Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar 20. nóvember 2024 13:00 Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki og eru lífæð nútímasamfélags sem styður við menntun, menningu og lýðræði. Fjárfesting í bókasöfnum er fjárfesting í samfélagi þar sem jafnræði, lýðræðisleg þátttaka og menningarleg fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Það er skylda okkar sem samfélags að standa vörð um þessi verðmæti. Bókasöfnin hafa þróast í samfélagsmiðstöðvar sem efla menntun, menningu og félagsleg tengsl. Með lögum um bókasöfn frá 2012, sem leggja áherslu á jafnan aðgang að upplýsingum, lýðræðislega umræðu og varðveislu menningararfs, hafa bókasöfnin öðlast enn meiri þýðingu. Þrátt fyrir tæknibyltingu og aukið rafrænt aðgengi að upplýsingum, eru almenningsbókasöfn ómissandi fyrir lýðræðislegt og sjálfbært samfélag. Eitt helsta hlutverk bókasafna er að tryggja aðgang að upplýsingum. Þetta er ekki aðeins menntunarlegt verkefni, heldur stefna sem styrkir samfélagslegt réttlæti. Aðgengi að bókasöfnum er grundvallarréttur, sérstaklega fyrir þau sem ekki hafa fjárráð til bókakaupa eða greiða fyrir áskriftir að rafrænu efni. Með því að bjóða þessa þjónustu, stuðla bókasöfn að jöfnuði og koma í veg fyrir að efnahagsleg staða ráði aðgengi að upplýsingum og afþreyingu. Bókasöfn eru einnig vettvangur fyrir óhlutdrægar upplýsingar, sem er ómetanlegt í baráttunni gegn falsfréttum og rangfærslum. Í samfélagi þar sem pólitískur ágreiningur og skautun eru áberandi, er hlutlaust rými bókasafna mikilvægt til að tryggja að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum sem hjálpa þeim að taka upplýstar ákvarðanir. Á almenningsbókasöfnunum er boðið upp á safnkost og viðburði sem spegla fjölbreyttar raddir samfélagsins, þar með talið minnihlutahópa. Þetta hefur lýðræðislegt mikilvægi því það ýtir undir skilning, virðingu og víðsýni meðal fólks með ólíkan bakgrunn. Með því að bjóða upp á staði þar sem fólk getur komið saman, óháð stétt eða stöðu, styrkja bókasöfn félagsleg tengsl og efla samfélagslega samheldni. Í bókasafnalögum frá 2012 er sérstaklega tekið tillit til tæknibreytinga og kröfu um rafrænt aðgengi að efni. Bókasöfnin hafa aðlagast þessari þróun t.d með því að bjóða upp á rafbækur og hljóðbækur á Rafbókasafninu. Það opnar dyr að upplýsingum fyrir þau sem búa afskekkt, eiga erfitt með að komast á bókasafn eða fyrir þau sem ritaður texti er þröskuldur. Mörg, sérstaklega eldra fólk, nýta sér bókasöfn til að bæta þekkingu sína á snjalltækjum, samfélagsmiðlum og öðru sem er nauðsynlegt fyrir þátttöku í nútímasamfélagi. Aukin stafræn færni tryggir að fólk geti tekið fullan þátt í lýðræðislegum ferlum sem fara sífellt meira fram á netinu. Þrátt fyrir ómetanlegt gildi, standa bókasöfnin frammi fyrir áskorunum, ekki síst fjárhagslegum. Í bókasafnalögunum er kveðið á um að bæði ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á rekstri bókasafna, en niðurskurður og hagræðingarkröfur hafa oft sett starfsemi þeirra í hættu. Þetta er pólitískt álitamál sem snýr að forgangsröðun stjórnvalda. Þegar fjárhagsstaða bókasafna er veik, dregur úr getu þeirra til að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost, fræðslu og opið rými fyrir samfélagið. Því er mikilvægt að stjórnvöld líti á bókasöfn sem langtímafjárfestingu í menntun, menningu og lýðræði. Almenningsbókasöfnin eru ekki lúxus heldur nauðsyn fyrir samfélag sem vill standa vörð um jafnrétti, lýðræðislega þátttöku og menningarlega fjölbreytni. Með því að tryggja nægilegt fjármagn til bókasafna og stuðla að nýsköpun í starfsemi þeirra, geta stjórnvöld aukið menntunarstig, dregið úr félagslegri einangrun og styrkt lýðræðislegt umhverfi. Á tímum þar sem bæði efnahagslegt og pólitískt ójafnvægi er áberandi, eru bókasöfn mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Því er lykilatriði að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur átti sig á mikilvægi bókasafna og tryggi að þau fái það fjármagn og þann stuðning sem þau þurfa til að halda áfram að þjóna samfélaginu. Höfundur er deildarstjóri á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Söfn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki og eru lífæð nútímasamfélags sem styður við menntun, menningu og lýðræði. Fjárfesting í bókasöfnum er fjárfesting í samfélagi þar sem jafnræði, lýðræðisleg þátttaka og menningarleg fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Það er skylda okkar sem samfélags að standa vörð um þessi verðmæti. Bókasöfnin hafa þróast í samfélagsmiðstöðvar sem efla menntun, menningu og félagsleg tengsl. Með lögum um bókasöfn frá 2012, sem leggja áherslu á jafnan aðgang að upplýsingum, lýðræðislega umræðu og varðveislu menningararfs, hafa bókasöfnin öðlast enn meiri þýðingu. Þrátt fyrir tæknibyltingu og aukið rafrænt aðgengi að upplýsingum, eru almenningsbókasöfn ómissandi fyrir lýðræðislegt og sjálfbært samfélag. Eitt helsta hlutverk bókasafna er að tryggja aðgang að upplýsingum. Þetta er ekki aðeins menntunarlegt verkefni, heldur stefna sem styrkir samfélagslegt réttlæti. Aðgengi að bókasöfnum er grundvallarréttur, sérstaklega fyrir þau sem ekki hafa fjárráð til bókakaupa eða greiða fyrir áskriftir að rafrænu efni. Með því að bjóða þessa þjónustu, stuðla bókasöfn að jöfnuði og koma í veg fyrir að efnahagsleg staða ráði aðgengi að upplýsingum og afþreyingu. Bókasöfn eru einnig vettvangur fyrir óhlutdrægar upplýsingar, sem er ómetanlegt í baráttunni gegn falsfréttum og rangfærslum. Í samfélagi þar sem pólitískur ágreiningur og skautun eru áberandi, er hlutlaust rými bókasafna mikilvægt til að tryggja að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum sem hjálpa þeim að taka upplýstar ákvarðanir. Á almenningsbókasöfnunum er boðið upp á safnkost og viðburði sem spegla fjölbreyttar raddir samfélagsins, þar með talið minnihlutahópa. Þetta hefur lýðræðislegt mikilvægi því það ýtir undir skilning, virðingu og víðsýni meðal fólks með ólíkan bakgrunn. Með því að bjóða upp á staði þar sem fólk getur komið saman, óháð stétt eða stöðu, styrkja bókasöfn félagsleg tengsl og efla samfélagslega samheldni. Í bókasafnalögum frá 2012 er sérstaklega tekið tillit til tæknibreytinga og kröfu um rafrænt aðgengi að efni. Bókasöfnin hafa aðlagast þessari þróun t.d með því að bjóða upp á rafbækur og hljóðbækur á Rafbókasafninu. Það opnar dyr að upplýsingum fyrir þau sem búa afskekkt, eiga erfitt með að komast á bókasafn eða fyrir þau sem ritaður texti er þröskuldur. Mörg, sérstaklega eldra fólk, nýta sér bókasöfn til að bæta þekkingu sína á snjalltækjum, samfélagsmiðlum og öðru sem er nauðsynlegt fyrir þátttöku í nútímasamfélagi. Aukin stafræn færni tryggir að fólk geti tekið fullan þátt í lýðræðislegum ferlum sem fara sífellt meira fram á netinu. Þrátt fyrir ómetanlegt gildi, standa bókasöfnin frammi fyrir áskorunum, ekki síst fjárhagslegum. Í bókasafnalögunum er kveðið á um að bæði ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á rekstri bókasafna, en niðurskurður og hagræðingarkröfur hafa oft sett starfsemi þeirra í hættu. Þetta er pólitískt álitamál sem snýr að forgangsröðun stjórnvalda. Þegar fjárhagsstaða bókasafna er veik, dregur úr getu þeirra til að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost, fræðslu og opið rými fyrir samfélagið. Því er mikilvægt að stjórnvöld líti á bókasöfn sem langtímafjárfestingu í menntun, menningu og lýðræði. Almenningsbókasöfnin eru ekki lúxus heldur nauðsyn fyrir samfélag sem vill standa vörð um jafnrétti, lýðræðislega þátttöku og menningarlega fjölbreytni. Með því að tryggja nægilegt fjármagn til bókasafna og stuðla að nýsköpun í starfsemi þeirra, geta stjórnvöld aukið menntunarstig, dregið úr félagslegri einangrun og styrkt lýðræðislegt umhverfi. Á tímum þar sem bæði efnahagslegt og pólitískt ójafnvægi er áberandi, eru bókasöfn mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Því er lykilatriði að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur átti sig á mikilvægi bókasafna og tryggi að þau fái það fjármagn og þann stuðning sem þau þurfa til að halda áfram að þjóna samfélaginu. Höfundur er deildarstjóri á Borgarbókasafni Reykjavíkur.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun