Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2024 19:20 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum hinn 9. apríl eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði af sér vegna forsetaframboðs. Bjarni sleit stjórnarsamstarfinu síðan á fréttamannafundi hinn 13. október síðast liðinn og forseti Íslands samþykkti tillögu hans um þingrof og kosningar. Vísir/Vilhelm Fjárlög næsta árs voru í dag afgreidd með ríflega 58 milljarða halla á síðasta þingfundi fyrir kosningar. Forsætisráðherra sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið eftir síðustu kosningar en segir lýðræðislegt að boða til kosninga þegar samstarfið hafi ekki gengið lengur upp. Með frestun þingfunda í dag hefst kosningabaráttan að fullu fyrir að minnsta kosti þann hluta þingmanna sem sækist eftir endurkjöri í kosningunum eftir hálfan mánuð. Í kveðjuræðu Birgis Ármannssonar forseta Alþingis kom fram að tæplega fjórðungur núverandi þingmann sækist ekki eftir endurkjöri og er hann sjálfur þeirra á meðal. „Hins vegar má geta þess að mér telst til að fjörutíu og einn sitjandi þingmaður sitji annað hvort í fyrsta eða öðru sæti á framboðslista stjórnmálasamtaka sinna. Í þessum hópi, í tveimur efstu sætinum, eru líka átta fyrrverandi þingmenn sem ekki hafa átt sæti hér á yfirstandandi kjörtímabili,“ sagði Birgir meðal annars í kveðjuræðu sinni. Eftir að Birgir Ármannsson forseti Alþingis hafði þakkað þingmönnum og starfsfólki Alþingis fyrir samstarfið í kveðjuræðu, endurgalt Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins þakkir til hans fyrir hönd þingmanna og færði forseta blómsvönd.Vísir/Vilhelm Hann þakkaði þingmönnum og starfsfólki Alþingis fyrir samstarfið á kjörtímabilinu. Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins þakkaði sömuleiðis starfsfólki, forseta og varaforsetum fyrir þeirra störf fyrir hönd þingmanna. „Virðulegur forseti. Um leið og ég vík úr ræðustóli vil ég leyfa mér að afhenda þér kæri Birgir þennan blómvönd fyrir hönd okkar þingmanna og ítreka góðar óskir þér til handa,“ sagði Guðmundur Ingi og þingmenn tóku undir með lófaklappi. Eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra las úrskurð forseta Íslands um frestun funda Alþingis kvöddust þingmenn með virktum, tíu mánuðum áður en kjörtímabilinu átti að ljúka samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Bjarni Benediktsson segir eðlilegt og lýðræðislegt að boða til kosninga á þessum tímapunkti.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekki sjá eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið eftir síðustu kosningar 2021. Stjórnarflokkarnir hefðu fengið sterkt umboð eftir kosningarnar og náð að greiða niður um 200 milljarða af skuldum ríkissjóðs sem safnast hefðu upp á covid tímanum. Þannig að engin eftirsjá? „Engin eftirsjá að mynda ríkisstjórnina. Ég horfi aldrei í baksýnisspegilinn. Þetta var rétt ákvörðun við þær aðstæður sem sem þá voru uppi. Svo breytast aðstæður og við fáum í fangið verkefni sem kannski þetta stjórnarsamstarf var ekki líklegt til að leysa úr. Það var að endanum mín niðurstaða. Það yrði að gefa fólki tækifæri til að stilla upp að nýju. Það erum við að fara að gera. Það er mjög lýðræðislegt og það ættu allir að fagna því,“ segir Bjarni. Oddný G. Harðardóttir man tímana tvenna á Alþingi en lætur nú af þingstörfum eftir tæplega 16 ára þingsetu.Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og ráðherra er ein þeirra sem lætur nú af þingmennsku. Hún segir að fjárlagafrumvarpið hefði getað orðið betra með meiri vinnu og hefbundinni umræðu. „En við sýndum samt þingmenn hvers við erum megnug, hvað við getum gert á stuttum tíma. Allir voru pínu óánægðir en líka svolítið ánægðir. Þannig að þetta endaði þokkalega að mínu mati,“ sagði Oddný G. Harðardóttir. Viðtöl við Bjarna og Oddnýu í tilefni þinglokanna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Með frestun þingfunda í dag hefst kosningabaráttan að fullu fyrir að minnsta kosti þann hluta þingmanna sem sækist eftir endurkjöri í kosningunum eftir hálfan mánuð. Í kveðjuræðu Birgis Ármannssonar forseta Alþingis kom fram að tæplega fjórðungur núverandi þingmann sækist ekki eftir endurkjöri og er hann sjálfur þeirra á meðal. „Hins vegar má geta þess að mér telst til að fjörutíu og einn sitjandi þingmaður sitji annað hvort í fyrsta eða öðru sæti á framboðslista stjórnmálasamtaka sinna. Í þessum hópi, í tveimur efstu sætinum, eru líka átta fyrrverandi þingmenn sem ekki hafa átt sæti hér á yfirstandandi kjörtímabili,“ sagði Birgir meðal annars í kveðjuræðu sinni. Eftir að Birgir Ármannsson forseti Alþingis hafði þakkað þingmönnum og starfsfólki Alþingis fyrir samstarfið í kveðjuræðu, endurgalt Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins þakkir til hans fyrir hönd þingmanna og færði forseta blómsvönd.Vísir/Vilhelm Hann þakkaði þingmönnum og starfsfólki Alþingis fyrir samstarfið á kjörtímabilinu. Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins þakkaði sömuleiðis starfsfólki, forseta og varaforsetum fyrir þeirra störf fyrir hönd þingmanna. „Virðulegur forseti. Um leið og ég vík úr ræðustóli vil ég leyfa mér að afhenda þér kæri Birgir þennan blómvönd fyrir hönd okkar þingmanna og ítreka góðar óskir þér til handa,“ sagði Guðmundur Ingi og þingmenn tóku undir með lófaklappi. Eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra las úrskurð forseta Íslands um frestun funda Alþingis kvöddust þingmenn með virktum, tíu mánuðum áður en kjörtímabilinu átti að ljúka samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Bjarni Benediktsson segir eðlilegt og lýðræðislegt að boða til kosninga á þessum tímapunkti.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekki sjá eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið eftir síðustu kosningar 2021. Stjórnarflokkarnir hefðu fengið sterkt umboð eftir kosningarnar og náð að greiða niður um 200 milljarða af skuldum ríkissjóðs sem safnast hefðu upp á covid tímanum. Þannig að engin eftirsjá? „Engin eftirsjá að mynda ríkisstjórnina. Ég horfi aldrei í baksýnisspegilinn. Þetta var rétt ákvörðun við þær aðstæður sem sem þá voru uppi. Svo breytast aðstæður og við fáum í fangið verkefni sem kannski þetta stjórnarsamstarf var ekki líklegt til að leysa úr. Það var að endanum mín niðurstaða. Það yrði að gefa fólki tækifæri til að stilla upp að nýju. Það erum við að fara að gera. Það er mjög lýðræðislegt og það ættu allir að fagna því,“ segir Bjarni. Oddný G. Harðardóttir man tímana tvenna á Alþingi en lætur nú af þingstörfum eftir tæplega 16 ára þingsetu.Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og ráðherra er ein þeirra sem lætur nú af þingmennsku. Hún segir að fjárlagafrumvarpið hefði getað orðið betra með meiri vinnu og hefbundinni umræðu. „En við sýndum samt þingmenn hvers við erum megnug, hvað við getum gert á stuttum tíma. Allir voru pínu óánægðir en líka svolítið ánægðir. Þannig að þetta endaði þokkalega að mínu mati,“ sagði Oddný G. Harðardóttir. Viðtöl við Bjarna og Oddnýu í tilefni þinglokanna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira