Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 14:31 Alls konar stéttir fara í verkfall með aðferðum sem eiga að vera óþægilegar, t.d. lítill hluti hótelstarfsfólks, sem gerir það að verkum að hótelið lamast. Þetta er alltaf strategía því verkföll eru eins konar stríðsástand. Nú eru kennarar búnir að fá nóg af vanvirðingu og því að laun þeirra hafi ekki verið leiðrétt í samræmi við 8 ára samkomulag. Þeir ákveða að beita verkfallsvopninu þannig að þeir geti haldið lengi út, vegna þess að þeir vita, að fenginni áratuga reynslu, að það er við ísjaka að etja; djúpstætt virðingarleysi og óorðaðar hugmyndir um að þeir sem sinni börnum (sögulega séð, mamman, amman, kennarar = konur) eigi að gera það vegna þess að það sé skylda þeirra og vegna þess að þær bera einfaldlega þessa ábyrgð. Hvernig dirfast kennarar... og nú heitir það: ,,Hvernig dirfast þeir að mismuna börnum.'' Foreldrar þeirra barna sem geta ekki farið í skóla eða leikskóla biðja um andmælarétt; senda bréf og krefjast þess að fá fund með kennurum, á þeirri forsendu að verið sé að mismuna börnum. Þessar mótbárur hljóma mjög lærðar og gáfulegar á yfirborðinu, en eru í raun byggðar á þessum sama djúpstæða misskilningi og fordómum í garð kvenna sem sinna börnum; þær séu að gera skyldu sína. Misskilningurinn felst einnig í því að rugla saman kennurum og stjórnsýslustofnunum; Stjórnsýslustofnanir þurfa lögum samkvæmt að gæta jafnræðis og andmælaréttar, ekki fólk í verkfalli. Þetta er ógeðslega erfitt ástand fyrir þær fjölskyldur sem fyrir því verða, en bíllinn kemst einfaldlega ekki lengra. Á þá að sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Höfundur er kennaramenntaður og í ML-námi í lögfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alls konar stéttir fara í verkfall með aðferðum sem eiga að vera óþægilegar, t.d. lítill hluti hótelstarfsfólks, sem gerir það að verkum að hótelið lamast. Þetta er alltaf strategía því verkföll eru eins konar stríðsástand. Nú eru kennarar búnir að fá nóg af vanvirðingu og því að laun þeirra hafi ekki verið leiðrétt í samræmi við 8 ára samkomulag. Þeir ákveða að beita verkfallsvopninu þannig að þeir geti haldið lengi út, vegna þess að þeir vita, að fenginni áratuga reynslu, að það er við ísjaka að etja; djúpstætt virðingarleysi og óorðaðar hugmyndir um að þeir sem sinni börnum (sögulega séð, mamman, amman, kennarar = konur) eigi að gera það vegna þess að það sé skylda þeirra og vegna þess að þær bera einfaldlega þessa ábyrgð. Hvernig dirfast kennarar... og nú heitir það: ,,Hvernig dirfast þeir að mismuna börnum.'' Foreldrar þeirra barna sem geta ekki farið í skóla eða leikskóla biðja um andmælarétt; senda bréf og krefjast þess að fá fund með kennurum, á þeirri forsendu að verið sé að mismuna börnum. Þessar mótbárur hljóma mjög lærðar og gáfulegar á yfirborðinu, en eru í raun byggðar á þessum sama djúpstæða misskilningi og fordómum í garð kvenna sem sinna börnum; þær séu að gera skyldu sína. Misskilningurinn felst einnig í því að rugla saman kennurum og stjórnsýslustofnunum; Stjórnsýslustofnanir þurfa lögum samkvæmt að gæta jafnræðis og andmælaréttar, ekki fólk í verkfalli. Þetta er ógeðslega erfitt ástand fyrir þær fjölskyldur sem fyrir því verða, en bíllinn kemst einfaldlega ekki lengra. Á þá að sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Höfundur er kennaramenntaður og í ML-námi í lögfræði.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar