Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. nóvember 2024 12:47 „Við erum með tilboð sem við höfum lagt fyrir þá, þó að Magnús hafi sagt annað í fjölmiðlum, þá hafa þeir fengið tilboð frá okkur sem þeir hafa hafnað, tvö.” Þetta sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is í gær um stöðuna í kjaraviðræðum við kennara. Þessi orð Ingu Rúnar verður að skoða í ljósi þess sem hún hefur áður sagt um kjaradeiluna, mikilvægi þess að auka kennsluskyldu og lengja skólaárið. „Við sjáum tækifæri til þess að auka verðmæti starfsins. Það eru fleiri atriði sem geta haft í för með sér að starfið verði verðmætara þannig við getum borgað hærri laun fyrir starfið,“ var haft eftir henni fyrr í haust. Þessar hugmyndir fela þannig í sér að dregið verði úr möguleikum kennara á að undirbúa kennslustundir og að dregið verði úr möguleikum á endurmenntun. Þetta eru ótrúlegar hugmyndir frá konu sem starfar í umboði kjörins sveitarstjórnarfólks og nýtur trausts þeirra. Rétt eins og lögmenn þurfa að undirbúa málflutning og sálfræðingar þurfa að undirbúa sálfræðiviðtöl þá þurfa kennarar að undirbúa kennslustundir. Kennsla krefst skipulags, svo ekki sé minnst á aðra hluti sem tengjast skólastarfi eins og til dæmis samskipti við foreldra/forsjáraðila. Með því að draga úr undirbúningstíma kennara væri vegið að faglegu starfi í skólunum. Allt skólastarf yrði ómarkvissara og velferð nemenda stefnt í hættu. Ég þori að fullyrða að enginn kennari myndi greiða samningi atkvæði sitt sem fæli í sér slíkar tillögur. Tilboð um slíkan samning eru því algerlega óraunhæf. Eins og staðan er í dag er um fimmtungur starfsfólks við kennslu í grunnskólum ófagmenntað. Í leikskólunum er þetta hlutfall miklu hærra eða um 70 prósent. Þegar ég skoðaði ráðningavef Reykjavíkurborgar um helgina sýndist mér lauslega talið að um 30 stöður væru lausar við kennslu í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík einni. Þá eru ótalin önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Auglýst er eftir kennurum eða ófagmenntuðum leiðbeinendum, vegna þess að þeir sem bera ábyrgð á að ráða í stöðurnar vita að í mörgum tilfellum er óraunhæft að fá fagmenntað fólk. Þessu viljum við breyta. Börnum er mismunað þegar lök kjör kennara leiða til þess að sum þeirra njóta kennslu fagmenntaðra kennara en önnur ekki. Það er því miður alveg augljóst að þau verkföll sem nú standa yfir hitta illa fyrir þá nemendur sem fyrir þeim verða og fjölskyldur þeirra. En það er mikil skammsýni að beina pirringi sínum í átt að kennurum sem gengur það eitt til að bæta skólastarf. Það er beinlínis ósanngjarnt að saka þá um mismuna börnum með þeim löglegu verkfallsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Við ættum frekar að sameinast um að leiða kjaradeiluna til lykta, bæta kjör kennara og stórefla skólastarf til framtíðar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
„Við erum með tilboð sem við höfum lagt fyrir þá, þó að Magnús hafi sagt annað í fjölmiðlum, þá hafa þeir fengið tilboð frá okkur sem þeir hafa hafnað, tvö.” Þetta sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is í gær um stöðuna í kjaraviðræðum við kennara. Þessi orð Ingu Rúnar verður að skoða í ljósi þess sem hún hefur áður sagt um kjaradeiluna, mikilvægi þess að auka kennsluskyldu og lengja skólaárið. „Við sjáum tækifæri til þess að auka verðmæti starfsins. Það eru fleiri atriði sem geta haft í för með sér að starfið verði verðmætara þannig við getum borgað hærri laun fyrir starfið,“ var haft eftir henni fyrr í haust. Þessar hugmyndir fela þannig í sér að dregið verði úr möguleikum kennara á að undirbúa kennslustundir og að dregið verði úr möguleikum á endurmenntun. Þetta eru ótrúlegar hugmyndir frá konu sem starfar í umboði kjörins sveitarstjórnarfólks og nýtur trausts þeirra. Rétt eins og lögmenn þurfa að undirbúa málflutning og sálfræðingar þurfa að undirbúa sálfræðiviðtöl þá þurfa kennarar að undirbúa kennslustundir. Kennsla krefst skipulags, svo ekki sé minnst á aðra hluti sem tengjast skólastarfi eins og til dæmis samskipti við foreldra/forsjáraðila. Með því að draga úr undirbúningstíma kennara væri vegið að faglegu starfi í skólunum. Allt skólastarf yrði ómarkvissara og velferð nemenda stefnt í hættu. Ég þori að fullyrða að enginn kennari myndi greiða samningi atkvæði sitt sem fæli í sér slíkar tillögur. Tilboð um slíkan samning eru því algerlega óraunhæf. Eins og staðan er í dag er um fimmtungur starfsfólks við kennslu í grunnskólum ófagmenntað. Í leikskólunum er þetta hlutfall miklu hærra eða um 70 prósent. Þegar ég skoðaði ráðningavef Reykjavíkurborgar um helgina sýndist mér lauslega talið að um 30 stöður væru lausar við kennslu í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík einni. Þá eru ótalin önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Auglýst er eftir kennurum eða ófagmenntuðum leiðbeinendum, vegna þess að þeir sem bera ábyrgð á að ráða í stöðurnar vita að í mörgum tilfellum er óraunhæft að fá fagmenntað fólk. Þessu viljum við breyta. Börnum er mismunað þegar lök kjör kennara leiða til þess að sum þeirra njóta kennslu fagmenntaðra kennara en önnur ekki. Það er því miður alveg augljóst að þau verkföll sem nú standa yfir hitta illa fyrir þá nemendur sem fyrir þeim verða og fjölskyldur þeirra. En það er mikil skammsýni að beina pirringi sínum í átt að kennurum sem gengur það eitt til að bæta skólastarf. Það er beinlínis ósanngjarnt að saka þá um mismuna börnum með þeim löglegu verkfallsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Við ættum frekar að sameinast um að leiða kjaradeiluna til lykta, bæta kjör kennara og stórefla skólastarf til framtíðar. Höfundur er kennari.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun