Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar 19. nóvember 2024 16:33 Í júlí sl. kom út skýrsla í Nýja-Sjálandi. Þar voru birtar niðurstöður rannsóknar á aðbúnaði barna og fullorðinna í viðkvæmri stöðu sem höfðu verið í umsjón kirkjunnar og ríkisins á árunum 1950 til 2019. Niðurstöðurnar eru skelfilegar. Af þeim 650 þúsund börnum og fullorðnum í viðkvæmri stöðu, sem voru vistuð til lengri eða skemmri tíma á vegum þessara aðila, voru yfir 200 þúsund beitt líkamlegu-, kynferðislegu- og/eða andlegu ofbeldi. Þann 12. júní 2021 skipaði þáverandi forsætisráðherra Íslands í samræmi við ályktun frá Alþingi nefnd sem var falið að safna saman ítarlegum upplýsingum um starfsemi stofnana fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fullorðna með geðrænan vanda. Var nefndinni gert að leggja mat á afmörkun, umfang og markmið rannsóknarinnar. Sérstök áhersla skyldi lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag. Niðurstöður nefndarinnar voru birtar á heimasíðu forsætisráðuneytisins þann 8. júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru eftirfarandi: Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gefi rannsóknarnefnd sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og sé einnig í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá er lagt til að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt er að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna. Lögð er þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Að rannsóknin byggi á jafnræði hvað varðar afmörkun og umfang rannsóknar. Að rannsóknin byggi á gagnsæi, bæði hvað varðar verklag og niðurstöður. Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar sem leitað yrði svara við. Var velferðarnefnd Alþingis í framhaldinu falið að vinna úr þessum tillögum og ákveða næstu skref. Síðan eru liðnir 29 mánuðir. Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent fyrirspurnir til velferðarnefndar, tekið málið upp á fundum með nefndinni og öðrum nefndum þingsins, skrifað forsætisráðherrum með reglulegu millibili, tekið málið upp í fjölmiðlum og rætt á fundum með þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekkert hefur verið gert í málinu. Á Íslandi er fjöldi fullorðinna einstaklinga sem samfélagið hefur algjörlega brugðist. Sumir þessara einstaklinga voru vistaðir til lengri eða skemmri tíma á stofnunum á vegum opinberra aðila (ríkis og sveitarfélag) hvar mannréttindi þeirra voru fótum troðin og lög brotin. Þetta á ekki aðeins við um einstaklinga sem dvöldu á stofnunum eða stöðum fyrir hálfri öld, heldur á þetta á einnig við um nútímann. Að þingmenn hafi trassað það í 29 mánuði að rækja lágmarks skyldur sínar gagnvart þessu fólki og aðstandendum þeirra er til háborinnar skammar! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í júlí sl. kom út skýrsla í Nýja-Sjálandi. Þar voru birtar niðurstöður rannsóknar á aðbúnaði barna og fullorðinna í viðkvæmri stöðu sem höfðu verið í umsjón kirkjunnar og ríkisins á árunum 1950 til 2019. Niðurstöðurnar eru skelfilegar. Af þeim 650 þúsund börnum og fullorðnum í viðkvæmri stöðu, sem voru vistuð til lengri eða skemmri tíma á vegum þessara aðila, voru yfir 200 þúsund beitt líkamlegu-, kynferðislegu- og/eða andlegu ofbeldi. Þann 12. júní 2021 skipaði þáverandi forsætisráðherra Íslands í samræmi við ályktun frá Alþingi nefnd sem var falið að safna saman ítarlegum upplýsingum um starfsemi stofnana fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fullorðna með geðrænan vanda. Var nefndinni gert að leggja mat á afmörkun, umfang og markmið rannsóknarinnar. Sérstök áhersla skyldi lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag. Niðurstöður nefndarinnar voru birtar á heimasíðu forsætisráðuneytisins þann 8. júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru eftirfarandi: Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gefi rannsóknarnefnd sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og sé einnig í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá er lagt til að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt er að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna. Lögð er þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Að rannsóknin byggi á jafnræði hvað varðar afmörkun og umfang rannsóknar. Að rannsóknin byggi á gagnsæi, bæði hvað varðar verklag og niðurstöður. Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar sem leitað yrði svara við. Var velferðarnefnd Alþingis í framhaldinu falið að vinna úr þessum tillögum og ákveða næstu skref. Síðan eru liðnir 29 mánuðir. Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent fyrirspurnir til velferðarnefndar, tekið málið upp á fundum með nefndinni og öðrum nefndum þingsins, skrifað forsætisráðherrum með reglulegu millibili, tekið málið upp í fjölmiðlum og rætt á fundum með þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekkert hefur verið gert í málinu. Á Íslandi er fjöldi fullorðinna einstaklinga sem samfélagið hefur algjörlega brugðist. Sumir þessara einstaklinga voru vistaðir til lengri eða skemmri tíma á stofnunum á vegum opinberra aðila (ríkis og sveitarfélag) hvar mannréttindi þeirra voru fótum troðin og lög brotin. Þetta á ekki aðeins við um einstaklinga sem dvöldu á stofnunum eða stöðum fyrir hálfri öld, heldur á þetta á einnig við um nútímann. Að þingmenn hafi trassað það í 29 mánuði að rækja lágmarks skyldur sínar gagnvart þessu fólki og aðstandendum þeirra er til háborinnar skammar! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar