Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 07:00 Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að flakka um Norðvesturkjördæmi síðastliðnar vikur. Það er augljóslega mikil gróska í kjördæminu sem er stútfullt af tækifærum – birtu og von. Það hefur verið magnað að fylgjast með uppgangi nýsköpunar, frumkvöðlastarfs og vaxtar í kjördæminu. Eftir áratugi af fólksfækkun virðist dæmið loksins vera mögulega að snúast við. En til þess að hægt sé að byggja áfram upp á svæðinu og til þess að tækifæri geti orðið að veruleika er nauðsynlegt að tryggja þar sterkar undirstöður – sterka innviði. Það er samt ein skuggahlið á annars björtum tónum. Hvert sem ég fer segir fólk mér frá þeim ótta sem fylgir því að neyðast til að keyra á lélegum og hættulegum vegum á milli staða til að sækja vinnu eða aðra grunnþjónustu. Jafnvel á hverjum einasta degi. Ég velti því stundum fyrir mér hvort fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu geri sér raunverulega grein fyrir því hvers konar aðstæður þetta eru oft og tíðum. Hvers konar fyrirhyggju maður þarf að hafa, stunda hinar ýmsu veðurathuganir, athuganir á færð og daglegar vangaveltur um það hvort maður komist á milli staða. Þetta er veruleiki þúsunda Íslendinga sem búa á strjálbýlum og torfærum svæðum. Vond vinnubrögð og vond forgangsröðun Hvernig gerist það að ákveðið er að fjarlægja vinnutæki og vinnubúðir af Dynjandisheiði þegar aðeins sjö kílómetrar eru eftir af vinnunni? Það er einhvers konar táknmynd um vegamál í kjördæminu að enn sé þar að finna malarvegi árið 2024. Það er svo skýrt ákall frá Vesturbyggð að koma jarðgöngum um Mikladal og Hálfdán ofar á forgangslista stjórnvalda. Bíldudalsvegur er einnig í afar slæmu ástandi. Í ofanálag er ekki vetrarþjónusta á vegunum um helgar. Það er auðvitað ein forsenda fyrir nýsameinaðri Vesturbyggð að samgöngur séu greiðar og öruggar á milli byggðarkjarna. Bjóða þarf út Gufudal og Djúpafjörð. Öryggi um Súðarvíkurhlíð er svo stöðugt áhyggjuefni sem verður að leysa. Við getum síðan rætt Klettsháls. Á Vesturlandi er Skógarstrandarvegur stórhættulegur og vegir á Snæfellsnesi illa farnir vegna skorts á viðhaldi. Gripið hefur verið til þess ráðs að minnka hámarkshraða úr 90´í 70 km hraða á sumum stöðum vegna ástandsins. Staðan í Dölunum var svo óboðleg í ár og ég gæti haldið endalaust áfram. Til framtíðar eigum við að stefna að láglendisvegi á sem flestum stöðum. Slíkt dregur úr aðstöðumun og skapar tækifæri til framtíðar. Hugsum stórt Þetta er staðan. Það er því ekki furða að það skipti ekki máli hvert ég fer og drekk kaffibolla þessa dagana. Þá eru samgöngumálin í brennidepli. Áratugir af vanrækslu og uppsöfnuð innviðaskuld í Norðvesturkjördæmi er staðreynd. Þetta blasir við hverjum þeim sem keyrir um kjördæmið. Innviðafélag Vestfjarða á hrós skilið fyrir að setja fram með skýrum hætti hvað er í húfi ef ekkert þokast áfram. Það er ekki nóg að rýna bara í íbúafjölda þegar fjárfesta á í innviðum. Framtíðarsýn félagsins um Vestfjarðarlínu er spennandi og djörf. Mér finnst það hljóma skynsamt að stefna á sérstaka samgöngusáttmála innan allra kjördæma með skírskotun að fyrirmynd Höfuðborgarsáttmálans. Leita þarf leiða til að fjármagna slíkt með skynsömum hætti. Við eigum að leyfa okkur að hugsa stórt og setja markið hátt. Það er hagur okkar allra að vegurinn heim sé öruggur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðvesturkjördæmi Viðreisn María Rut Kristinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að flakka um Norðvesturkjördæmi síðastliðnar vikur. Það er augljóslega mikil gróska í kjördæminu sem er stútfullt af tækifærum – birtu og von. Það hefur verið magnað að fylgjast með uppgangi nýsköpunar, frumkvöðlastarfs og vaxtar í kjördæminu. Eftir áratugi af fólksfækkun virðist dæmið loksins vera mögulega að snúast við. En til þess að hægt sé að byggja áfram upp á svæðinu og til þess að tækifæri geti orðið að veruleika er nauðsynlegt að tryggja þar sterkar undirstöður – sterka innviði. Það er samt ein skuggahlið á annars björtum tónum. Hvert sem ég fer segir fólk mér frá þeim ótta sem fylgir því að neyðast til að keyra á lélegum og hættulegum vegum á milli staða til að sækja vinnu eða aðra grunnþjónustu. Jafnvel á hverjum einasta degi. Ég velti því stundum fyrir mér hvort fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu geri sér raunverulega grein fyrir því hvers konar aðstæður þetta eru oft og tíðum. Hvers konar fyrirhyggju maður þarf að hafa, stunda hinar ýmsu veðurathuganir, athuganir á færð og daglegar vangaveltur um það hvort maður komist á milli staða. Þetta er veruleiki þúsunda Íslendinga sem búa á strjálbýlum og torfærum svæðum. Vond vinnubrögð og vond forgangsröðun Hvernig gerist það að ákveðið er að fjarlægja vinnutæki og vinnubúðir af Dynjandisheiði þegar aðeins sjö kílómetrar eru eftir af vinnunni? Það er einhvers konar táknmynd um vegamál í kjördæminu að enn sé þar að finna malarvegi árið 2024. Það er svo skýrt ákall frá Vesturbyggð að koma jarðgöngum um Mikladal og Hálfdán ofar á forgangslista stjórnvalda. Bíldudalsvegur er einnig í afar slæmu ástandi. Í ofanálag er ekki vetrarþjónusta á vegunum um helgar. Það er auðvitað ein forsenda fyrir nýsameinaðri Vesturbyggð að samgöngur séu greiðar og öruggar á milli byggðarkjarna. Bjóða þarf út Gufudal og Djúpafjörð. Öryggi um Súðarvíkurhlíð er svo stöðugt áhyggjuefni sem verður að leysa. Við getum síðan rætt Klettsháls. Á Vesturlandi er Skógarstrandarvegur stórhættulegur og vegir á Snæfellsnesi illa farnir vegna skorts á viðhaldi. Gripið hefur verið til þess ráðs að minnka hámarkshraða úr 90´í 70 km hraða á sumum stöðum vegna ástandsins. Staðan í Dölunum var svo óboðleg í ár og ég gæti haldið endalaust áfram. Til framtíðar eigum við að stefna að láglendisvegi á sem flestum stöðum. Slíkt dregur úr aðstöðumun og skapar tækifæri til framtíðar. Hugsum stórt Þetta er staðan. Það er því ekki furða að það skipti ekki máli hvert ég fer og drekk kaffibolla þessa dagana. Þá eru samgöngumálin í brennidepli. Áratugir af vanrækslu og uppsöfnuð innviðaskuld í Norðvesturkjördæmi er staðreynd. Þetta blasir við hverjum þeim sem keyrir um kjördæmið. Innviðafélag Vestfjarða á hrós skilið fyrir að setja fram með skýrum hætti hvað er í húfi ef ekkert þokast áfram. Það er ekki nóg að rýna bara í íbúafjölda þegar fjárfesta á í innviðum. Framtíðarsýn félagsins um Vestfjarðarlínu er spennandi og djörf. Mér finnst það hljóma skynsamt að stefna á sérstaka samgöngusáttmála innan allra kjördæma með skírskotun að fyrirmynd Höfuðborgarsáttmálans. Leita þarf leiða til að fjármagna slíkt með skynsömum hætti. Við eigum að leyfa okkur að hugsa stórt og setja markið hátt. Það er hagur okkar allra að vegurinn heim sé öruggur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun