Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 08:32 Í of langan tíma hafa heimili og fyrirtæki þurft að þola óásættanlegt vaxtastig. Ástæðurnar eru vel þekktar: Seðlabankinn þurfti fyrst að bregðast við alþjóðlegum verðbólguskell og svo með frekari vaxtahækkunum þegar launahækkanir og mikill kraftur í hagkerfinu héldu glæðum lengur í verðbólgunni. Síðastliðið ár hafa þó hlutirnir þróast til betri vegar – verðbólga hefur minnkað og vextir eru teknir að lækka. Óhætt er að segja að byggst hafi upp miklar væntingar um vaxtalækkun þegar Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun. Hvað sem gerist, þá eru verulegar vaxtalækkanir næstu mánuði að teiknast upp ef haldið er rétt á spilunum. Því hefur yfirveguð og traust hagstjórn skilað og það kristallast í fimm staðreyndum. 1. Verðbólga hefur minnkað í takt við spár Sú mikilvægasta er að verðbólgan hefur minnkað mikið og er nú í frjálsu falli. Verðbólgan mælist nú 5,1% en var 8% fyrir ári. Spár gera nú ráð fyrir að verðbólgan í nóvember sé um 4,5%. Verði það raunin hefur verðlag hækkað um einungis 1% síðasta hálfa árið. Enda eru spár að gera ráð fyrir að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði. Hófsamir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem stjórnvöld studdu dyggilega, hafa skipt sköpum. 2. Verðbólguvæntingar nálgast verðbólgumarkmið Ekki bara spár, heldur einnig væntingar gera ráð fyrir að verðbólgan fari minnkandi. Það sést á mörkuðum og þegar fólk er einfaldlega spurt. Markaðsaðilar telja að verðbólga eftir ár verið 3,5% eftir ár, innan vikmarka verðbólgumarkmiðs. Svoleiðis tölur hafa ekki sést síðan 2021. Verðbólguvæntingar til langs tíma hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs 2022. 3. Krónan er stöðug og styrkist Lykilþáttur í því að horfurnar eru góðar er að krónan hefur verið mjög stöðug síðustu misseri. Það sem meira er, þá hefur hún nú styrkst síðustu daga og ekki verið sterkari í meira en ár. Ekki er hægt að skýra þennan stöðugleika með öðru en að undirstöður hagkerfisins, stórbætt umgjörð hagstjórnar, fremur litlar skuldir og stór gjaldeyrisforði skipti höfuðmáli. 4. Hagkerfið í mjúkri lendingu Verðbólga er slæm en atvinnuleysi er jafnvel verra og getur hæglega verið afleiðing þess þegar verðbólga er barin niður með aðhaldssamri hagstjórn. Slíkt erum við ekki að sjá. Skráð atvinnuleysi var aðeins 3,4% í október, samanborið við 3,2% á síðasta ári. Að auki er störfum enn að fjölga í einkageiranum – um 2% milli ára á síðasta ársfjórðungi. Líklegt er að hagvöxtur þessi misserin reynist lítill en hingað til er hagkerfið á góðri siglingu. 5. Aðhald í ríkisfjármálum staðfest í fjárlögum fyrir næsta ár Loks er ljóst að aðhald í ríkisfjármálum hefur skilað sér. Frá 2022 hafa ríkisfjármálin verið aðhaldssöm og vegið gegn mikilli eftirspurn í einkageiranum. Bæði fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabankinn hafa metið að fjárlög ársins 2025 feli í sér áframhaldandi aðhald. Þær breytingar sem urðu í meðförum Alþingis tryggja að svo verði, en lakari afkoma en áður var talið helgast nær alfarið af lakari þjóðhagsspá Hagstofunnar. Skreytt stolnum fjöðrum? Þegar allt er tekið er augljóst að við erum á réttri leið og mikill árangur hefur náðst. Ef engin óvænt áföll koma upp er staðreynd málsins að hagstjórnarákvarðanir undanfarin misseri eru búnar að stilla kúrsinn inn á vaxtalækkanir næstu mánuði, enda taka ákvarðanirnar eitt ár eða lengri tíma að hafa áhrif á verðbólguna. Hægt er að stilla kúrsinn betur og tækifærin til frekari framfara eru takmarkalaus en stóra myndin er skýr. Nú þegar allir stjórnmálaflokkar keppast við að lofa vaxtalækkunum er mikilvægt að hafa þetta í huga. Það kapphlaup felur í sér að hinir sömu eru að segja að fráfarandi ríkisstjórn hafi gert vel ef vextir lækka á miðvikudaginn. Nema þeir sömu flokkar séu að segja að stefna ríkisstjórnar skipti engu máli, en þá eru þeir líka að segja að þeir sjálfir geti ekkert gert í vaxtastiginu. Það er eitthvað fyrir kjósendur að hugsa um. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Konráð S. Guðjónsson Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í of langan tíma hafa heimili og fyrirtæki þurft að þola óásættanlegt vaxtastig. Ástæðurnar eru vel þekktar: Seðlabankinn þurfti fyrst að bregðast við alþjóðlegum verðbólguskell og svo með frekari vaxtahækkunum þegar launahækkanir og mikill kraftur í hagkerfinu héldu glæðum lengur í verðbólgunni. Síðastliðið ár hafa þó hlutirnir þróast til betri vegar – verðbólga hefur minnkað og vextir eru teknir að lækka. Óhætt er að segja að byggst hafi upp miklar væntingar um vaxtalækkun þegar Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun. Hvað sem gerist, þá eru verulegar vaxtalækkanir næstu mánuði að teiknast upp ef haldið er rétt á spilunum. Því hefur yfirveguð og traust hagstjórn skilað og það kristallast í fimm staðreyndum. 1. Verðbólga hefur minnkað í takt við spár Sú mikilvægasta er að verðbólgan hefur minnkað mikið og er nú í frjálsu falli. Verðbólgan mælist nú 5,1% en var 8% fyrir ári. Spár gera nú ráð fyrir að verðbólgan í nóvember sé um 4,5%. Verði það raunin hefur verðlag hækkað um einungis 1% síðasta hálfa árið. Enda eru spár að gera ráð fyrir að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði. Hófsamir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem stjórnvöld studdu dyggilega, hafa skipt sköpum. 2. Verðbólguvæntingar nálgast verðbólgumarkmið Ekki bara spár, heldur einnig væntingar gera ráð fyrir að verðbólgan fari minnkandi. Það sést á mörkuðum og þegar fólk er einfaldlega spurt. Markaðsaðilar telja að verðbólga eftir ár verið 3,5% eftir ár, innan vikmarka verðbólgumarkmiðs. Svoleiðis tölur hafa ekki sést síðan 2021. Verðbólguvæntingar til langs tíma hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs 2022. 3. Krónan er stöðug og styrkist Lykilþáttur í því að horfurnar eru góðar er að krónan hefur verið mjög stöðug síðustu misseri. Það sem meira er, þá hefur hún nú styrkst síðustu daga og ekki verið sterkari í meira en ár. Ekki er hægt að skýra þennan stöðugleika með öðru en að undirstöður hagkerfisins, stórbætt umgjörð hagstjórnar, fremur litlar skuldir og stór gjaldeyrisforði skipti höfuðmáli. 4. Hagkerfið í mjúkri lendingu Verðbólga er slæm en atvinnuleysi er jafnvel verra og getur hæglega verið afleiðing þess þegar verðbólga er barin niður með aðhaldssamri hagstjórn. Slíkt erum við ekki að sjá. Skráð atvinnuleysi var aðeins 3,4% í október, samanborið við 3,2% á síðasta ári. Að auki er störfum enn að fjölga í einkageiranum – um 2% milli ára á síðasta ársfjórðungi. Líklegt er að hagvöxtur þessi misserin reynist lítill en hingað til er hagkerfið á góðri siglingu. 5. Aðhald í ríkisfjármálum staðfest í fjárlögum fyrir næsta ár Loks er ljóst að aðhald í ríkisfjármálum hefur skilað sér. Frá 2022 hafa ríkisfjármálin verið aðhaldssöm og vegið gegn mikilli eftirspurn í einkageiranum. Bæði fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabankinn hafa metið að fjárlög ársins 2025 feli í sér áframhaldandi aðhald. Þær breytingar sem urðu í meðförum Alþingis tryggja að svo verði, en lakari afkoma en áður var talið helgast nær alfarið af lakari þjóðhagsspá Hagstofunnar. Skreytt stolnum fjöðrum? Þegar allt er tekið er augljóst að við erum á réttri leið og mikill árangur hefur náðst. Ef engin óvænt áföll koma upp er staðreynd málsins að hagstjórnarákvarðanir undanfarin misseri eru búnar að stilla kúrsinn inn á vaxtalækkanir næstu mánuði, enda taka ákvarðanirnar eitt ár eða lengri tíma að hafa áhrif á verðbólguna. Hægt er að stilla kúrsinn betur og tækifærin til frekari framfara eru takmarkalaus en stóra myndin er skýr. Nú þegar allir stjórnmálaflokkar keppast við að lofa vaxtalækkunum er mikilvægt að hafa þetta í huga. Það kapphlaup felur í sér að hinir sömu eru að segja að fráfarandi ríkisstjórn hafi gert vel ef vextir lækka á miðvikudaginn. Nema þeir sömu flokkar séu að segja að stefna ríkisstjórnar skipti engu máli, en þá eru þeir líka að segja að þeir sjálfir geti ekkert gert í vaxtastiginu. Það er eitthvað fyrir kjósendur að hugsa um. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun