Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar 18. nóvember 2024 19:15 Ég hóf nám í Fósturskóla Íslands, árið 1983, 22 ára, tveggja barna móðir, eldra barnið, þriggja ára, fékk pláss í leikskóla, yngra barnið, rúmlega þriggja mánaða, var hjá dagmömmu (á þeim tíma var verið að lengja fæðingarorlofið í fjóra mánuði). Við leigðum. Námið í Fósturskólanum (leikskólakennaranám) var yfirleitt skipulagt frá 8- 4 alla daga ofan á það kom svo mikil verkefnavinna. Það var því mikið á sig lagt til að fá eitt verst borgaða starf fyrir menntað fólk sem hægt var. Ég fékk alveg að heyra að ég væri að fórna stúdentsprófinu mínu, en á þeim tíma voru örfáir stúdentar við nám í skólanum, ég hefði getað valið mér miklu betri menntun, sem gæfi ekki bara betri laun heldur líka meiri virðingu í samfélaginu. Mér var alveg sama, ég var búin að ákveða mig, ég var reyndar að íhuga á þessum tíma að sækja um listnám en sem ábyrg ung móðir taldi ég að tekjumöguleikar á þeim vettvangi væru nú enn minni en í leikskólanum. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp, jú vegna þess að á þeim tíma sem ég var í námi, hvort sem það var Fósturskóli eða eitthvað annað átti ég raunverulegt val - vegna námslánakerfisins. Ég var á lánum allan tímann sem ég var í Fósturskólanum og safnaði háum námslánaskuldum. Vissulega oft erfitt að láta enda ná saman en þetta gekk samt einhvern veginn upp. Fljótlega eftir útskrift varð ég leikskólastjóri og var því á aðeins betri launum en sem óbreyttur leikskólakennari, en afborgun á námslánum var oft erfið ungu lágtekjufólki. Hins vegar vissi ég líka að ég hefði aldrei getað menntað mig hefði ég þurft að vinna fulla vinnu með námi. Það var ódýr fjárfesting hjá ríkinu að lána okkur láglaunakonum framfærslulán og já ég greiddi mín námslán að fullu. Það var góður dagur þegar síðasta greiðsla var innt af hendi. Sem kennari, kennaranema, veit ég að fæst þeirra eru á námslánum, þau eru allmörg í nærri fullri vinnu með námi, þau eru eins og ég á sínum tíma mörg hver fjölskyldufólk með börn á framfæri, sem oft seinkar þeim í námi. Fyrir þetta unga fólk er það fjárfesting til framtíðar að sækja sér menntun. Það leggur mikið á sig og fæst treysta sér til að leggja framtíðarhag fjölskyldna sinna undir með því að taka námslán. Þegar ég var ung aðhylltist ég hugmyndina um borgaralaun, sem við unga fólkið á þeim tíma vörðum miklum tíma í að ræða. Hugmyndin um að hverri manneskju væri tryggð grunnframfærsla og með því væri að mestu hægt að leggja af framfærslulána/tryggingarkerfi. Það er nefnilega líka dýrt að skipuleggja kerfi út frá þeim fáu sem kannski misnota það. Það hefur margt breyst og áunnist, eitt er að laun leikskólakennara hafa sannarlega hækkað gríðarlega miðað við verðlagsþróun frá því ég fékk mína fyrstu útborgun. En ef raunverulegur vilji er til að efla leikskólakerfið, þarf að gera betur. Það þarf að vera góður kostur að fara í kennaranám, að fólk sem þangað sækir viti að þau munu uppskera eins og til er sáð. Það þarf bæði námslánakerfi sem geri þeim kleift að mennta sig og að uppskeran, launin, séu sambærileg við aðra sérfræðinga á vinnumarkaði. Það skiptir máli að geta menntað sig án afkomuótta. Áfram kennarar Höfundur er leik- og háskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ég hóf nám í Fósturskóla Íslands, árið 1983, 22 ára, tveggja barna móðir, eldra barnið, þriggja ára, fékk pláss í leikskóla, yngra barnið, rúmlega þriggja mánaða, var hjá dagmömmu (á þeim tíma var verið að lengja fæðingarorlofið í fjóra mánuði). Við leigðum. Námið í Fósturskólanum (leikskólakennaranám) var yfirleitt skipulagt frá 8- 4 alla daga ofan á það kom svo mikil verkefnavinna. Það var því mikið á sig lagt til að fá eitt verst borgaða starf fyrir menntað fólk sem hægt var. Ég fékk alveg að heyra að ég væri að fórna stúdentsprófinu mínu, en á þeim tíma voru örfáir stúdentar við nám í skólanum, ég hefði getað valið mér miklu betri menntun, sem gæfi ekki bara betri laun heldur líka meiri virðingu í samfélaginu. Mér var alveg sama, ég var búin að ákveða mig, ég var reyndar að íhuga á þessum tíma að sækja um listnám en sem ábyrg ung móðir taldi ég að tekjumöguleikar á þeim vettvangi væru nú enn minni en í leikskólanum. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp, jú vegna þess að á þeim tíma sem ég var í námi, hvort sem það var Fósturskóli eða eitthvað annað átti ég raunverulegt val - vegna námslánakerfisins. Ég var á lánum allan tímann sem ég var í Fósturskólanum og safnaði háum námslánaskuldum. Vissulega oft erfitt að láta enda ná saman en þetta gekk samt einhvern veginn upp. Fljótlega eftir útskrift varð ég leikskólastjóri og var því á aðeins betri launum en sem óbreyttur leikskólakennari, en afborgun á námslánum var oft erfið ungu lágtekjufólki. Hins vegar vissi ég líka að ég hefði aldrei getað menntað mig hefði ég þurft að vinna fulla vinnu með námi. Það var ódýr fjárfesting hjá ríkinu að lána okkur láglaunakonum framfærslulán og já ég greiddi mín námslán að fullu. Það var góður dagur þegar síðasta greiðsla var innt af hendi. Sem kennari, kennaranema, veit ég að fæst þeirra eru á námslánum, þau eru allmörg í nærri fullri vinnu með námi, þau eru eins og ég á sínum tíma mörg hver fjölskyldufólk með börn á framfæri, sem oft seinkar þeim í námi. Fyrir þetta unga fólk er það fjárfesting til framtíðar að sækja sér menntun. Það leggur mikið á sig og fæst treysta sér til að leggja framtíðarhag fjölskyldna sinna undir með því að taka námslán. Þegar ég var ung aðhylltist ég hugmyndina um borgaralaun, sem við unga fólkið á þeim tíma vörðum miklum tíma í að ræða. Hugmyndin um að hverri manneskju væri tryggð grunnframfærsla og með því væri að mestu hægt að leggja af framfærslulána/tryggingarkerfi. Það er nefnilega líka dýrt að skipuleggja kerfi út frá þeim fáu sem kannski misnota það. Það hefur margt breyst og áunnist, eitt er að laun leikskólakennara hafa sannarlega hækkað gríðarlega miðað við verðlagsþróun frá því ég fékk mína fyrstu útborgun. En ef raunverulegur vilji er til að efla leikskólakerfið, þarf að gera betur. Það þarf að vera góður kostur að fara í kennaranám, að fólk sem þangað sækir viti að þau munu uppskera eins og til er sáð. Það þarf bæði námslánakerfi sem geri þeim kleift að mennta sig og að uppskeran, launin, séu sambærileg við aðra sérfræðinga á vinnumarkaði. Það skiptir máli að geta menntað sig án afkomuótta. Áfram kennarar Höfundur er leik- og háskólakennari.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun