Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar 19. nóvember 2024 21:02 Nú er kunnugleg rödd farin að hljóma sem ber upp mörg kosningaloforð. Ég þekki vel þessa rödd því fyrst heyrði ég hana úr munni fréttamanns í sjónvarpinu. Seinna heyrði ég þessa rödd tala fyrir hönd S-hópsins svokallaða sem keyptu Búnaðarbankann. Röddin sagði að þeir væru með kjölfestufjárfesti sem var þýskur banki og fengu þeir lán hjá Landsbankanum til þess að kaupa hann. Kom á daginn síðar að þessi öflugi þýski banki var plat og þegar S-hópurinn seldi svo bankann til annara högnuðust þeir mikið á þessum gjörningi. Bankinn lenti svo í hendur óábyrgra aðila sem höfðu meiri áhuga á að gera hann að stærsta bankanum, en hirtu ekki um ábyrgð og gæði þjónustunnar sem væri veitt. Næst heyrði ég þessa rödd með kosningaloforð um að láta „hrægammasjóðina“ borga og fékk hann ágætis kostningu út á það. Einn daginn heyrðist ekkert í röddinni er spurt var af hverju hann sjálfur og konan hans áttu einn af hrægammasjóðunum. Stuttu seinna sagði röddin af sér forsætisráðherrastóli. Eitt sinn heyrði ég röddina af segulbandi þar sem hann talaði ílla um konur, fatlaða og samkynhneigða. Það varð síðar kallað Klausturmálið. Næst heyrði ég röddina tala fyrir nýjan flokk og virtist mest vera hræðsluáróður frekar en eiginleg stefnumál og aftur fékk hann ágætis kostningu. Nú heyri ég röddina lofa lægri sköttum, draga úr ríkisútgjöldum, endurreisa séreignastefnuna í húsnæðismálum og ná tökum á landamærunum. Einhvernveginn hef ég ekki mikla trú á að þetta sé annað en kosningaloforð sem eru bara til þess brúks að afla fylgis. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er kunnugleg rödd farin að hljóma sem ber upp mörg kosningaloforð. Ég þekki vel þessa rödd því fyrst heyrði ég hana úr munni fréttamanns í sjónvarpinu. Seinna heyrði ég þessa rödd tala fyrir hönd S-hópsins svokallaða sem keyptu Búnaðarbankann. Röddin sagði að þeir væru með kjölfestufjárfesti sem var þýskur banki og fengu þeir lán hjá Landsbankanum til þess að kaupa hann. Kom á daginn síðar að þessi öflugi þýski banki var plat og þegar S-hópurinn seldi svo bankann til annara högnuðust þeir mikið á þessum gjörningi. Bankinn lenti svo í hendur óábyrgra aðila sem höfðu meiri áhuga á að gera hann að stærsta bankanum, en hirtu ekki um ábyrgð og gæði þjónustunnar sem væri veitt. Næst heyrði ég þessa rödd með kosningaloforð um að láta „hrægammasjóðina“ borga og fékk hann ágætis kostningu út á það. Einn daginn heyrðist ekkert í röddinni er spurt var af hverju hann sjálfur og konan hans áttu einn af hrægammasjóðunum. Stuttu seinna sagði röddin af sér forsætisráðherrastóli. Eitt sinn heyrði ég röddina af segulbandi þar sem hann talaði ílla um konur, fatlaða og samkynhneigða. Það varð síðar kallað Klausturmálið. Næst heyrði ég röddina tala fyrir nýjan flokk og virtist mest vera hræðsluáróður frekar en eiginleg stefnumál og aftur fékk hann ágætis kostningu. Nú heyri ég röddina lofa lægri sköttum, draga úr ríkisútgjöldum, endurreisa séreignastefnuna í húsnæðismálum og ná tökum á landamærunum. Einhvernveginn hef ég ekki mikla trú á að þetta sé annað en kosningaloforð sem eru bara til þess brúks að afla fylgis. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun