Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2024 15:06 Rauði stórrisinn WOH G64 er umlukinn egglaga hýði sem er talinn vera gas og ryk úr ytri lögum hans sem stjarnan varpar frá sér þegar hún nálgast það að springa. ESO/K. Ohnaka et al. Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. WOH G64 í Stóra Magellanskýinu hefur verið þekkt lengi. Hún er skilgreind sem rauður stórrisi og er um tvö þúsund sinnum stærri en sólin okkar. Stjarnan hefur af þessum sökum verið nefnd „ferlíkið“ af stjörnufræðingum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þótt tugir stjarna í Vetrarbrautinni hafi áður verið rannsakaðar í nærmynd hefur vísindamönnum reynst erfitt að gerast svo nærgöngulir við fjarlægari stjörnur utan hennar. Það tókst hópi stjörnufræðinga þökk sé nýlegu mælitæki á VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þegar stjörnufræðingarnir þysjuðu inn á WOH G64 blasti við þeim egglaga hýði utan um stjörnuna sem þeir telja að sé myndað úr gasi og ryki sem stjarnan gefur frá sér í dauðateygjum sínum. Stórrisar eins og WOH G64 varpa frá sér ytri lögum sínum þegar þær nálgast endalok sín. Talið er að stjarnan sé á síðustu stigunum áður en hún verður að sprengistjörnu. Sólstjörnur sem eru átta til tíu sinnum massameiri en stjarnan enda daga sína sem sprengistjörnur. „Þessi stjarna er ein sú öfgafyllsta sinnar tegundar og róttækar breytingar á henni gætu fært hann nær því að springa,“ segir Jacco van Loon frá Keele-háskóla Á Englandi sem hefur fylgst með ferlíkinu frá því á tíunda áratug síðustu aldar. Lögunin kom stjörnufræðingunum á óvart þar sem fyrri athuganir og tölvulíkön höfðu gefið þeim aðra mynd af þessu stigi í lífi stjarna af þessu tagi. Vísindamennirnir telja að sporöskjulaga hjúpurinn utan um stjörnuna skýrist annað hvort af efninu sem hún gefur frá sér eða þyngdaráhrifum fylgistjörnu sem þeir hafa ekki enn komið auga á. Dofnar eftir því sem á líður Athuganirnar leiddu einnig í ljós að WOH G64 hefur orðið daufari undanfarin tíu ár. Tilgáta vísindamannanna er að efnishjúpurinn í kringum hana skyggi á hana. Þetta þýðir að áframhaldandi rannsóknir á henni verða erfiðari eftir því sem tíminn líður. Teymið sem stóð að rannsókninni ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fyrir það og stefnir á að fylgjast áfram með stjörnunni dauðadæmdu. „Sambærilegar framhaldsrannsóknir með ESO-mælitækjum eru mikilvægar til þess að skilja hvað gengur á í stjörnunni,“ segir Keiichi Ohnaka, stjarneðlisfrðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði rannsókninni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
WOH G64 í Stóra Magellanskýinu hefur verið þekkt lengi. Hún er skilgreind sem rauður stórrisi og er um tvö þúsund sinnum stærri en sólin okkar. Stjarnan hefur af þessum sökum verið nefnd „ferlíkið“ af stjörnufræðingum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þótt tugir stjarna í Vetrarbrautinni hafi áður verið rannsakaðar í nærmynd hefur vísindamönnum reynst erfitt að gerast svo nærgöngulir við fjarlægari stjörnur utan hennar. Það tókst hópi stjörnufræðinga þökk sé nýlegu mælitæki á VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þegar stjörnufræðingarnir þysjuðu inn á WOH G64 blasti við þeim egglaga hýði utan um stjörnuna sem þeir telja að sé myndað úr gasi og ryki sem stjarnan gefur frá sér í dauðateygjum sínum. Stórrisar eins og WOH G64 varpa frá sér ytri lögum sínum þegar þær nálgast endalok sín. Talið er að stjarnan sé á síðustu stigunum áður en hún verður að sprengistjörnu. Sólstjörnur sem eru átta til tíu sinnum massameiri en stjarnan enda daga sína sem sprengistjörnur. „Þessi stjarna er ein sú öfgafyllsta sinnar tegundar og róttækar breytingar á henni gætu fært hann nær því að springa,“ segir Jacco van Loon frá Keele-háskóla Á Englandi sem hefur fylgst með ferlíkinu frá því á tíunda áratug síðustu aldar. Lögunin kom stjörnufræðingunum á óvart þar sem fyrri athuganir og tölvulíkön höfðu gefið þeim aðra mynd af þessu stigi í lífi stjarna af þessu tagi. Vísindamennirnir telja að sporöskjulaga hjúpurinn utan um stjörnuna skýrist annað hvort af efninu sem hún gefur frá sér eða þyngdaráhrifum fylgistjörnu sem þeir hafa ekki enn komið auga á. Dofnar eftir því sem á líður Athuganirnar leiddu einnig í ljós að WOH G64 hefur orðið daufari undanfarin tíu ár. Tilgáta vísindamannanna er að efnishjúpurinn í kringum hana skyggi á hana. Þetta þýðir að áframhaldandi rannsóknir á henni verða erfiðari eftir því sem tíminn líður. Teymið sem stóð að rannsókninni ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fyrir það og stefnir á að fylgjast áfram með stjörnunni dauðadæmdu. „Sambærilegar framhaldsrannsóknir með ESO-mælitækjum eru mikilvægar til þess að skilja hvað gengur á í stjörnunni,“ segir Keiichi Ohnaka, stjarneðlisfrðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira