Handbolti

Frá­bær enda­sprettur hjá Janusi Daða og fé­lögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Janus Daði Smárason og félagar komu til baka í Póllandi í kvöld.
Janus Daði Smárason og félagar komu til baka í Póllandi í kvöld. Vísir/Vilhelm

Íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason og félagar í Szeged unnu flottan útisigur á pólska liðinu Industria Kielce í Meistaradeildinni í kvöld.

Szeged vann leikinn á endanum með fjögurra marka mun en þeir voru þremur mörkum undir, 28-25, þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka.

Szeged menn skoruðu þá fimm mörk í röð og lögðu grunninn að sigrinum. Janus Daði skoraði eitt af þessum fimm mörkum en hann endaði með þrjú mörk í kvöld.

Szeged vann leikinn á endanum 35-31 og vann því lokakafla leiksins 10-3.

Kielce var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19-17, en gaf eftir í lokin. Þetta var þriðja tap liðsins í röð í Meistaradeildinni.

Szeged komst upp í annað sætið í B-riðlinum með þessum sigri sem var sá fimmti í átta Meistaradeildarleikjum í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×