Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 10:46 Ég fór með sex ára dóttur minni í fyrsta skipti á Símamótið í sumar sem haldið var í Kópavogi. Þarna voru komnar saman þúsundir stelpna víðsvegar af landinu, staðráðnar í því að hafa gaman og keppa í fótbolta. Sama hvernig á stóð veðrið, en það var vægast sagt slagviðri alla helgina. Ég gleymi aldrei upplifuninni, gæsahúð inn að beini, þegar öll liðin streymdu inn á Kópavogsvöllinn og Sigga Ósk tók lagið „Áfram stelpur“ og allar sungu þær í kór með henni: „Áfram stelpur! Sýnið taktana, áfram stelpur, hæfileikana!“ Á einni helgi stækkaði litla stelpan mín um nokkur númer í sjálfsáliti og sjálfseflingu. Eftir þessa helgi var það hennar einlæga trú að hún gæti allt; Hún gæti sigrað heiminn. Þegar heim var komið, hélt stemningin áfram og húsið ómaði í margar vikur „Áfram stelpur!“ Litli bróðir hennar, þá nýorðinn 3ja ára, var snöggur að byrja að hlaupa á eftir henni og kalla „Nei nei nei, áfram strákar!“ Og það rann upp fyrir mér, hvar er samfélagshvatningin til strákanna okkar? Til litlu drengjanna okkar? Hvar fá þeir að heyra einmitt „áfram strákar“? Samfélagsumræðan getur oft á tíðum verið eitruð, hvort sem það eru samfélagsmiðlar, fjölmiðlar, á kaffistofum eða jafnvel heima við eldhúsborðið. Alltof lengi hefur samfélagsumræðan snúist um að drengir séu ekki nóg, að drengir kunni ekki að lesa og að drengirnir okkar séu almennt að falla aftur úr. Þetta er samfélagsumræða sem hefur fengið að óma í þjóðfélaginu síðastliðin ár, hættuleg og smitandi orðræða. Hvaða skilaboð er verið að senda drengjunum okkar? Drengirnir okkar eru ekki vandamálið, heldur er það kerfið sem hér hefur brugðist. Skömmin liggur hjá stjórnvöldum og skólakerfinu sem hafa brugðist börnunum okkar. Með skólakerfinu á ég ekki við um kennarana, heldur kerfið sem stjórnvöld hafa búið kennurum og börnunum okkar. Kerfi sem hefur mistekist að taka utan um börnin okkar, mistekist að mæta þörfum þeirra og þar með mistekist að mennta börnin okkar. Kerfi sem hefur mistekist að mæta kennurum. Staðan er sú að meirihluti kennara sjá sig ekki við kennslu eftir 10 ár, sökum núverandi vinnuálags og skilningsleysis stjórnvalda. Kerfi sem stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við. Nú vaknar Sjálfstæðisflokkurinn og hleypur af stað með yfirlýsingar, stórsókn og umbreytingar á menntakerfinu; Aðgerðir bara rétt handan við hornið! Þetta er bara alltof lítið og alltof alltof seint. Trúverðugleikinn er horfinn, traustið er ekkert. Menntakerfi landsins þarfnast gagngerrar endurskoðunar, með því markmiði að bæta þjónustu, gæði og árangur. Miðflokkurinn hefur ávallt talað fyrir því að stórefla þurfi lestrar- og móðurmálskennslu barna, þegar í stað. Í þeim efnum þurfum við ekki að finna upp hjólið,né líta lengra en til Vestmannaeyja til þess að finna framtak sem skilar árangri. Kveikjum neistann er þróunarverkefni til 10 ára sem sett var af stað haustið 2021 og hefur árangurinn ekki leynt sér. Markmið verkefnisins er að 80% barna sé læst við lok 2 bekkjar, það markmið er vel á veg komið en í lok árs 2023 höfðu 83% barna í öðrum bekk náð þeim árangri. Miðflokkurinn telur það nauðsynlegt að menntamálin séu sett ofar í forgangslistann og farið sé án tafa í stórtækar breytingar á kerfinu, með því að fjárfesta í menntamálum erum við að fjárfesta í framtíðinni. Setjum börnin okkar og framtíð þeirra í fyrsta sætið með því að kjósa Miðflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er tveggja barna móðir og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fór með sex ára dóttur minni í fyrsta skipti á Símamótið í sumar sem haldið var í Kópavogi. Þarna voru komnar saman þúsundir stelpna víðsvegar af landinu, staðráðnar í því að hafa gaman og keppa í fótbolta. Sama hvernig á stóð veðrið, en það var vægast sagt slagviðri alla helgina. Ég gleymi aldrei upplifuninni, gæsahúð inn að beini, þegar öll liðin streymdu inn á Kópavogsvöllinn og Sigga Ósk tók lagið „Áfram stelpur“ og allar sungu þær í kór með henni: „Áfram stelpur! Sýnið taktana, áfram stelpur, hæfileikana!“ Á einni helgi stækkaði litla stelpan mín um nokkur númer í sjálfsáliti og sjálfseflingu. Eftir þessa helgi var það hennar einlæga trú að hún gæti allt; Hún gæti sigrað heiminn. Þegar heim var komið, hélt stemningin áfram og húsið ómaði í margar vikur „Áfram stelpur!“ Litli bróðir hennar, þá nýorðinn 3ja ára, var snöggur að byrja að hlaupa á eftir henni og kalla „Nei nei nei, áfram strákar!“ Og það rann upp fyrir mér, hvar er samfélagshvatningin til strákanna okkar? Til litlu drengjanna okkar? Hvar fá þeir að heyra einmitt „áfram strákar“? Samfélagsumræðan getur oft á tíðum verið eitruð, hvort sem það eru samfélagsmiðlar, fjölmiðlar, á kaffistofum eða jafnvel heima við eldhúsborðið. Alltof lengi hefur samfélagsumræðan snúist um að drengir séu ekki nóg, að drengir kunni ekki að lesa og að drengirnir okkar séu almennt að falla aftur úr. Þetta er samfélagsumræða sem hefur fengið að óma í þjóðfélaginu síðastliðin ár, hættuleg og smitandi orðræða. Hvaða skilaboð er verið að senda drengjunum okkar? Drengirnir okkar eru ekki vandamálið, heldur er það kerfið sem hér hefur brugðist. Skömmin liggur hjá stjórnvöldum og skólakerfinu sem hafa brugðist börnunum okkar. Með skólakerfinu á ég ekki við um kennarana, heldur kerfið sem stjórnvöld hafa búið kennurum og börnunum okkar. Kerfi sem hefur mistekist að taka utan um börnin okkar, mistekist að mæta þörfum þeirra og þar með mistekist að mennta börnin okkar. Kerfi sem hefur mistekist að mæta kennurum. Staðan er sú að meirihluti kennara sjá sig ekki við kennslu eftir 10 ár, sökum núverandi vinnuálags og skilningsleysis stjórnvalda. Kerfi sem stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við. Nú vaknar Sjálfstæðisflokkurinn og hleypur af stað með yfirlýsingar, stórsókn og umbreytingar á menntakerfinu; Aðgerðir bara rétt handan við hornið! Þetta er bara alltof lítið og alltof alltof seint. Trúverðugleikinn er horfinn, traustið er ekkert. Menntakerfi landsins þarfnast gagngerrar endurskoðunar, með því markmiði að bæta þjónustu, gæði og árangur. Miðflokkurinn hefur ávallt talað fyrir því að stórefla þurfi lestrar- og móðurmálskennslu barna, þegar í stað. Í þeim efnum þurfum við ekki að finna upp hjólið,né líta lengra en til Vestmannaeyja til þess að finna framtak sem skilar árangri. Kveikjum neistann er þróunarverkefni til 10 ára sem sett var af stað haustið 2021 og hefur árangurinn ekki leynt sér. Markmið verkefnisins er að 80% barna sé læst við lok 2 bekkjar, það markmið er vel á veg komið en í lok árs 2023 höfðu 83% barna í öðrum bekk náð þeim árangri. Miðflokkurinn telur það nauðsynlegt að menntamálin séu sett ofar í forgangslistann og farið sé án tafa í stórtækar breytingar á kerfinu, með því að fjárfesta í menntamálum erum við að fjárfesta í framtíðinni. Setjum börnin okkar og framtíð þeirra í fyrsta sætið með því að kjósa Miðflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er tveggja barna móðir og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar