Innlent

Lög­fræðingar Al­þingis vöruðu við breytingum á búvörulögum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum okkar fjöllum áfram um hinar umdeildu breytingar sem gerðar voru á búvörulögum á Alþingi á dögunum. 

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að breytingarnar brytu gegn stjórnarskránni og lögfræðingar Alþingis höfðu varað við því að þær væru of viðamiklar, þótt þeir hafi ekki talið þær andstæða stjórnarskrá.

Við förum einnig niður í Ráðhús Reykjavíkur þar sem foreldrar barna í verkföllum koma saman til að mótmæla. Deiluaðilar funda síðar í dag og merkja mátti nokkra bjartsýni í Ríkissáttasemjara í gær. 

Að auki minnumst við þess í dag að innrás Rússa inn í Úkraínu hefur nú staðið í eitt þúsund daga.

Í sportinu heyrum við í okkar manni Aroni Guðmundssyni sem er staddur í Cardiff og hitar upp fyrir leikinn mikilvæga gegn Wales í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×