Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2024 11:48 Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga eru sestar aftur við samningaborðið. Vísir/Vilhelm Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga en samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga hittust á fundi í Karphúsinu í morgun annan daginn í röð. Samninganefndirnar hittust á fyrsta formlegum samningafundi í gær eftir sautján daga hlé. Eitt af stóru málunum í kjaraviðræðunum er krafa kennara um jöfnun launa á milli markaða. Árið 2016 var gengið frá samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda á almenna og opinbera markaðnum. Kennarar hafa sagt að samhliða jöfnun lífeyrisréttinda átti að jafna laun milli markaða en að ekkert slíkt samkomulag hafi náðst nú átta árum síðan. Í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem birt var fyrr í þessum mánuði er fullyrt að frá árinu 2016 hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og Kennarasambandið, hafi haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Til að reyna að finna lausn á þessu deilumáli voru meðal annars fengir sérfræðingar frá Jafnlaunastofu til að mæta samningafundinn í Karphúsinu í gær. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segist tilbúinn til að reyna margt til að hægt sé að semja. „Verkefnið er að ná kjarasamningi og þegar við erum í kjarasamningi sem við höfum haft mjög skýrt markmið þá auðvitað bara þiggjum við alla hjálp og alla leiðsögn og ráðgjöf sem við þurfum. Við viljum að þetta verði kjarasamningur sem að endar öll kennaraverkföll. Kemur okkur á þann stað sem við viljum vera samhliða öðrum sérfræðingum háskólamenntuðum á almennum markaði og þá er það bara þannig að út frá okkar meginmarkmiði með þessa jöfnun þá erum við tilbúin að skoða allskonar leiðir sem færa okkur að því marki.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. 19. nóvember 2024 11:19 Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Samninganefndirnar hittust á fyrsta formlegum samningafundi í gær eftir sautján daga hlé. Eitt af stóru málunum í kjaraviðræðunum er krafa kennara um jöfnun launa á milli markaða. Árið 2016 var gengið frá samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda á almenna og opinbera markaðnum. Kennarar hafa sagt að samhliða jöfnun lífeyrisréttinda átti að jafna laun milli markaða en að ekkert slíkt samkomulag hafi náðst nú átta árum síðan. Í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem birt var fyrr í þessum mánuði er fullyrt að frá árinu 2016 hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og Kennarasambandið, hafi haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Til að reyna að finna lausn á þessu deilumáli voru meðal annars fengir sérfræðingar frá Jafnlaunastofu til að mæta samningafundinn í Karphúsinu í gær. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segist tilbúinn til að reyna margt til að hægt sé að semja. „Verkefnið er að ná kjarasamningi og þegar við erum í kjarasamningi sem við höfum haft mjög skýrt markmið þá auðvitað bara þiggjum við alla hjálp og alla leiðsögn og ráðgjöf sem við þurfum. Við viljum að þetta verði kjarasamningur sem að endar öll kennaraverkföll. Kemur okkur á þann stað sem við viljum vera samhliða öðrum sérfræðingum háskólamenntuðum á almennum markaði og þá er það bara þannig að út frá okkar meginmarkmiði með þessa jöfnun þá erum við tilbúin að skoða allskonar leiðir sem færa okkur að því marki.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. 19. nóvember 2024 11:19 Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. 19. nóvember 2024 11:19
Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12