Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. nóvember 2024 19:02 Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Við foreldrar vitum að öll lífsins verkefni verða smávægileg í samanburði við það þegar börnin okkar lenda í vanda eða veikindum. Þegar það gerist viljum við gera allt til að tryggja vellíðan og góða heilsu barnanna okkar og við viljum að þau fái aðgang að fyrsta flokks þjónustu án tafar. Þó að margt sé vel gert í heilbrigðiskerfinu á Íslandi þá er það því miður þannig að víða um land og á hinum ýmsu sviðum heilbrigðiskerfisins er aðgengi að þjónustu ekki nægilega gott og biðlistar of langir. Eitt dæmi um þetta eru biðlistar eftir ADHD greiningum barna. Oftast er það þannig að ítrekaðar uppákomur og fullreynd úrræði innan skólakerfisins eru undanfari þess að börn fara í greiningarferli. Fyrsta skrefið í því ferli er að fara í frumgreiningu en bið eftir henni getur tekið allt að tvö ár. Ef niðurstaða frumgreiningar bendir til ADHD er viðkomandi barni vísað til Geðheilsumiðstöðvar barna. Á Geðheilsumiðstöð fer fram ítarlegt greiningarferli og ef barnið er greint með ADHD hefur það kost á að hitta lækni sem tekur ákvörðun um lyfjagjöf en þetta ferli tekur að meðaltali tvö ár vegna biðlista. Ferlið í heild sinni getur því tekið allt að fjögur ár og samkvæmt fréttum eru biðlistar að lengjast en ekki styttast. 48 mánuðir eru langur tími í lífi barns og getur þessi tími haft afdrifarík áhrif á líðan, námsframvindu og vinamyndun. Mörg börn með ADHD þrífast vel án lyfja og með skýrum stuðningi ná þau tökum á hegðun sinni og árangri í skólanum. Önnur börn geta þróað með sér kvíða og skólaforðun eða lent í miklum árekstrum við samnemendur og kennara. Lyfjagjöf getur reynst þessum börnum vel þar sem þau ná stjórn á tilfinningum sínum, hegðun og hvatvísi, ná að halda utan um verkefni sín og eiga auðveldara með samskipti og vinamyndun. Foreldrar sem eiga hundruði þúsunda til að kaupa sig fram fyrir röðina geta leitað beint á einkastofu sem framkvæmir greiningarferlið og viðtal við lækni á skemmri tíma en þar er einnig talsverður biðlisti. Þetta getur ekki verið sú framtíðarsýn sem við höfum fyrir Ísland? Öll börn eiga rétt á heilbrigðisþjónustu og við eigum að tryggja skjóta og góða þjónustu sama hvaðan þú kemur eða hversu sterkt bakland þú hefur. Við í Samfylkingunni viljum stíga Örugg skref í heilbrigðismálum, bæta starfsaðstæður og fjölga fagfólki til að stytta biðlista og tryggja að börnin okkar fái þann stuðning sem þau þurfa. Það er réttlætismál barna og foreldra en einnig forvarnarmál því með réttum stuðningi á réttum tíma fyrirbyggjum við áskoranir í framtíðinni og tryggjum farsæld barnanna okkar. Börn eiga ekki að bíða. Höfundur er þriggja barna faðir og frambjóðandi í 2. sæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Heilbrigðismál Réttindi barna ADHD Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Við foreldrar vitum að öll lífsins verkefni verða smávægileg í samanburði við það þegar börnin okkar lenda í vanda eða veikindum. Þegar það gerist viljum við gera allt til að tryggja vellíðan og góða heilsu barnanna okkar og við viljum að þau fái aðgang að fyrsta flokks þjónustu án tafar. Þó að margt sé vel gert í heilbrigðiskerfinu á Íslandi þá er það því miður þannig að víða um land og á hinum ýmsu sviðum heilbrigðiskerfisins er aðgengi að þjónustu ekki nægilega gott og biðlistar of langir. Eitt dæmi um þetta eru biðlistar eftir ADHD greiningum barna. Oftast er það þannig að ítrekaðar uppákomur og fullreynd úrræði innan skólakerfisins eru undanfari þess að börn fara í greiningarferli. Fyrsta skrefið í því ferli er að fara í frumgreiningu en bið eftir henni getur tekið allt að tvö ár. Ef niðurstaða frumgreiningar bendir til ADHD er viðkomandi barni vísað til Geðheilsumiðstöðvar barna. Á Geðheilsumiðstöð fer fram ítarlegt greiningarferli og ef barnið er greint með ADHD hefur það kost á að hitta lækni sem tekur ákvörðun um lyfjagjöf en þetta ferli tekur að meðaltali tvö ár vegna biðlista. Ferlið í heild sinni getur því tekið allt að fjögur ár og samkvæmt fréttum eru biðlistar að lengjast en ekki styttast. 48 mánuðir eru langur tími í lífi barns og getur þessi tími haft afdrifarík áhrif á líðan, námsframvindu og vinamyndun. Mörg börn með ADHD þrífast vel án lyfja og með skýrum stuðningi ná þau tökum á hegðun sinni og árangri í skólanum. Önnur börn geta þróað með sér kvíða og skólaforðun eða lent í miklum árekstrum við samnemendur og kennara. Lyfjagjöf getur reynst þessum börnum vel þar sem þau ná stjórn á tilfinningum sínum, hegðun og hvatvísi, ná að halda utan um verkefni sín og eiga auðveldara með samskipti og vinamyndun. Foreldrar sem eiga hundruði þúsunda til að kaupa sig fram fyrir röðina geta leitað beint á einkastofu sem framkvæmir greiningarferlið og viðtal við lækni á skemmri tíma en þar er einnig talsverður biðlisti. Þetta getur ekki verið sú framtíðarsýn sem við höfum fyrir Ísland? Öll börn eiga rétt á heilbrigðisþjónustu og við eigum að tryggja skjóta og góða þjónustu sama hvaðan þú kemur eða hversu sterkt bakland þú hefur. Við í Samfylkingunni viljum stíga Örugg skref í heilbrigðismálum, bæta starfsaðstæður og fjölga fagfólki til að stytta biðlista og tryggja að börnin okkar fái þann stuðning sem þau þurfa. Það er réttlætismál barna og foreldra en einnig forvarnarmál því með réttum stuðningi á réttum tíma fyrirbyggjum við áskoranir í framtíðinni og tryggjum farsæld barnanna okkar. Börn eiga ekki að bíða. Höfundur er þriggja barna faðir og frambjóðandi í 2. sæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun