Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 17:07 Þingmenn Pírata vörðu mestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu, en þingmenn stjórnarflokkanna vörðu að jafnaði minni tíma í pontu en þingmenn stjórnarandstöðunnar. Vísir Þingmenn Pírata vörðu langmestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Þingmenn Framsóknarflokksins vörðu hins vegar minnstum tíma í ræðustól Alþingis að meðaltali. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er málglaðasti þingmaðurinn á Alþingi, ef tekið er mið af þeim tíma sem hann varði í pontu Alþingis á kjörtímabilinu. Samanlagður ræðutími Björns Levís á kjörtímabilinu frá 2021 til 2024 var rúmar 84 klukkustundir eða sem jafngildir þremur sólarhringum, tólf klukkustundum og 22 mínútum. Næstur í röðinni var flokkbróðir hans Gísli Rafn Ólafsson sem talaði í tæpar 72 klukkustundir. Botnsætið vermir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem samtals talaði í rétt um sex klukkustundir á kjörtímabilinu, ef frá er talin Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður VG sem tók sæti á þingi í stað Katrínar Jakobsdóttur þegar hún hætti fyrr á þessu ári. Eva Dögg hafði þó áður komið inn sem varaþingmaður í nokkur skipti á kjörtímabilinu og hefur samtals staðið í rétt rúmar tvær klukkustundir í ræðustól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar verma öll sæti á topp tíu listanum yfir lengsta samanlagða ræðutímann en stjórnarþingmenn taka hins vegar níu af tíu sætum á botninum. Tíu afkastamestu ræðumennirnir á Alþingi á kjörtímabilinu Björn Leví Gunnarsson, Píratar: 84 klst. og 22 mínútur Gísli Rafn Ólafsson, Píratar: 71 klst. og 39 mínútur Eyjólfur Ármannsson, Flokkur fólksins: 69 klst. og 25 mínútur Andrés Ingi Jónsson, Píratar: 65 klst. og 36 mínútur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Píratar: 58 klst. og 43 mínútur Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins: 53 klst. og 41 mínúta Inga Sæland, Flokkur fólksins: 48 klst. og 53 mínútur Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingin: 42 klst. og 43 mínútur Bergþór Ólason, Miðflokkur: 42 klst. og 2 mínútur Guðbrandur Einarsson, Viðreisn: 39 klst. og 18 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Þessir þingmenn vörðu minnstum tíma í pontu á kjörtímabilinu Eva Dögg Davíðsdóttir, VG: 2 klst. og 7 mínútur Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkur: 5 klst. og 59 mínútur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Framsóknarflokkur: 6 klst. og 0 mínútur Tómas A. Tómasson, Flokkur fólksins: 6 klst. og 41 mínúta Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 6 klst. og 58 mínútur Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokkur: 8 klst. og 3 mínútur Bjarni Jónsson, VG/utan flokka: 8 klst. og 23 mínútur Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 39 mínútur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 53 mínútur Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 54 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Meðalræðutími þingmanna eftir þingflokkum Píratar: 59,7 klst. Miðflokkurinn: 36,4 klst. Flokkur fólksins: 36,3 klst. Viðreisn: 31,8 klst. Samfylkingin: 23,9 klst. Vinstri græn: 15,4 klst. Sjálfstæðisflokkurinn: 15,0 klst. Framsóknarflokkurinn: 13, 9 klst. Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Samanlagður ræðutími Björns Levís á kjörtímabilinu frá 2021 til 2024 var rúmar 84 klukkustundir eða sem jafngildir þremur sólarhringum, tólf klukkustundum og 22 mínútum. Næstur í röðinni var flokkbróðir hans Gísli Rafn Ólafsson sem talaði í tæpar 72 klukkustundir. Botnsætið vermir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem samtals talaði í rétt um sex klukkustundir á kjörtímabilinu, ef frá er talin Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður VG sem tók sæti á þingi í stað Katrínar Jakobsdóttur þegar hún hætti fyrr á þessu ári. Eva Dögg hafði þó áður komið inn sem varaþingmaður í nokkur skipti á kjörtímabilinu og hefur samtals staðið í rétt rúmar tvær klukkustundir í ræðustól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar verma öll sæti á topp tíu listanum yfir lengsta samanlagða ræðutímann en stjórnarþingmenn taka hins vegar níu af tíu sætum á botninum. Tíu afkastamestu ræðumennirnir á Alþingi á kjörtímabilinu Björn Leví Gunnarsson, Píratar: 84 klst. og 22 mínútur Gísli Rafn Ólafsson, Píratar: 71 klst. og 39 mínútur Eyjólfur Ármannsson, Flokkur fólksins: 69 klst. og 25 mínútur Andrés Ingi Jónsson, Píratar: 65 klst. og 36 mínútur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Píratar: 58 klst. og 43 mínútur Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins: 53 klst. og 41 mínúta Inga Sæland, Flokkur fólksins: 48 klst. og 53 mínútur Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingin: 42 klst. og 43 mínútur Bergþór Ólason, Miðflokkur: 42 klst. og 2 mínútur Guðbrandur Einarsson, Viðreisn: 39 klst. og 18 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Þessir þingmenn vörðu minnstum tíma í pontu á kjörtímabilinu Eva Dögg Davíðsdóttir, VG: 2 klst. og 7 mínútur Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkur: 5 klst. og 59 mínútur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Framsóknarflokkur: 6 klst. og 0 mínútur Tómas A. Tómasson, Flokkur fólksins: 6 klst. og 41 mínúta Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 6 klst. og 58 mínútur Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokkur: 8 klst. og 3 mínútur Bjarni Jónsson, VG/utan flokka: 8 klst. og 23 mínútur Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 39 mínútur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 53 mínútur Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 54 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Meðalræðutími þingmanna eftir þingflokkum Píratar: 59,7 klst. Miðflokkurinn: 36,4 klst. Flokkur fólksins: 36,3 klst. Viðreisn: 31,8 klst. Samfylkingin: 23,9 klst. Vinstri græn: 15,4 klst. Sjálfstæðisflokkurinn: 15,0 klst. Framsóknarflokkurinn: 13, 9 klst.
Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira