Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar 18. nóvember 2024 11:01 Fyrr í mánuðinum kynnti ég menntastefnu Lýðræðisflokksins á leik-og grunnskólastigi undir fyrirsögninni „Fræðsluskylda í stað skólaskyldu“. Í upphafi síðustu aldar var fræðsluskylda á Íslandi, og skólaskylda á aldrinum 10-14 ára sett í lög árið 1907 í hinum sögufrægu fræðslulögum. Ég vil kafa aðeins dýpra ofan í liðinn er kemur að fræðsluskyldu og ólíku rekstrarfyrirkomulagi menntastofanna á grunnskólastigi. Við erum ekki að tala hér um einkavæðingu skólakerfisins. Í menntastefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjármagn skal fylgja hverju barni óháð rekstarformi og kennslufyrirkomulagi, á jafnræðisgrundvelli. Til þess að tryggja að markmið leik-og grunnskólalaga náist er, eins og nú, stuðst við aðalnámskrá leik-og grunnskóla. Ég ólst að hluta til upp í Danmörku. Í Danmörku er engin skólaskylda. Hinsvegar er svokölluð „undervisningspligt“ sem á góðri íslensku kallast fræðsluskylda. Í dönsku fræðslulögunum er það réttur foreldra sem ákvarðar hvernig menntun barnsins skal háttað. Við skulum hafa hugfast að börnin eru jú foreldranna, ekki ríkiseign. Flestir foreldrar barna á skólaaldri í Danmörku velja að senda börnin sín í hefðbundna skóla rekna af sveitarfélaginu, en þeir hafa þó val um að kenna börnum sínum heimafyrir, ráða til sín einkakennara eða jafnvel senda barnið í svokallaða „frískóla“ sem eru reknir af t.d. sjálfseignarstofnunum. Við eigum reyndar nokkra slíka skóla hér, eins og t.d. Ísaksskóla, Landakotsskóla, Waldorfskólana, skóla aðventista og skóla Hjallastefnunnar til að nefna nokkur dæmi. Þessi stefna okkar er því ekki úr lausi lofti gripin. Það blasir við að réttur foreldra til að ákveða kennslufyrirkomulag fyrir börnin sín, og bein aðkoma þeirra hefur verið á undanhaldi hér á landi síðsutu ár.Ýmsar lagasetningar sem á yfirborðinu virðast sakleysilegar og af hinu góða, eins og t.d. farsældarlögin sem voru samþykkt á Alþingi árið 2021 hafa einmitt gengið að þessum rétt foreldra til þess að hafa bein áhrif á afdrif barna sinna í menntakerfinu. Ég þekki t.d. dæmi þess, þar sem ágreiningur hefur blossað upp af siðferðislegum ástæðum á milli forsjáraðila og skólastjórnenda, að málum hefur m.a. lyktað með bréfsendingum frá bæjarlögmönnum sveitarfélaga til foreldra sem beinlínis kunngjörir þeim að það sem gerist innan veggja skóla sé þeim algjörlega óviðkomandi. Þetta er vitaskuld óviðundandi samskipti við foreldra sem eru að sinna barnauppeldinu af alúð og samkvæmt eigin siðferðislegri vitund, sem er réttur hvers og eins í lýðræðissamfélagi. Hvergi fleiri börn í sérkennsluúrræði en á Íslandi Í síðustu viku heyrði ég viðtal á gömlu gufunni (Rás 1) við Guðbjörgu Rut Þórisdóttur, læsisfræðing. Í því kemur fram að um 34% barna eru í sérkennsluúrræði í grunnskólum landsins. Þetta gefur tilefni til þess að íhuga hvort þetta „uniform“ skólakerfi sem hér hefur þróast síðustu áratugina (síðan skóli án aðgreiningar-stefan var tekin upp í kringum 1994) henti öllum nemendum. Það virðist að núverandi fyrirkomulag henti alls ekki stórum hluta nemenda. Þegar helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla, og þ.a.l. með afar takmarkaða möguleika á framhaldsnámi – þá verður að bregðast við. Við verðum að búa þannig um hlutina að grunnmenntun nái að fanga áhuga allra barna og að unnið sé markvisst með styrkleika sérhvers barns, eins fjölbreyttir og ólíkir þeir eru. Það styrkir sjálfsímynd þeirra og vellíðan. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í mánuðinum kynnti ég menntastefnu Lýðræðisflokksins á leik-og grunnskólastigi undir fyrirsögninni „Fræðsluskylda í stað skólaskyldu“. Í upphafi síðustu aldar var fræðsluskylda á Íslandi, og skólaskylda á aldrinum 10-14 ára sett í lög árið 1907 í hinum sögufrægu fræðslulögum. Ég vil kafa aðeins dýpra ofan í liðinn er kemur að fræðsluskyldu og ólíku rekstrarfyrirkomulagi menntastofanna á grunnskólastigi. Við erum ekki að tala hér um einkavæðingu skólakerfisins. Í menntastefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjármagn skal fylgja hverju barni óháð rekstarformi og kennslufyrirkomulagi, á jafnræðisgrundvelli. Til þess að tryggja að markmið leik-og grunnskólalaga náist er, eins og nú, stuðst við aðalnámskrá leik-og grunnskóla. Ég ólst að hluta til upp í Danmörku. Í Danmörku er engin skólaskylda. Hinsvegar er svokölluð „undervisningspligt“ sem á góðri íslensku kallast fræðsluskylda. Í dönsku fræðslulögunum er það réttur foreldra sem ákvarðar hvernig menntun barnsins skal háttað. Við skulum hafa hugfast að börnin eru jú foreldranna, ekki ríkiseign. Flestir foreldrar barna á skólaaldri í Danmörku velja að senda börnin sín í hefðbundna skóla rekna af sveitarfélaginu, en þeir hafa þó val um að kenna börnum sínum heimafyrir, ráða til sín einkakennara eða jafnvel senda barnið í svokallaða „frískóla“ sem eru reknir af t.d. sjálfseignarstofnunum. Við eigum reyndar nokkra slíka skóla hér, eins og t.d. Ísaksskóla, Landakotsskóla, Waldorfskólana, skóla aðventista og skóla Hjallastefnunnar til að nefna nokkur dæmi. Þessi stefna okkar er því ekki úr lausi lofti gripin. Það blasir við að réttur foreldra til að ákveða kennslufyrirkomulag fyrir börnin sín, og bein aðkoma þeirra hefur verið á undanhaldi hér á landi síðsutu ár.Ýmsar lagasetningar sem á yfirborðinu virðast sakleysilegar og af hinu góða, eins og t.d. farsældarlögin sem voru samþykkt á Alþingi árið 2021 hafa einmitt gengið að þessum rétt foreldra til þess að hafa bein áhrif á afdrif barna sinna í menntakerfinu. Ég þekki t.d. dæmi þess, þar sem ágreiningur hefur blossað upp af siðferðislegum ástæðum á milli forsjáraðila og skólastjórnenda, að málum hefur m.a. lyktað með bréfsendingum frá bæjarlögmönnum sveitarfélaga til foreldra sem beinlínis kunngjörir þeim að það sem gerist innan veggja skóla sé þeim algjörlega óviðkomandi. Þetta er vitaskuld óviðundandi samskipti við foreldra sem eru að sinna barnauppeldinu af alúð og samkvæmt eigin siðferðislegri vitund, sem er réttur hvers og eins í lýðræðissamfélagi. Hvergi fleiri börn í sérkennsluúrræði en á Íslandi Í síðustu viku heyrði ég viðtal á gömlu gufunni (Rás 1) við Guðbjörgu Rut Þórisdóttur, læsisfræðing. Í því kemur fram að um 34% barna eru í sérkennsluúrræði í grunnskólum landsins. Þetta gefur tilefni til þess að íhuga hvort þetta „uniform“ skólakerfi sem hér hefur þróast síðustu áratugina (síðan skóli án aðgreiningar-stefan var tekin upp í kringum 1994) henti öllum nemendum. Það virðist að núverandi fyrirkomulag henti alls ekki stórum hluta nemenda. Þegar helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla, og þ.a.l. með afar takmarkaða möguleika á framhaldsnámi – þá verður að bregðast við. Við verðum að búa þannig um hlutina að grunnmenntun nái að fanga áhuga allra barna og að unnið sé markvisst með styrkleika sérhvers barns, eins fjölbreyttir og ólíkir þeir eru. Það styrkir sjálfsímynd þeirra og vellíðan. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar