Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 09:31 Kona virðir fyrir sér listaverkið „Comedian“ sal Sotheby's í New York á dögunum. AP/Eduardo Munoz Alvarez Huglægt listaverk seldist á uppboði fyrir 6,2 milljónir dala (um 850 milljónir króna) í New York í gær. Um er að ræða banana sem festur hefur verið á hvítan vegg með límbandi og var listaverkið keypt af auðugum rafmyntabraskara. Listaverkið kallast „Comedian“ eða „Grínisti“ og er eftir Maruizio Cattelan, ítalskan listamann. Það var fyrst opinberað á sýningu í Flórída árið 2019 og vakti þá gífurlega athygli. Á einum tímapunkti tók annar listamaður sig til og át bananann. Þrjár útgáfur af listaverkinu seldust þá á milli 120 og 150 þúsund dala, samkvæmt AP fréttaveitunni, en fjarlægja þurfti listaverkið af umræddri sýningu vegna þeirrar gífurlegu athygli sem það vakti. Nú hefur Justin Sun, stofnandi TRON rafmyntakauphallarinnar, keypt listaverkið á uppboði hjá Sotheby‘s. Í rauninni keypti hann vottorð sem gerir honum kleift að líma banana á vegg og kallað það „Grínista“, þar sem ekki er um eitt sérstakt listaverk að ræða heldur huglægt listaverk. AP segir uppboðið hafa farið af stað í átta hundruð þúsund dölum og upphæðin hafi hækkað gífurlega hratt. „Þetta eru orð sem ég hélt ég myndi aldrei segja: Fimm milljónir dala fyrir banana,“ sagði Oliver Barker, uppboðsstjórnandinn á einum tímapunkti. Uppboðið endaði í 5,2 milljónum en við það bættist svo ein milljón dala sem fer til uppboðsfyrirtækisins. Sun sendi í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem hann sagði „Grínistann“ ekki eingöngu listaverk, heldur menningarfyrirbæri sem brúi heima listarinnar, jarma (e. meme) og rafmynta. Þá sagðist hann ætla að éta bananann á næstu dögum. I’m thrilled to announce that I’ve bought the banana🍌 !!! @SpaceX @Sothebys I am Justin Sun, and I’m excited to share that I have successfully acquired Maurizio Cattelan’s iconic work, Comedian for $6.2 million. This is not just an artwork; it represents a cultural phenomenon… pic.twitter.com/lAj1RE6y0C— H.E. Justin Sun 🍌 (@justinsuntron) November 21, 2024 Bandaríkin Menning Rafmyntir Myndlist Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Listaverkið kallast „Comedian“ eða „Grínisti“ og er eftir Maruizio Cattelan, ítalskan listamann. Það var fyrst opinberað á sýningu í Flórída árið 2019 og vakti þá gífurlega athygli. Á einum tímapunkti tók annar listamaður sig til og át bananann. Þrjár útgáfur af listaverkinu seldust þá á milli 120 og 150 þúsund dala, samkvæmt AP fréttaveitunni, en fjarlægja þurfti listaverkið af umræddri sýningu vegna þeirrar gífurlegu athygli sem það vakti. Nú hefur Justin Sun, stofnandi TRON rafmyntakauphallarinnar, keypt listaverkið á uppboði hjá Sotheby‘s. Í rauninni keypti hann vottorð sem gerir honum kleift að líma banana á vegg og kallað það „Grínista“, þar sem ekki er um eitt sérstakt listaverk að ræða heldur huglægt listaverk. AP segir uppboðið hafa farið af stað í átta hundruð þúsund dölum og upphæðin hafi hækkað gífurlega hratt. „Þetta eru orð sem ég hélt ég myndi aldrei segja: Fimm milljónir dala fyrir banana,“ sagði Oliver Barker, uppboðsstjórnandinn á einum tímapunkti. Uppboðið endaði í 5,2 milljónum en við það bættist svo ein milljón dala sem fer til uppboðsfyrirtækisins. Sun sendi í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem hann sagði „Grínistann“ ekki eingöngu listaverk, heldur menningarfyrirbæri sem brúi heima listarinnar, jarma (e. meme) og rafmynta. Þá sagðist hann ætla að éta bananann á næstu dögum. I’m thrilled to announce that I’ve bought the banana🍌 !!! @SpaceX @Sothebys I am Justin Sun, and I’m excited to share that I have successfully acquired Maurizio Cattelan’s iconic work, Comedian for $6.2 million. This is not just an artwork; it represents a cultural phenomenon… pic.twitter.com/lAj1RE6y0C— H.E. Justin Sun 🍌 (@justinsuntron) November 21, 2024
Bandaríkin Menning Rafmyntir Myndlist Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira