Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar 20. nóvember 2024 13:47 Veiðileyfagjald er gjald sem útgerðir greiða fyrir að fá leyfi til að veiða á miðunum við Ísland. Útgerðinni er mikið í mun að tala um veiðileyfagjald sem „skatt“ þó það sé ekki skattur heldur aðeins eitt af því sem þarf að vera til staðar áður en haldið er til veiða, sambærilegt við veiðarfæri, olíu á skipið, kost fyrir áhöfnina o.sv.frv. Undanfarin ár hefur gjaldið verið reiknað eins og skattur og numið að jafnaði um 10 milljörðum á ári. Gjaldið hefur runnið í ríkissjóð sem afnotagjald útgerðarinnar af fiskimiðum í eigu þjóðarinnar. Sjávarútvegsfyrirtækin selja mörg hver dótturfyrirtækjum sínum eigin afurðir á verði sem þau ákveða sjálf. Því hafa kunnáttumenn á sviði bókhalds talið að með réttri verðlagningu sé veiðileyfagjaldið sem sjávarútvegsfyrirtækin greiða í ríkissjóð allt of lágt, fjárhæðin ætti að vera fjórfalt hærri eða a.m.k. 40 milljarðar. Enda hefur sýnt sig að þeir fjármunir sem eftir verða hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum eru svo miklir að eigendur þeirra hafa átt í erfiðleikum með að koma þeim fyrir og því hafa þau keypt fjölda íbúða í Reykjavík, Eimskip og blaðaútgáfu svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Við skoðun á stefnumiðum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum og reynslunni af veru flokkanna í ríkisstjórn þá varð eftirfarandi samantekt til: Framsóknarflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Viðreisn Fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli Sjálfstæðisflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Flokkur fólksins Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi Sósíalistaflokkur Eðlilegt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Lýðræðisflokkur Allur afli seldur á fiskmarkaði; segir ekkert um veiðileyfagjald. Miðflokkur Gegnsæ og einföld veiðileyfagjöld. Píratar Sanngjarnt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Samfylking Sjávarútvegsfyrirtækin greiði fullt og sanngjarnt gjald sem verði hærra en nú er Vinstri græn Nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma gegn eðlilegu gjaldi Þessi samantekt sýnir að fráfarandi stjórnarflokkar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur auk Miðflokks eru afar ólíklegir til að sjá til þess að þjóðin fái sinn réttláta skerf af umframarðinum sem sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú af sjávarútvegsauðlindinni. Þar nægir einnig að minna á að ofarlega á framboðslistum þessara flokka eru einstaklingar sem beinlínis mætti kalla fulltrúa útgerðanna sem hafa aldrei sýnt mikinn vilja til að greiða meira til þjóðarinnar fyrir afnotarétt af þessari auðlind sem þó er í eigu hennar. Vinstri græn verða einnig að teljast ólíkleg í ljósi nýlokinni sjö ára veru þeirra í ríkisstjórn. Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins gera ráð fyrir að greitt sé „fullt gjald“ sem er sama orðalag og notað er þegar greiddar eru eignarnámsbætur, orðalag sem á að tryggja að gjaldið ákvarðist með hlutlausum og sanngjörnum hætti. Segja má að sama gildi um Pírata og Sósíalista sem vilja að greitt sé „sanngjarnt“ og „eðlilegt“ gjald sem gera má ráð fyrir að þeir túlki sem „fullt gjald“ m.v. annað sem fram kemur í stefnuskrám þeirra. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Veiðileyfagjald er gjald sem útgerðir greiða fyrir að fá leyfi til að veiða á miðunum við Ísland. Útgerðinni er mikið í mun að tala um veiðileyfagjald sem „skatt“ þó það sé ekki skattur heldur aðeins eitt af því sem þarf að vera til staðar áður en haldið er til veiða, sambærilegt við veiðarfæri, olíu á skipið, kost fyrir áhöfnina o.sv.frv. Undanfarin ár hefur gjaldið verið reiknað eins og skattur og numið að jafnaði um 10 milljörðum á ári. Gjaldið hefur runnið í ríkissjóð sem afnotagjald útgerðarinnar af fiskimiðum í eigu þjóðarinnar. Sjávarútvegsfyrirtækin selja mörg hver dótturfyrirtækjum sínum eigin afurðir á verði sem þau ákveða sjálf. Því hafa kunnáttumenn á sviði bókhalds talið að með réttri verðlagningu sé veiðileyfagjaldið sem sjávarútvegsfyrirtækin greiða í ríkissjóð allt of lágt, fjárhæðin ætti að vera fjórfalt hærri eða a.m.k. 40 milljarðar. Enda hefur sýnt sig að þeir fjármunir sem eftir verða hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum eru svo miklir að eigendur þeirra hafa átt í erfiðleikum með að koma þeim fyrir og því hafa þau keypt fjölda íbúða í Reykjavík, Eimskip og blaðaútgáfu svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Við skoðun á stefnumiðum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum og reynslunni af veru flokkanna í ríkisstjórn þá varð eftirfarandi samantekt til: Framsóknarflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Viðreisn Fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli Sjálfstæðisflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Flokkur fólksins Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi Sósíalistaflokkur Eðlilegt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Lýðræðisflokkur Allur afli seldur á fiskmarkaði; segir ekkert um veiðileyfagjald. Miðflokkur Gegnsæ og einföld veiðileyfagjöld. Píratar Sanngjarnt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Samfylking Sjávarútvegsfyrirtækin greiði fullt og sanngjarnt gjald sem verði hærra en nú er Vinstri græn Nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma gegn eðlilegu gjaldi Þessi samantekt sýnir að fráfarandi stjórnarflokkar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur auk Miðflokks eru afar ólíklegir til að sjá til þess að þjóðin fái sinn réttláta skerf af umframarðinum sem sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú af sjávarútvegsauðlindinni. Þar nægir einnig að minna á að ofarlega á framboðslistum þessara flokka eru einstaklingar sem beinlínis mætti kalla fulltrúa útgerðanna sem hafa aldrei sýnt mikinn vilja til að greiða meira til þjóðarinnar fyrir afnotarétt af þessari auðlind sem þó er í eigu hennar. Vinstri græn verða einnig að teljast ólíkleg í ljósi nýlokinni sjö ára veru þeirra í ríkisstjórn. Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins gera ráð fyrir að greitt sé „fullt gjald“ sem er sama orðalag og notað er þegar greiddar eru eignarnámsbætur, orðalag sem á að tryggja að gjaldið ákvarðist með hlutlausum og sanngjörnum hætti. Segja má að sama gildi um Pírata og Sósíalista sem vilja að greitt sé „sanngjarnt“ og „eðlilegt“ gjald sem gera má ráð fyrir að þeir túlki sem „fullt gjald“ m.v. annað sem fram kemur í stefnuskrám þeirra. Höfundur er hagfræðingur.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun