Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 10:46 Ég fór með sex ára dóttur minni í fyrsta skipti á Símamótið í sumar sem haldið var í Kópavogi. Þarna voru komnar saman þúsundir stelpna víðsvegar af landinu, staðráðnar í því að hafa gaman og keppa í fótbolta. Sama hvernig á stóð veðrið, en það var vægast sagt slagviðri alla helgina. Ég gleymi aldrei upplifuninni, gæsahúð inn að beini, þegar öll liðin streymdu inn á Kópavogsvöllinn og Sigga Ósk tók lagið „Áfram stelpur“ og allar sungu þær í kór með henni: „Áfram stelpur! Sýnið taktana, áfram stelpur, hæfileikana!“ Á einni helgi stækkaði litla stelpan mín um nokkur númer í sjálfsáliti og sjálfseflingu. Eftir þessa helgi var það hennar einlæga trú að hún gæti allt; Hún gæti sigrað heiminn. Þegar heim var komið, hélt stemningin áfram og húsið ómaði í margar vikur „Áfram stelpur!“ Litli bróðir hennar, þá nýorðinn 3ja ára, var snöggur að byrja að hlaupa á eftir henni og kalla „Nei nei nei, áfram strákar!“ Og það rann upp fyrir mér, hvar er samfélagshvatningin til strákanna okkar? Til litlu drengjanna okkar? Hvar fá þeir að heyra einmitt „áfram strákar“? Samfélagsumræðan getur oft á tíðum verið eitruð, hvort sem það eru samfélagsmiðlar, fjölmiðlar, á kaffistofum eða jafnvel heima við eldhúsborðið. Alltof lengi hefur samfélagsumræðan snúist um að drengir séu ekki nóg, að drengir kunni ekki að lesa og að drengirnir okkar séu almennt að falla aftur úr. Þetta er samfélagsumræða sem hefur fengið að óma í þjóðfélaginu síðastliðin ár, hættuleg og smitandi orðræða. Hvaða skilaboð er verið að senda drengjunum okkar? Drengirnir okkar eru ekki vandamálið, heldur er það kerfið sem hér hefur brugðist. Skömmin liggur hjá stjórnvöldum og skólakerfinu sem hafa brugðist börnunum okkar. Með skólakerfinu á ég ekki við um kennarana, heldur kerfið sem stjórnvöld hafa búið kennurum og börnunum okkar. Kerfi sem hefur mistekist að taka utan um börnin okkar, mistekist að mæta þörfum þeirra og þar með mistekist að mennta börnin okkar. Kerfi sem hefur mistekist að mæta kennurum. Staðan er sú að meirihluti kennara sjá sig ekki við kennslu eftir 10 ár, sökum núverandi vinnuálags og skilningsleysis stjórnvalda. Kerfi sem stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við. Nú vaknar Sjálfstæðisflokkurinn og hleypur af stað með yfirlýsingar, stórsókn og umbreytingar á menntakerfinu; Aðgerðir bara rétt handan við hornið! Þetta er bara alltof lítið og alltof alltof seint. Trúverðugleikinn er horfinn, traustið er ekkert. Menntakerfi landsins þarfnast gagngerrar endurskoðunar, með því markmiði að bæta þjónustu, gæði og árangur. Miðflokkurinn hefur ávallt talað fyrir því að stórefla þurfi lestrar- og móðurmálskennslu barna, þegar í stað. Í þeim efnum þurfum við ekki að finna upp hjólið,né líta lengra en til Vestmannaeyja til þess að finna framtak sem skilar árangri. Kveikjum neistann er þróunarverkefni til 10 ára sem sett var af stað haustið 2021 og hefur árangurinn ekki leynt sér. Markmið verkefnisins er að 80% barna sé læst við lok 2 bekkjar, það markmið er vel á veg komið en í lok árs 2023 höfðu 83% barna í öðrum bekk náð þeim árangri. Miðflokkurinn telur það nauðsynlegt að menntamálin séu sett ofar í forgangslistann og farið sé án tafa í stórtækar breytingar á kerfinu, með því að fjárfesta í menntamálum erum við að fjárfesta í framtíðinni. Setjum börnin okkar og framtíð þeirra í fyrsta sætið með því að kjósa Miðflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er tveggja barna móðir og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég fór með sex ára dóttur minni í fyrsta skipti á Símamótið í sumar sem haldið var í Kópavogi. Þarna voru komnar saman þúsundir stelpna víðsvegar af landinu, staðráðnar í því að hafa gaman og keppa í fótbolta. Sama hvernig á stóð veðrið, en það var vægast sagt slagviðri alla helgina. Ég gleymi aldrei upplifuninni, gæsahúð inn að beini, þegar öll liðin streymdu inn á Kópavogsvöllinn og Sigga Ósk tók lagið „Áfram stelpur“ og allar sungu þær í kór með henni: „Áfram stelpur! Sýnið taktana, áfram stelpur, hæfileikana!“ Á einni helgi stækkaði litla stelpan mín um nokkur númer í sjálfsáliti og sjálfseflingu. Eftir þessa helgi var það hennar einlæga trú að hún gæti allt; Hún gæti sigrað heiminn. Þegar heim var komið, hélt stemningin áfram og húsið ómaði í margar vikur „Áfram stelpur!“ Litli bróðir hennar, þá nýorðinn 3ja ára, var snöggur að byrja að hlaupa á eftir henni og kalla „Nei nei nei, áfram strákar!“ Og það rann upp fyrir mér, hvar er samfélagshvatningin til strákanna okkar? Til litlu drengjanna okkar? Hvar fá þeir að heyra einmitt „áfram strákar“? Samfélagsumræðan getur oft á tíðum verið eitruð, hvort sem það eru samfélagsmiðlar, fjölmiðlar, á kaffistofum eða jafnvel heima við eldhúsborðið. Alltof lengi hefur samfélagsumræðan snúist um að drengir séu ekki nóg, að drengir kunni ekki að lesa og að drengirnir okkar séu almennt að falla aftur úr. Þetta er samfélagsumræða sem hefur fengið að óma í þjóðfélaginu síðastliðin ár, hættuleg og smitandi orðræða. Hvaða skilaboð er verið að senda drengjunum okkar? Drengirnir okkar eru ekki vandamálið, heldur er það kerfið sem hér hefur brugðist. Skömmin liggur hjá stjórnvöldum og skólakerfinu sem hafa brugðist börnunum okkar. Með skólakerfinu á ég ekki við um kennarana, heldur kerfið sem stjórnvöld hafa búið kennurum og börnunum okkar. Kerfi sem hefur mistekist að taka utan um börnin okkar, mistekist að mæta þörfum þeirra og þar með mistekist að mennta börnin okkar. Kerfi sem hefur mistekist að mæta kennurum. Staðan er sú að meirihluti kennara sjá sig ekki við kennslu eftir 10 ár, sökum núverandi vinnuálags og skilningsleysis stjórnvalda. Kerfi sem stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við. Nú vaknar Sjálfstæðisflokkurinn og hleypur af stað með yfirlýsingar, stórsókn og umbreytingar á menntakerfinu; Aðgerðir bara rétt handan við hornið! Þetta er bara alltof lítið og alltof alltof seint. Trúverðugleikinn er horfinn, traustið er ekkert. Menntakerfi landsins þarfnast gagngerrar endurskoðunar, með því markmiði að bæta þjónustu, gæði og árangur. Miðflokkurinn hefur ávallt talað fyrir því að stórefla þurfi lestrar- og móðurmálskennslu barna, þegar í stað. Í þeim efnum þurfum við ekki að finna upp hjólið,né líta lengra en til Vestmannaeyja til þess að finna framtak sem skilar árangri. Kveikjum neistann er þróunarverkefni til 10 ára sem sett var af stað haustið 2021 og hefur árangurinn ekki leynt sér. Markmið verkefnisins er að 80% barna sé læst við lok 2 bekkjar, það markmið er vel á veg komið en í lok árs 2023 höfðu 83% barna í öðrum bekk náð þeim árangri. Miðflokkurinn telur það nauðsynlegt að menntamálin séu sett ofar í forgangslistann og farið sé án tafa í stórtækar breytingar á kerfinu, með því að fjárfesta í menntamálum erum við að fjárfesta í framtíðinni. Setjum börnin okkar og framtíð þeirra í fyrsta sætið með því að kjósa Miðflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er tveggja barna móðir og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun