„Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2024 16:27 Fjör var í Pallborði dagsins en gestir Hólmfríðar Gísladóttur voru þau Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lenya Rún Taha Karim, oddviti Pírata í Reykjavík norður, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm Gestir Pallborðsins voru sammála um að samfélag án fyrirgefningar væri samfélag á röngu róli. Þar var meðal annars rætt um mál Þórðar Snæs Júlíussonar og þau borin saman við mál Jóns Gunnarssonar. Og Lilja Dögg fékk að úttala sig um þá Klaustursveina, sem allir eru mættir aftur í framboð. Gestir voru þau Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lenya Rún Taha Karim, oddviti Pírata í Reykjavík norður, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Alfarið ákvörðun Þórðar Snæs Umsjónarmaður Pallborðsins, Hólmfríður Gísladóttir, steypti sér beint í djúpu laugina og spurði viðstadda um hvað þeim sýndist um hið svokallaða Þórðar Snæs-mál? Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt að hann muni ekki taka þingsæti nái hann kjöri. Þetta var í kjölfar þess að opinberuð voru skrif hans frá því fyrir um tæpum tuttugu árum, sem fólu í sér talsverða kvenfyrirlitningu, meðal annars. Jóhann Páll var harður á því að ákvörðun Þórðar Snæs þess efnis að vilja ekki taka sæti á þingi nái hann kjöri hafi verið alfarið hans.vísir/vilhelm „Mér finnst virðingarvert af honum að ákveða það að draga sig í hlé, þetta var alfarið hans ákvörðun,“ sagði Jóhann Páll og hafnaði því með öllu að þrýstingi hefi verið beitt innan flokks. Jóhann Páll sagði að þetta hafi komið þeim öllum innan Samfylkingarinnar á óvart. „Manni brá við að lesa þetta en ég held að allir viti að hann er allt annar maður í dag. Og hefur sýnt það með sínum verkum og sinni blaðamennsku. Hann er toppmaður og mér finnst leitt að hafa hann ekki með okkur í baráttunni en maður virðir ákvörðun hans.“ Vill dæma Þórð Snæ af nýlegri verkum Séra Davíð Þór er maður með fortíð, eins og hann gekkst fúslega við. Hann sagði mál Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og sérstaks aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, og svo mál Þórðar Snæs, sérdeilis ótengd mál. „Í Jóns Gunnarssonar-málinu var um að ræða uppljóstrun um spillingu. Og þeim sem vita af slíku ber að upplýsa um það. Um leið og blaðamenn voru komnir með þær upplýsingar í hendur bar blaðamönnum lagaleg skylda að miðla þeim áfram. Og út af fyrir sig hneyksli að umræðan skyldi snúast um hvernig upplýsinganna var aflað en ekki hvað þær fólu í sér,“ sagði Davíð Þór. Davíð Þór vildi dæma Þórð Snæ af seinni verkum, fremur en því sem hann skrifaði á blogg fyrir tæpum tuttugu árum. Maður með fortíð taldi sig ekki í neinni aðstöðu til að fordæma hann.vísir/vilhelm Hann sagði mál Þórðar Snæs horfa allt öðru vísi við. „Ég vil í ljósi minnar fortíðar ekki dæma menn of hart fyrir að hafa verið ungir æstir menn og sem ganga harkalega fram, ganga jafnvel vísvitandi lengra til að hrista upp í hlutunum. Vekja athygli. Sjálfur hefði ég viljað dæma Þórð Snæ af nýlegri skrifum. Það kom mér á óvart að Þórður hefði verið þessi pirraði incel-asni.“ Þórður Snær fyrsti „incelinn“ Jóhann Páll skaut inn í að Þórður væri sennilega fyrsti íslenski „incelinn“. „Ha?“ „Nei, ég segi svona.“ „Já, þetta er ömurlegur félagsskapur og að hann skyldi verða í forsvari fyrir það í ljósi þess hvernig ég hef séð hann starfa og skrifa kom mér á óvart,“ sagði Davíð Þór þá. „Ég hefði viljað leyfa honum að njóta vafans. En það er hans ákvörðun að gera þetta svona og ég efast ekkert um að það sé rétt. Málstaðurinn er stærri en persónur okkar, hann hefur tekið sína ákvörðun en ég virði hana.“ Lenya Rún var sammála þessu. „Við verðum að gefa mönnum rými til að breytast. Ef við erum að leyfa skrifum fyrir tuttugu árum að skilgreina hver hann er, þá erum við á rangri braut sem samfélag. Ég harma að þetta mál, mál Þórðar Snæs eins og við köllum það, hafi náð að taka yfir umræðuna um leið og mál Jóns Gunnarssonar kemur upp. Það er grafalvarlegt mál. Og þess vegna leggjum við Píratar áherslu á spillingarvarnir og spillingu yfir höfuð. Þetta er gegnumgangandi í íslenskri pólitík,“ sagði Lenya Rún. Ömurlegt að mál Þórðar skuli yfirskyggja mál Jóns Hún sagði ömurlegt að annað mál hefði náð að yfirskyggja uppljóstrunina um mál Jóns Gunnarssonar. Því að í stjórnmálum sé allt vaðandi upp um alla veggi í sérhagsmunagæslu í íslenskum stjórnmálum. Lenya Rún sagði það furðulegt að mál Þórðar Snæs skyldi yfirskyggja mál sem snýr að Jóni Gunnarssyni.vísir/vilhelm „Það skýtur skökku við að það sé verið að skoða hvernig þessara myndbanda var aflað en ekki kjarna málsins að ráðherra hafi einhvern veginn verið að „mútað“, taka þessa stöðu í ráðuneytinu til fara yfir hvalveiðimálin,“ sagði Lenya Rún. Hún sagði að það væri ótrúlega skrítið bara að segja þetta. Hólmfríður sneri sér því næst að Lilju og sagði að þessu máli Þórðar Snæs hafi verið líkt við Klaustursmálið. Ef það er verið að gera kröfu á Þórð að hann dragi sig í hlé hvað með Klaustursveinana, Lilja? „Þessi skrif voru mjög gróf og mörgum brá mjög í brún. En við verðum að vera þannig samfélag að við eigum endurkomu, að við getum bætt okkar ráð. Ég held að við viljum ekki útiloka alla þá sem gert hafa mistök. Ég held að það geti búið til ofboðslega mikla spennu í samfélaginu.“ Lilja vill setja Klaustursmálið fyrir aftan sig Því næst vék Lilja að Klaustursmálinu og sagði að það hafi verið afskaplega óþægilegt, þar var um að ræða fyrrum samherja og félaga í stjórnmálum sem höfðu fengið ýmsu góðu áorkað, að mati Lilju. „Ég ákvað í því máli að stíga fram ákveðið, ég fordæmdi þetta og var ósátt. Þetta var óskemmtilegt. En ég segi hins vegar eins og í öllu, þetta er mál viðkomandi aðila. Ég er búin að segja mína skoðun á þessu og vil láta þar við sitja. Það er verið að setja þig í röð og ég tók ákvörðun, svaraði þessu með skýrum og afgerandi hætti og ákvað svo að halda áfram. Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar,“ sagði Lilja. Lilja Dögg sagði Klausturmálið hafa verið óþægilegt en fyrir sína parta vildi hún setja það fyrir aftan sig, hún segir að ef talað sé um það aftur og aftur sé það særandi fyrir þá sem um var rætt.vísir/vilhelm Hún sagði að margsinnis hafi verið leitað til sín vegna þess máls og annarra en hún hafi alltaf verið skýr hvað þetta varðar. „Lífið heldur áfram. Það er alltaf þeim til minnkunar sem tala með þessum hætti en við verðum að vera samfélagið þar sem menn eiga endurkomu. Þetta er mál viðkomandi einstaklinga, þeir bera ábyrgð á orðum sínum. Þetta var afar meiðandi en ef endalaust er verið að tala um þetta aftur og aftur verða þau meiðandi fyrir þá sem fyrir þeim urðu.“ Fyrirgefningin er ekki skilyrðislaus Jóhann Páll skaut því inn í að hann hafi heyrt frá konum sem voru framarlega í Metoo-málum á sínum tíma. „Og þær hafa sagt að enginn hafi hjálpað eins mikið til við að koma þeirra röddum á framfæri en Þórður Snær, þannig að þetta er mikil synd.“ Þá var komið að prestinum að fjalla eilítið um fyrirgefningu en hann taldi ljóst að merking þess hugtaks væri á reyki. „Fyrirgefning er ekki skilyrðislaus, hún er ekki nokkuð sem þú getur krafist eða heimtað. Þú greiðir fyrir fyrirgefninguna með iðrun og yfirbót. Það er auðvelt að segja fyrirgefðu, ég sé að mér. En það þarf að sýna í verki yfirbót og það tel ég Þórð Snæ hafa gert. Hann biður strax afsökunar, játar á sig alla sök meðan ef við berum þetta saman við Klausturmálið þá blasti þar ekkert við okkur annað en forherðing.“ Pallborðið var stórskemmtilegt og var þetta aðeins eitt af þeim atriðum sem tekin voru fyrir og krufin. Pallborðið má sjá í heild sinni hér neðar. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Klaustursveinar allir mættir sex árum síðar Klausturmálið er enn og aftur að lauma sér í umræðuna og ekki að ófyrirsynju. Allir þeir karlar sem þá voru í deiglunni, þeir sem fyrir sex árum höfðu setið að sumbli og sagt eitt og annað sem betur hefði verið látið ósagt, eru komnir í framboð. Það virðist vera gaman á Alþingi. Og þeir líta svo á að það mál sé afgreitt og horfið í gleymskunnar dá. 29. október 2024 10:57 Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Bjarni Benediktsson hefur greint frá því að Jón Gunnarsson, settur aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu, muni ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu. 12. nóvember 2024 16:02 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Gestir voru þau Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lenya Rún Taha Karim, oddviti Pírata í Reykjavík norður, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Alfarið ákvörðun Þórðar Snæs Umsjónarmaður Pallborðsins, Hólmfríður Gísladóttir, steypti sér beint í djúpu laugina og spurði viðstadda um hvað þeim sýndist um hið svokallaða Þórðar Snæs-mál? Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt að hann muni ekki taka þingsæti nái hann kjöri. Þetta var í kjölfar þess að opinberuð voru skrif hans frá því fyrir um tæpum tuttugu árum, sem fólu í sér talsverða kvenfyrirlitningu, meðal annars. Jóhann Páll var harður á því að ákvörðun Þórðar Snæs þess efnis að vilja ekki taka sæti á þingi nái hann kjöri hafi verið alfarið hans.vísir/vilhelm „Mér finnst virðingarvert af honum að ákveða það að draga sig í hlé, þetta var alfarið hans ákvörðun,“ sagði Jóhann Páll og hafnaði því með öllu að þrýstingi hefi verið beitt innan flokks. Jóhann Páll sagði að þetta hafi komið þeim öllum innan Samfylkingarinnar á óvart. „Manni brá við að lesa þetta en ég held að allir viti að hann er allt annar maður í dag. Og hefur sýnt það með sínum verkum og sinni blaðamennsku. Hann er toppmaður og mér finnst leitt að hafa hann ekki með okkur í baráttunni en maður virðir ákvörðun hans.“ Vill dæma Þórð Snæ af nýlegri verkum Séra Davíð Þór er maður með fortíð, eins og hann gekkst fúslega við. Hann sagði mál Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og sérstaks aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, og svo mál Þórðar Snæs, sérdeilis ótengd mál. „Í Jóns Gunnarssonar-málinu var um að ræða uppljóstrun um spillingu. Og þeim sem vita af slíku ber að upplýsa um það. Um leið og blaðamenn voru komnir með þær upplýsingar í hendur bar blaðamönnum lagaleg skylda að miðla þeim áfram. Og út af fyrir sig hneyksli að umræðan skyldi snúast um hvernig upplýsinganna var aflað en ekki hvað þær fólu í sér,“ sagði Davíð Þór. Davíð Þór vildi dæma Þórð Snæ af seinni verkum, fremur en því sem hann skrifaði á blogg fyrir tæpum tuttugu árum. Maður með fortíð taldi sig ekki í neinni aðstöðu til að fordæma hann.vísir/vilhelm Hann sagði mál Þórðar Snæs horfa allt öðru vísi við. „Ég vil í ljósi minnar fortíðar ekki dæma menn of hart fyrir að hafa verið ungir æstir menn og sem ganga harkalega fram, ganga jafnvel vísvitandi lengra til að hrista upp í hlutunum. Vekja athygli. Sjálfur hefði ég viljað dæma Þórð Snæ af nýlegri skrifum. Það kom mér á óvart að Þórður hefði verið þessi pirraði incel-asni.“ Þórður Snær fyrsti „incelinn“ Jóhann Páll skaut inn í að Þórður væri sennilega fyrsti íslenski „incelinn“. „Ha?“ „Nei, ég segi svona.“ „Já, þetta er ömurlegur félagsskapur og að hann skyldi verða í forsvari fyrir það í ljósi þess hvernig ég hef séð hann starfa og skrifa kom mér á óvart,“ sagði Davíð Þór þá. „Ég hefði viljað leyfa honum að njóta vafans. En það er hans ákvörðun að gera þetta svona og ég efast ekkert um að það sé rétt. Málstaðurinn er stærri en persónur okkar, hann hefur tekið sína ákvörðun en ég virði hana.“ Lenya Rún var sammála þessu. „Við verðum að gefa mönnum rými til að breytast. Ef við erum að leyfa skrifum fyrir tuttugu árum að skilgreina hver hann er, þá erum við á rangri braut sem samfélag. Ég harma að þetta mál, mál Þórðar Snæs eins og við köllum það, hafi náð að taka yfir umræðuna um leið og mál Jóns Gunnarssonar kemur upp. Það er grafalvarlegt mál. Og þess vegna leggjum við Píratar áherslu á spillingarvarnir og spillingu yfir höfuð. Þetta er gegnumgangandi í íslenskri pólitík,“ sagði Lenya Rún. Ömurlegt að mál Þórðar skuli yfirskyggja mál Jóns Hún sagði ömurlegt að annað mál hefði náð að yfirskyggja uppljóstrunina um mál Jóns Gunnarssonar. Því að í stjórnmálum sé allt vaðandi upp um alla veggi í sérhagsmunagæslu í íslenskum stjórnmálum. Lenya Rún sagði það furðulegt að mál Þórðar Snæs skyldi yfirskyggja mál sem snýr að Jóni Gunnarssyni.vísir/vilhelm „Það skýtur skökku við að það sé verið að skoða hvernig þessara myndbanda var aflað en ekki kjarna málsins að ráðherra hafi einhvern veginn verið að „mútað“, taka þessa stöðu í ráðuneytinu til fara yfir hvalveiðimálin,“ sagði Lenya Rún. Hún sagði að það væri ótrúlega skrítið bara að segja þetta. Hólmfríður sneri sér því næst að Lilju og sagði að þessu máli Þórðar Snæs hafi verið líkt við Klaustursmálið. Ef það er verið að gera kröfu á Þórð að hann dragi sig í hlé hvað með Klaustursveinana, Lilja? „Þessi skrif voru mjög gróf og mörgum brá mjög í brún. En við verðum að vera þannig samfélag að við eigum endurkomu, að við getum bætt okkar ráð. Ég held að við viljum ekki útiloka alla þá sem gert hafa mistök. Ég held að það geti búið til ofboðslega mikla spennu í samfélaginu.“ Lilja vill setja Klaustursmálið fyrir aftan sig Því næst vék Lilja að Klaustursmálinu og sagði að það hafi verið afskaplega óþægilegt, þar var um að ræða fyrrum samherja og félaga í stjórnmálum sem höfðu fengið ýmsu góðu áorkað, að mati Lilju. „Ég ákvað í því máli að stíga fram ákveðið, ég fordæmdi þetta og var ósátt. Þetta var óskemmtilegt. En ég segi hins vegar eins og í öllu, þetta er mál viðkomandi aðila. Ég er búin að segja mína skoðun á þessu og vil láta þar við sitja. Það er verið að setja þig í röð og ég tók ákvörðun, svaraði þessu með skýrum og afgerandi hætti og ákvað svo að halda áfram. Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar,“ sagði Lilja. Lilja Dögg sagði Klausturmálið hafa verið óþægilegt en fyrir sína parta vildi hún setja það fyrir aftan sig, hún segir að ef talað sé um það aftur og aftur sé það særandi fyrir þá sem um var rætt.vísir/vilhelm Hún sagði að margsinnis hafi verið leitað til sín vegna þess máls og annarra en hún hafi alltaf verið skýr hvað þetta varðar. „Lífið heldur áfram. Það er alltaf þeim til minnkunar sem tala með þessum hætti en við verðum að vera samfélagið þar sem menn eiga endurkomu. Þetta er mál viðkomandi einstaklinga, þeir bera ábyrgð á orðum sínum. Þetta var afar meiðandi en ef endalaust er verið að tala um þetta aftur og aftur verða þau meiðandi fyrir þá sem fyrir þeim urðu.“ Fyrirgefningin er ekki skilyrðislaus Jóhann Páll skaut því inn í að hann hafi heyrt frá konum sem voru framarlega í Metoo-málum á sínum tíma. „Og þær hafa sagt að enginn hafi hjálpað eins mikið til við að koma þeirra röddum á framfæri en Þórður Snær, þannig að þetta er mikil synd.“ Þá var komið að prestinum að fjalla eilítið um fyrirgefningu en hann taldi ljóst að merking þess hugtaks væri á reyki. „Fyrirgefning er ekki skilyrðislaus, hún er ekki nokkuð sem þú getur krafist eða heimtað. Þú greiðir fyrir fyrirgefninguna með iðrun og yfirbót. Það er auðvelt að segja fyrirgefðu, ég sé að mér. En það þarf að sýna í verki yfirbót og það tel ég Þórð Snæ hafa gert. Hann biður strax afsökunar, játar á sig alla sök meðan ef við berum þetta saman við Klausturmálið þá blasti þar ekkert við okkur annað en forherðing.“ Pallborðið var stórskemmtilegt og var þetta aðeins eitt af þeim atriðum sem tekin voru fyrir og krufin. Pallborðið má sjá í heild sinni hér neðar.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Klaustursveinar allir mættir sex árum síðar Klausturmálið er enn og aftur að lauma sér í umræðuna og ekki að ófyrirsynju. Allir þeir karlar sem þá voru í deiglunni, þeir sem fyrir sex árum höfðu setið að sumbli og sagt eitt og annað sem betur hefði verið látið ósagt, eru komnir í framboð. Það virðist vera gaman á Alþingi. Og þeir líta svo á að það mál sé afgreitt og horfið í gleymskunnar dá. 29. október 2024 10:57 Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Bjarni Benediktsson hefur greint frá því að Jón Gunnarsson, settur aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu, muni ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu. 12. nóvember 2024 16:02 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Klaustursveinar allir mættir sex árum síðar Klausturmálið er enn og aftur að lauma sér í umræðuna og ekki að ófyrirsynju. Allir þeir karlar sem þá voru í deiglunni, þeir sem fyrir sex árum höfðu setið að sumbli og sagt eitt og annað sem betur hefði verið látið ósagt, eru komnir í framboð. Það virðist vera gaman á Alþingi. Og þeir líta svo á að það mál sé afgreitt og horfið í gleymskunnar dá. 29. október 2024 10:57
Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56
Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Bjarni Benediktsson hefur greint frá því að Jón Gunnarsson, settur aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu, muni ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu. 12. nóvember 2024 16:02