Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 09:31 Kona virðir fyrir sér listaverkið „Comedian“ sal Sotheby's í New York á dögunum. AP/Eduardo Munoz Alvarez Huglægt listaverk seldist á uppboði fyrir 6,2 milljónir dala (um 850 milljónir króna) í New York í gær. Um er að ræða banana sem festur hefur verið á hvítan vegg með límbandi og var listaverkið keypt af auðugum rafmyntabraskara. Listaverkið kallast „Comedian“ eða „Grínisti“ og er eftir Maruizio Cattelan, ítalskan listamann. Það var fyrst opinberað á sýningu í Flórída árið 2019 og vakti þá gífurlega athygli. Á einum tímapunkti tók annar listamaður sig til og át bananann. Þrjár útgáfur af listaverkinu seldust þá á milli 120 og 150 þúsund dala, samkvæmt AP fréttaveitunni, en fjarlægja þurfti listaverkið af umræddri sýningu vegna þeirrar gífurlegu athygli sem það vakti. Nú hefur Justin Sun, stofnandi TRON rafmyntakauphallarinnar, keypt listaverkið á uppboði hjá Sotheby‘s. Í rauninni keypti hann vottorð sem gerir honum kleift að líma banana á vegg og kallað það „Grínista“, þar sem ekki er um eitt sérstakt listaverk að ræða heldur huglægt listaverk. AP segir uppboðið hafa farið af stað í átta hundruð þúsund dölum og upphæðin hafi hækkað gífurlega hratt. „Þetta eru orð sem ég hélt ég myndi aldrei segja: Fimm milljónir dala fyrir banana,“ sagði Oliver Barker, uppboðsstjórnandinn á einum tímapunkti. Uppboðið endaði í 5,2 milljónum en við það bættist svo ein milljón dala sem fer til uppboðsfyrirtækisins. Sun sendi í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem hann sagði „Grínistann“ ekki eingöngu listaverk, heldur menningarfyrirbæri sem brúi heima listarinnar, jarma (e. meme) og rafmynta. Þá sagðist hann ætla að éta bananann á næstu dögum. I’m thrilled to announce that I’ve bought the banana🍌 !!! @SpaceX @Sothebys I am Justin Sun, and I’m excited to share that I have successfully acquired Maurizio Cattelan’s iconic work, Comedian for $6.2 million. This is not just an artwork; it represents a cultural phenomenon… pic.twitter.com/lAj1RE6y0C— H.E. Justin Sun 🍌 (@justinsuntron) November 21, 2024 Bandaríkin Menning Rafmyntir Myndlist Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Listaverkið kallast „Comedian“ eða „Grínisti“ og er eftir Maruizio Cattelan, ítalskan listamann. Það var fyrst opinberað á sýningu í Flórída árið 2019 og vakti þá gífurlega athygli. Á einum tímapunkti tók annar listamaður sig til og át bananann. Þrjár útgáfur af listaverkinu seldust þá á milli 120 og 150 þúsund dala, samkvæmt AP fréttaveitunni, en fjarlægja þurfti listaverkið af umræddri sýningu vegna þeirrar gífurlegu athygli sem það vakti. Nú hefur Justin Sun, stofnandi TRON rafmyntakauphallarinnar, keypt listaverkið á uppboði hjá Sotheby‘s. Í rauninni keypti hann vottorð sem gerir honum kleift að líma banana á vegg og kallað það „Grínista“, þar sem ekki er um eitt sérstakt listaverk að ræða heldur huglægt listaverk. AP segir uppboðið hafa farið af stað í átta hundruð þúsund dölum og upphæðin hafi hækkað gífurlega hratt. „Þetta eru orð sem ég hélt ég myndi aldrei segja: Fimm milljónir dala fyrir banana,“ sagði Oliver Barker, uppboðsstjórnandinn á einum tímapunkti. Uppboðið endaði í 5,2 milljónum en við það bættist svo ein milljón dala sem fer til uppboðsfyrirtækisins. Sun sendi í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem hann sagði „Grínistann“ ekki eingöngu listaverk, heldur menningarfyrirbæri sem brúi heima listarinnar, jarma (e. meme) og rafmynta. Þá sagðist hann ætla að éta bananann á næstu dögum. I’m thrilled to announce that I’ve bought the banana🍌 !!! @SpaceX @Sothebys I am Justin Sun, and I’m excited to share that I have successfully acquired Maurizio Cattelan’s iconic work, Comedian for $6.2 million. This is not just an artwork; it represents a cultural phenomenon… pic.twitter.com/lAj1RE6y0C— H.E. Justin Sun 🍌 (@justinsuntron) November 21, 2024
Bandaríkin Menning Rafmyntir Myndlist Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira