbera heildarstefnu um vindorkuver áður en lengra er haldið?Já - nei - kannski. b) sem m.a. takmarkar, að sinni, fjölda mögulegra svæða fyrir vindmyllur? Já - nei - kannski. c) og tryggir að vindorkuvinnsla verði í samfélagslegri eigu eins og t.d. Landsvirkjun og Orkuveitan? Já - nei - kannski. d) Og tryggja með lagasetningu að heimili og smáfyrirtæki (utan stóriðju) hafi forkaupsrétt á orku í landinu til eigin nota á lægsta mögulega verði en ekki á markaði í samkeppni við hæstu bjóðendur? 3) Getur þú stutt tillögu um að engar frekari viðbætur verði á sjókvíaeldi næstu fimm ár meðan Alþingi setur skýran lagaramma um greinina út frá bestu þekktu aðferðum við lagareldi í heiminum? Ekki fleiri kvíar, ekki fleiri svæði, ekki meira eldismagn? Stopp í fimm ár til að taka utan um vandann? Já - nei - kannski. 4) Ert þú sammála þeim niðurstöðum vísindaráðs SÞ (ICCP) að hlýnun jarðar sé af mannavöldum og þar af leiðandi þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að takmarka hlýnun við 1,5-2 gráður á viðmiðunarskeiði? Já - nei - kannski. Athugasemd: Hér er átt við hvort Ísland vilji leggja sitt af mörkum til að standa við Parísarsamkomulagið. Árið í ár er talið það heitasta að meðtali á jörðinni í amk 125.000 ár, og árið á undan sló öll fyrri met þar áður. Til er fólk sem trúir ekki vísindum og segir enga hlýnun af mannavöldum. 5) Á næsta kjörtímabili ræðst hvort lágmarksmarkmið Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda næst fyrir 2030 í samanburði við viðmiðunarár. Loftslagsráð sendi frá sér mjög alvarlega brýningu fyrir nokkrum dögum þar sem núverandi staða er harðlega gagnrýnd: ,,Nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða. Stjórnvöld þurfa að sýna frumkvæði, stefnufestu, fyrirhyggju og fyrirsjáanleika í aðgerðum í loftslagsmálum. Allir ráðherrar næstu ríkisstjórnar og Alþingi þurfa að leggjast á eitt” - segir ráðið. Vilt þú setja í forgang að ná þessu markmiði? Forgangur þýðir hér eitt af þremur aðalmálum næstu ríkisstjórnar. Já - nei - kannski. 6) Nýlega sendu 40 heimskunnir loftslags- og hafsérfræðingar bréf til Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem þeir vöruðu við stórauknum líkum á því að umbreyting gæti orðið í hafinu og straumakerfi vegna hlýnunar á jörðu og í hafi. Ísland gæti í raun snarkólnað vegna þess að hlýir hafstraumar ná ekki lengur til landsins ef þessum vendipunkti er náð. Telur þú ástæðu til að bregðast sérstaklega við þessu erindi? Já - nei - kannski. Athugasemd: Bréf þetta lýsir nýjum niðurstöðum rannsókna um ,,bláa” kuldapollinn suður af Ísland sem er til kominn vegna þess að hægir á straumakerfinu sem flytur varma sunnan úr höfum til Íslands og norðursvæða. Ástæðan er hlýnun hafsins og tengdir umhverfisþættir. Líkurnar á ,,vendipunkti” þar sem þetta kerfi stöðvast eru taldar mun meiri nú en áður var ætlað. Svo þversagnakennt sem það er gæti kólnað mikið á Íslandi þótt jörðin í heild ofhitni. Hagsmunir Íslands af því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hægja á hlýnun eru því gríðarlegir. Jafnvel tilvistarlegir. 7) Viltu stöðva hvalveiðar? Já - nei - kannski. Athugasemd: Ísland getur ákveðið að hætta hvalveiðum ótímabundið í stað þess að setja bann við nýtingu „auðlinda“ í efnahagslögsögunni. Til dæmis með skírskotun til ómannúðlegra aðferða við veiðar. Þetta er mildara orðalag af lagatæknilegum ástæðum en ,,bann” en hefur sömu afleiðingar. 8) Vill þinn flokkur stöðva framræslu votlendis og endurheimta það sem tapast hefur, til dæmis með því að hefja endurheimt á meira en 300 ríkisjörðum? Já - nei - kannski. Athugasemd til fróðleiks: Losun frá landi er einn stærsti losunarþáttur Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Votlendi er dýrmætt vistkerfi sem hættir að losa ef það er endurheimt. Mikil losun myndi snúast við og verða að bindingu. 9) Matarsóun á Íslandi er talin nema 150 kílóum á mann á ári, um það bil. Hefur þinn flokkur einhverja hugmynd um hvernig mætti minnka þetta? Já - nei - líklega ekki. Athugasemd: Það er gott að flokka en best að búa ekki til úrgang sem þarf að farga. Og svo er sóun bara sóun sem allir ættu að sameinast um að stöðva. 10) Vissir þú að árið 2020 skrifuðu 70 þjóðarleiðtogar undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem lýst er yfir „hnattrænu neyðarástandi” vegna þess að vistkerfin á jörðinni hrynja? Talið er að 70% af lifandi dýrum og plöntum á landi hafi verið drepin af völdum mannlegra athafna síðustu 50 ár. Ein milljón tegunda er talin í útrýmingarhættu. Þetta stríð gegn náttúrunni hefur verið kallað ,,Sjötta útrýmingin”. a) Vissir þú þetta? Já - nei - eiginlega ekki. b) Vissir þú að Katrín Jakobsdóttir skrifaði undir þessa yfirlýsingu sem forsætisráðherra Íslands? Já - nei - eiginlega ekki. c) Veist þú að síðan þá hafa meira en 30 þjóðarleiðtogar bæst við þessa yfirlýsingu um neyðarástand og vistkerfin halda áfram að hrynja? d) Veist þú að sjófuglastofnar við Ísland hrynja líka á sama hraða og vistkerfi heimsins almennt og lundastofninn okkar hefur hrunið um 70% eins og flest dýr og plöntur á jarðríki? Já, nei, eiginlega ekki. e) Skiptir þetta máli? Já - nei - kannski. Meira um hrun vistkerfanna: Living planet report. Bónusefni: Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið. Halldór Björnsson formaður loftslagsráðs útskýrir hvers vegna þú átt að nota þessar spurningar ef þú hittir frambjóðanda: ,,Vandinn er kerfislægur og þarf að leysa á því plani. Það er vissulega gott ef við hugum að kolefnisspori okkar, en kolefnisspor einstaklinga mun ekki ráða úrslitum. Til að ná tökum á vandanum þarf hnitmiðaðar aðgerðir ríkisstjórna heimsins, sem þurfa að umbreyta hinu hnattræna efnahagskerfi svo það gangi á endurnýjanlegri orku sem ekki mengar eða veldur komandi kynslóðum tjóni”. Fjöldi samtaka standa fyrir fundi í húsi Íslenskrar erfðagreiningar laugardaginn 23. nóvember kl. 14. Allt fólk velkomið og streymt frá fundinum líka. Höfundur er félagi í Aldin, umhverfisverndarsamtökum.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar