100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:18 Vextir eru ekki bara tölur á blaði. Lágir vextir gera fjölskyldum kleift að blómstra, fyrirtækjum að fjárfesta og samfélögum að dafna. Ódýrara fjármagn veitir súrefni inn í hagkerfið, skapar tækifæri og hvetur til nýsköpunar. Í morgun lækkuðu vextir um 50 punkta eða 0,5%. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað. Þó vaxtalækkanir Seðlabankans virðist oft teknar í hænuskrefum er það svo að fyrir hverja lækkun stýrivaxta um aðeins hálft prósent, lækka afborganir af 50 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni um 25 til 30 þúsund krónur á mánuði. Vextir á slíkum lánum eru í kringum 10,5 prósent sem sakir standa. Ef þessir sömu vextir lækka, svo dæmi sem tekið, niður í 8 prósent - eykst ráðstöfunarfé lántaka um 100 þúsund krónur á mánuði. Aðstæður til rösklegra vaxtalækkana hafa þegar skapast. Vonir standa til að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni halda áfram jafnt og þétt næstu mánuði, samfara því að ofhitnun vinnu- og húsnæðismarkaðar gengur til baka. En til þess að svo megi verða þarf að halda rétt á spöðunum. Heimsfaraldur og eldsumbrot hafa sannarlega reynt á efnahagslíf okkar undanfarin ár og ýtt undir hærri vexti en við getum sætt okkur við. Nú liggur hins vegar fyrir að við erum á réttri leið og getum gert enn betur. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú höfuðáherslu á ábyrgð í ríkisfjármálum og hafnar aukinni skattheimtu. Aðalverkefni stjórnmálamanna er að skapa aðstæður sem draga úr almennum fjármagnskostnaði, að kjör heimila batni og rekstrarskilyrði fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum verði betri. Við viljum tryggja að hinn frjálsi markaður fái að njóta sín til fulls, við viljum styðja við okkar mikilvægustu atvinnugreinar og huga að því að hagkerfið vaxi með sjálfbærum hætti. Þetta eru öllu jöfnu þeir þættir sem við getum sjálf stjórnað. Nú blasir við að Viðreisn, flokkur sem hefur viljað skilgreina sig sem borgaralegan flokk á miðjunni, ætlar sér í samstarf með Samfylkingunni og saman ætla þessir flokkar að koma Íslandi í Evrópusambandið þar sem atvinnuleysi er í hæstu hæðum en hagvöxtur lélegur. Við blasir að eina leiðin til að koma í veg fyrir slíka ríkisstjórn er að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti brautargengi í komandi kosningum. Við þekkjum af reynslunni að vinstri stjórn mun auka ríkisútgjöld, hækka skatta og ýta undir frekari verðbólguþrýsting - ýmist með aðgerðum eða aðgerðarleysi. Ekki þarf að leita langt til að finna dæmin. Stjórn vinstri flokkanna í Reykjavík hefur með misheppnaðri skipulagsstefnu til að mynda ýtt undir miklar hækkanir á húsnæðisverði með tilheyrandi dýrtíð fyrir venjulegt, vinnandi fólk. Ísland er í kjöraðstæðum nú til að skapa betri skilyrði fyrir stöðugleika með lágum vöxtum og lægri verðbólgu. Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Vextir eru ekki bara tölur á blaði. Lágir vextir gera fjölskyldum kleift að blómstra, fyrirtækjum að fjárfesta og samfélögum að dafna. Ódýrara fjármagn veitir súrefni inn í hagkerfið, skapar tækifæri og hvetur til nýsköpunar. Í morgun lækkuðu vextir um 50 punkta eða 0,5%. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað. Þó vaxtalækkanir Seðlabankans virðist oft teknar í hænuskrefum er það svo að fyrir hverja lækkun stýrivaxta um aðeins hálft prósent, lækka afborganir af 50 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni um 25 til 30 þúsund krónur á mánuði. Vextir á slíkum lánum eru í kringum 10,5 prósent sem sakir standa. Ef þessir sömu vextir lækka, svo dæmi sem tekið, niður í 8 prósent - eykst ráðstöfunarfé lántaka um 100 þúsund krónur á mánuði. Aðstæður til rösklegra vaxtalækkana hafa þegar skapast. Vonir standa til að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni halda áfram jafnt og þétt næstu mánuði, samfara því að ofhitnun vinnu- og húsnæðismarkaðar gengur til baka. En til þess að svo megi verða þarf að halda rétt á spöðunum. Heimsfaraldur og eldsumbrot hafa sannarlega reynt á efnahagslíf okkar undanfarin ár og ýtt undir hærri vexti en við getum sætt okkur við. Nú liggur hins vegar fyrir að við erum á réttri leið og getum gert enn betur. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú höfuðáherslu á ábyrgð í ríkisfjármálum og hafnar aukinni skattheimtu. Aðalverkefni stjórnmálamanna er að skapa aðstæður sem draga úr almennum fjármagnskostnaði, að kjör heimila batni og rekstrarskilyrði fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum verði betri. Við viljum tryggja að hinn frjálsi markaður fái að njóta sín til fulls, við viljum styðja við okkar mikilvægustu atvinnugreinar og huga að því að hagkerfið vaxi með sjálfbærum hætti. Þetta eru öllu jöfnu þeir þættir sem við getum sjálf stjórnað. Nú blasir við að Viðreisn, flokkur sem hefur viljað skilgreina sig sem borgaralegan flokk á miðjunni, ætlar sér í samstarf með Samfylkingunni og saman ætla þessir flokkar að koma Íslandi í Evrópusambandið þar sem atvinnuleysi er í hæstu hæðum en hagvöxtur lélegur. Við blasir að eina leiðin til að koma í veg fyrir slíka ríkisstjórn er að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti brautargengi í komandi kosningum. Við þekkjum af reynslunni að vinstri stjórn mun auka ríkisútgjöld, hækka skatta og ýta undir frekari verðbólguþrýsting - ýmist með aðgerðum eða aðgerðarleysi. Ekki þarf að leita langt til að finna dæmin. Stjórn vinstri flokkanna í Reykjavík hefur með misheppnaðri skipulagsstefnu til að mynda ýtt undir miklar hækkanir á húsnæðisverði með tilheyrandi dýrtíð fyrir venjulegt, vinnandi fólk. Ísland er í kjöraðstæðum nú til að skapa betri skilyrði fyrir stöðugleika með lágum vöxtum og lægri verðbólgu. Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun